Austri


Austri - 12.12.1996, Qupperneq 17

Austri - 12.12.1996, Qupperneq 17
Jólin 1996 AUSTRI 17 Vilhjálmur Hjálmarsson Ferðaslangur Þegar allir voru búnir að fá nægju sína af sól og sandi og söltum bárum - reyndar er Svartahafið nærri ósalt vegna mikils innstreymis ferskvatns - var haldið upp á hótel og dormað fram undir tvö. Var þá sest að snæðingi í sal einum, miklum og glæstum. Gríðar- stórt tré óx þar upp úr steinlögðu gólf- inu og breiddi úr greinum sínum und- ir hvelfdu lofti salarins. Nokkrar svöl- ur flugu út og inn, milli þess sem þær héldu skyndifundi í grænu limi trés- ins. Ær eða hrútar Máltíðin tók sinn tíma, fimm eða sex réttir að vanda. Þá var loks „búið upp á“ því nú var förinni heitið út í sveit til fundar við bændur og búalið, að líta á kýr þeirra og kindur, akra og önnur gróðurlönd. Og heimsækja skóla og tilraunastöðvar landbúnaðar- ins í næsta héraði. Við ókum sem leið lá norður yfir næsta háls, leiðin fögur og veðrið dýrðlegt og vorum fyrr en varði kom- in að héraðamörkum. Ung hjón komu til móts við okkur og heilsuðu með blómum. Þau tóku síðan forystuna og við ókum áfram í sólskininu með ræktarlönd á báðar síður. A nokkrum stöðum gættu fjár- hirðar hjarða sinna og beittu á gras- ræmur í vegköntum, milli akurskáka og annars staðar þar sem vítalaust taldist. En þama er fénu stöðugt fylgt um daga og það haft í haldi á nótt- unni. Eftir alllangan akstur komum við að samyrkjubúi þar sem einkum var lögð stund á sauðfjárrækt. Stórar hjarðir af Merinófé höfðu verið reknar heimundir - til skoðunar. Við náðum að þukla einn hrút, kollóttan og ljótan, en hörkuvænan. Ullin sem þessi fjár- stofn gefur af sér er ekkert lítilræði. Bestu ærnar kváðu skila átta kíló- gramma reifi, enda er þá berklippt. Það var við þetta tækifæri sem tvö- falda túlkunarkerfið okkar þoldi ekki álagið, brast hreinlega. Hér í landi eru gerðir ostar úr sauðamjólk, sem fyrr getur. Af því tilefni spurði Agúst og benti á einn fjárhópinn: Eru þetta nú mjólkurær? Guðrún sneri spumingunni þegar á þýsku og Amalía yfir á sitt móðurmál. Og svarið kom um hæl, sömu boðleið: Nei, þetta eru hrútar! Eg sá í hendi að þetta stóðst ekki. Svoddan hrútahjarðir vart á vetur sett- ar hér fremur en heima. Auk þess hafði ég veitt því athygli þegar hópur- inn staðnæmdist þama rétt hjá okkur að nokkrar af kindunum pissuðu und- an rófu! Islensku skórnir Elskulegt fólk úr þorpinu var komið á vettvang í sínum vinnuklæðum og þá var bágt að geta ekki skipt orðum við stéttarsystkini sín þama í sólskin- inu, milliliðalaust. Allt í einu festi ég augun á gömlum manni í miðjum hópnum. Hann var lítill vexti og sýni- lega eitthvað fatlaður því hann stakk við, mér sýndist annar fóturinn styttri en hinn. Og jafn- skjótt rak mig í rogastans - gamli maðurinn var á íslensk- um leðurskóm. Þann fótabúnað þekkti ég ungur og af eigin raun! Og hér fór ekkert á milli mála. Skógerðin var nákvæm- lega eins og hjá okkur. Verping- in var sú sama, hælþvengir bundnir upp um ökklann eins og við þekktum og ristar- þvengimir nákvæmlega eins og heima. Aðeins eitt lítið frávik. Hér var ekki notað seglgarn í tá- og hælsauma, eins og gert var heima þegar ég var krakki, heldur grannir þvengir. Má og ætla að svo hafi einnig verið hér heima fyrr á tím- um, því sums staðar hélst sá siður fram á mína daga; það hef ég sann- spurt. Eg vildi ekki spyrja út í skó- bragð gamla mannsins, ef það kynni að særa hann á einhvern hátt. En ég segi það alveg satt, mér hlýnaði inn- vortis við þessa sýn. Og ég fann til skyldleika við þetta bændafólk þótt fjarri byggi. Mér sárnaði við sjálfan mig að ég skyldi ekki hafa rænu á að kveðja með handabandi að góðum og gömlum sið. Það gerði Agúst, en ég var víst einhvern fjárann að klóra í vasabókina - og varð of seinn. Næst komum við í rannsókna- og tilraunastöð fyrir kvikfjárrækt og hvers konar jarðyrkju. Varaformaður stjómar þessarar umfangsmiklu starf- semi, geðþekkur maður og greinagóð- ur í besta lagi, sagði frá starfinu, sýndi myndir og skýrði fyrir okkur töflur og línurit áður gengið var á vettvang. Af upplýsingum hans mátti ráða að mjög náin tengsli væm við búandfólkið sem njóta skyldi ávaxtanna af tilraunastarf- inu. Farið í fjósið Mikil vélvæðing var orðin í land- búnaði Búlgara á