Austri


Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 13

Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 13
Jólin 1996 AUSTRI 13 Jólasaga Þorláksmessugjöfín eftir Jón Guðmundsson Þannig var að maður nokkur hafði fyrir sið að gefa konu sinni handá- burð á Þorláksmessu. Alveg frá því að þau Köfðu ruglað saman reitum sínum fyrir hartnær fjörutíu og fimm árum hafði aldrei brugðist að á Þorláksmessu, eftir að þau höfðu borðað saman skötuna, færði hann konu sinni lítinn pakka. Og í hvert skipti þóttist konan verða jafnundrandi og fólc alltaf utan af pakkanum með jafnmikilli eftir- væntingu. Þakkaði hún manni sínum með kossi, fór síðan og settist við snyrti- borð sitt, bar svolítið af nýja handá- burðinum á hendur sínar, kom svo fram og leyfði manni sínum að finna ilminn. Lofaði hann yndisleika handa konu sinnar og sagði að ekkert jafnaðist á við fallegar konuhendur. Hann sagði að um ókomna framtíð myndi hann leggja sig allan fram um að viðhalda fegurð þessara dásam- legu handa. Þannig var nú þessi litli leikur sem markaði upphaf jólahátíðarinnar hjá þessum samhentu hjónum. En svo gerðist nokkuð mjög óvænt daginn fyrir Þorláksmessu í fyrra. Þá sem fyrr fer maðurinn í snyrtivöru- búðina til að kaupa handáburðinn. En þá bregður svo við að þar er allur handáburður uppurinn. Ekki til svo mikið sem eitt glas af ómerkilegasta handáburði. Kom það mjög flatt upp á manninn sem árum saman hafði treyst þessari verslun. Eigandinn var sá eini fyrir utan hjónakomin sem vissi af Þor- láksmessuleik þeirra. Hann var vanur að hafa handáburðinn tilbúinn, inn- pakkaðan, daginn fyrir Þorláksmessu. Því gat maðurinn treyst. Þetta hafði aldrei bmgðist. En nú brá svo við að enginn pakki beið og ekki hafði einu sinni verið hægt að verða við óskum fastra viðskiptavina, slík eftirspum eftir handáburði hafði heldur aldrei þekkst. Eigandinn sagði sér þætti þetta mjög leiðinlegt. Sennilega hefðu konur svona miklar áhyggjur af hönd- um sínum vegna kuldakastsins er gengið hefði yfir að undanfömu. En svo em konur auðvitað orðnar svo miklu meðvitaðri um hendur sínar en áður. Eigandinn sagðist eigá nóg af öðmm snyrtivörum sem eiginkonur væm vitlausar í, t.d. margar yndisleg- ar tegundir af bodílósjoni. Maðurinn hugsaði sem svo að þótt konu sinni hefði líkað þessi ákveðni áburður alveg sérstaklega vel, gerði nú kannski ekki svo mikið til þó hann færði henni aðra tegund í þetta eina skipti. Síðan gekk maðurinn út úr verslun- inni og bauð gleðileg jól. Vissi hann um aðra snyrtivömverslun aðeins ofar í götunni. Manninum til mikillar furðu endur- tók sagan sig. Handáburðurinn var uppseldur. Stúlkan í versluninni sagði að þetta væri ekkert eðlilegt. Allur handáburður hefði rokið út. Það væri rétt eins og eitthvert æði hefði mnnið á kvenþjóðina. Stúlkan sagði það reyndar gleðiefni hvað konur væm orðnar miklu meðvitaðri um hendur sínar. Þær þyrftu bara svo mikið á höndunum að halda. Maðurinn spurði hvort ekki leynd- ist nú ekki svo sem ein krukka ein- hvers staðar í búðinni, ja, til dæmis úti í búðarglugga. Nei, sagði stúlkan, en hún sagðist eiga nóg af bodílósjoni. Margar mjög fínar tegundir, t.d. eina franska með........ Nei, þakka þér fyrir, handáburður skal það vera, sagði maðurinn og ark- aði nú búð úr búð, en hvergi fékkst handáburður. Það eina sem eftir var í apótekinu og nota mátti á hendur var hvítt vaselín. En vaselín gat hann ekki fært konu sinni á Þorláksmessu. Hins vegar var til nóg af bodílósjoni. En handáburður skyldi það vera eða ekki neitt, sagði maðurinn og gekk dapur út úr búðinni. Lokunartími verslana nálgaðist nú óðum. Maðurinn var orðinn vemlega áhyggjufullur og hljóp fullur örvænt- ingar á milli allra þeirra verslana sem einhver von var um að seldu handá- burð. A þessari stundu skipti hann engu máli hver tegundin væri, Atrix eða Nivea myndu alveg duga. En klukkan var nú orðin sex, versl- anir lokuðu ein af annarri og eftir stóð maðurinn tómhentur. Fór hann að hugsa um konu sína. Hvað skyldi hún segja á morgun, ef ekki tækist að út- vega áburðinn og hvemig færi fyrir höndum hennar? Þar sem maðurinn stóð á gangstétt- inni fór hann að hágráta. Hann grét og grét. Hann grét eins og bam. Tárin streymdu niður kinnar hans, niður hálsinn og vættu föt hans þangað til að hann var orðinn gegnvotur. Mað- urinn, sem hafði ekki grátið í rúmlega hálfa öld, var búinn að gleyma hvem- ig það var. En það rifjaðist nú fljótt upp fyrir honum og nú æddu fram tárabirgðir hálfrar aldar. Maðurinn fór auðvitað allur hjá sér hágrátandi í miðri jólaösinni. En hvemig sem hann reyndi varð táraflóðið ekki stöðvað. En þá gerðist kraftaverkið. Birtist honum engill mikill og ófríður, en kærleikurinn lýsti af honum. Engillinn spurði hann hví hann gréti. Maðurinn sagði alla sólarsöguna. Fyrst þú elskar hendur konu þinn- ar svona heitt, mikil hlýtur ást þín að vera á henni allri, sagði engillinn. En guð hjálpar þeim er hjálpa sér sjálfir. Rétti hann þá manninum skínandi fallegt glas og sagði honum að fylla það með támm sínum. Gerði maður- inn það. Á morgun skaltu síðan gefa konu þinni glasið og mun hún ekki betri gjöf hafa fengið, sagði engillinn. Gjörði maðurinn hvað engillinn hafði boðað. Engillinn hafði rétt fyrir sér. Konan varð yfir sig glöð og dá- samaði áburðinn. Fékk hún svo mjúkar hendur af að undmm þótti sæta. Spurði hún mann sinn oft hvar hann hefði fengið þennan undraá- burð. En maðurinn sagði að Guð hefði gefið sér hann. Það fannst konunni dásamlegt svar, því hver annar gæti búið til svona meistaralegan handáburð? Þessi jól urðu þeim hjónum svo sannarlega gleðileg. En á næstu mán- uðum heyrðist maðurinn oft tauta fyr- ir munni sér: „Kraftaverkin gera svo sannarlega ekki boð á undan sér ... og Guði sé lof fyrir að ég kunni enn að gráta.. .annars hefði ég legið í’ðí.“ Gleirati^ íy ri r öll tækifairi ZEISS sjóngler Það besta fyrir augun þín. BIRTA GLERAUGU ÚR & KLUKKUR SKART & GJAFAVARA SÍMI471-2020 /471-1606 FAX 471-2021 LAGARÁS 8 - PÓSTHÓLF 96 - 700 EGILSSTAÐIR Birta Einarsdóttir úrsmiður Sævar Benediktsson sjóntækjafræðingur Shell stöðvarnar á Austurlandi Óska 9 viðskiptavinum sínum og landsmönnum ötlum leðitegra jéta og fa rsœhta r á komandi ári. Höfum fyrirliggjandi allt til vetraraksturs: -Vetrarmottur - íseyði á rúðurnar - ísvara í bensínið - Rúðusköfur - FJölþykktarolíur - Frostlög - BRITAX barnastóla Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar árið sem er að líða, viljum við minna á að veturinn er genginn í garð. Gott er heilum bíl heim að aka. ® SHELL stöðvarnar Egilsstöðum - Seyðisfirði - Eskifirði Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.