síðustu ámm. Þó var okkur sagt að enn vantaði áttatíu þús- und traktora. Hesta- og asnakerrur sáust víða á vegum og ökrum. Og þrátt fyrir miklar framkvæmdir við vatnsveitur og vökvun var enn margt óunnið á því sviði. Möguleikar á vatnsmiðlun frá Dóná og fleiri vatns- föllum eru taldir mjög miklir og ár- angur vökvunar óbrigðull því nægur er hitinn. Kvikfjárræktin var í brennidepli hjá okkur þennan eftirmiðdag. Við kom- um dálítið seint á kúabúið, en það sak- aði ekki. Mjaltir vom byrjaðar og við fengum að líta inn í fjósið. Þar vomm við kynnt fyrir fjósameistara, kvik- legri konu milli fimmtugs og sextugs og kvað hafa starfað þama mjög lengi. Allmargt fólk var að störfum í þessu stóra fjósi. Agúst fór upp í básana og skoðaði kusurnar kunnáttusamlega. Eg stóð á tröðinni og hafðist ekki að. Mig minnir Þráinn halda sig mest utan dyra. - Upp á fjósalyktina, hugsaði ég. Bjart sólskin í Búlgaríu. (Ljósm. G.H.) Sendutn znðsl&ptavinum Bestu ósíqr umgCeðilegjóí og farsceít (qmatuCi ár. 'ÞöCfqm samstarfá Ciðnuári. ögfræðiþjónusta Austurlands TSrf] Bjarni G. Björgvinsson hdl. Bernhard Bogason lögfræðingur hdl. Fagradalsbraut 11, Egilsstöðum Sími 471-1131 Fax 471-2201 En hún var raunar engin, því hér var mikil opingátt á alla vegu og vélknúið færiband í flórnum eins og á Egils- stöðum. Fjósameistari fylgdi okkur út í nautafjósið, en í því voru veggir að- eins á þrjá vegu, önnur langhliðin al- veg opin. Björgulegir þóttu okkur bolakálfar nokkrir sem þar voru bundnir á bása. Voru þeir bæði af mjólkur- og holdakynjum og af ýms- um afbrigðum. Einn bar þó af öll- um hinum að vænleika, enda kom- inn af göfugum nautaættum frönskum. Var okkur tjáð að þyngd hans væri rétt um 1200 kíló- grömm. Hlutum við að viðurkenna að slíkt og þvílíkt kjötforðabúr á fjórum fótum hefðum við aldrei fyrri augum litið. (Það er eins gott að svona snuddar hafa aldrei kom- ið til Islands, hugsaði ég með mér. Jafnvel agnarögn af sæði frá svona nautakjötsfjalli gæti haft ógnvæn- leg áhrif á mörkuðum okkar). Kvöldið var fagurt Dagur var kominn að kvöldi. Þetta síðdegi hafði hugsun okkar verið bundin framleiðslu og af- komu öðru fremur. Svo kom róm- antíkin með kvöldinu. - Já, ferðin til baka var í hæsta máta róman- tísk. Bjart var í lofti. Og þegar sól- sett var og húmið færðist yfir kom fullur máni til skjalanna og brá mildri birtu yfrr akra og skógarása. Víða var fólk að koma af ökrunum, fleiri eða færri saman. Veðrið var hlýtt og kyrrt. Flestir voru fótgangandi og við heyrðum glaðværa hlátra unga fólksins og óm af röddum þess inn um opna glugga bílsins. Sumir óku heim- leiðis á asnakerrum og nokkrir höfðu spennt hesta fyrir sína léttivagna. Þeir virtust þó vera færri. Þetta var sérstök upplifun - gamli tíminn sem ætlað var að víkja fyrir 80 þúsund traktorum og máski öðru eins af mótorhjólum og bifreiðum. Við nálguðumst borg eina sem ég kann ekki lengur að nefna. Bannað var að aka bifreiðum gegnum borgina eftir sólsetur. Þetta var engin stórborg en þó ærinn krókur að sveigja framhjá henni. Nú var ekki gott í efni. Við vorum orðin sein fyrir svo bílstjórinn tók til sinna ráða og hélt inn í borgina. Hann varð að aka eftir aðalgötunni, en það var einmitt hún sem breyttist í göngu- götu á kvöldin. Þar var nú maður við mann. Greinilegt var að fólkið þóttist vera í sínum fulla rétti. Og það var rétt! Menn viku treglega fyrir þessum friðarspillum og sumir ógnuðu okkur með handahreyfingum. Mér stóð hreint ekki á sama. En bílstjórinn lét sér hvergi bregða og þokaði bílnum undur hægt og gætilega gegnum mannhafið. Eg held nú samt að öllum hafi létt þegar við vorum aftur komin á „auðan sjó“. Samræður okkar höfðu hljóðnað meðan ekið var gegnum borgina og nú færðist ró yfir mannskapinn. Sá ég mér leik á borði að þylja nokkur órím- uð ljóð atómskálda fyrir Guðrúnu okkar sem nú botnaði hvorki upp né niður í innréttingum þessa sveita- manns. Sendum starfsfólki og viðskiptavinum innilegar jóla- og nýárskveðjur.. Þökkum samstarfið á árinu sem er að liða. F ossgerðisbúið X RM* Sendum öllum iðskiptavinum okkar og starfsfólki bestu óskir um gleÓileg jól og farsæld á komandi ári. vn Kaupfélag Vopnfirðinga Mjólkursamlag Vopnfirðinga Sláturfélag Vopnfirðinga

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.