Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 23
Jólin 19%
AUSTRI
23
Sjóminjasafn
Austurlands
Sjóminjasafn Austurlands var
opnað þann 4. júní 1983 og nú er
því fjórtánda starfsár þess að líða.
Aðsókn hefur verið mismunandi frá
ári til árs, en hefur heldur aukist.
Um 1.000 gestir heimsóttu safnið á
fyrsta ári, en gestir urðu um 1.800
nú í ár. Samtals hafa um 18.000
manns heimsótt safnið frá upphafi.
Skólanemar, í hópum í fylgd með
kennurum, voru 200 á þessu ári og
hefur þeim fjölgað verulega síðustu
árin. A safninu eru til verkefni um
nokkra afmarkaða þætti, svo sem
síldveiðar og geta nemendur unnið
verkefni á safninu ef henta þykir.
Uppsetning safnsins hefur í að-
alatriðum haldist óbreytt frá
opnun. A hverju ári verða þó
einhverjar breytingar, eftir
því sem safngripum fjölgar.
Sumarið 1995 var komið
fyrir á efri hæð safnsins lík-
ani af Eskifjarðarbæ, eins og
hann var 1923 og síðan hafa
bæst við nokkrir smærri sýn-
ingargripir. Af þeim má
nefna leirkrukku, sem kom
úr sjó undan Breiðuvíkur-
kaupstað, en þar var verslun
á tímabilinu 1600-1800.
Einnig leirbrúsa, dreginn af
hafsbotni á Rauða torginu,
um 50 mílur suðaustur frá
Gerpi. I fyrra voru gerðir
litlir bæklingar um safnið á
nokkrum tungumálum.
Fremur litlar breytingar
urðu í safninu í ár, enda má segja að
sýningarrýmið sé fullnýtt eins og er.
Randulffssjóhús.
Saltfiskverkun.
Austurlandi, byggt árið 1837.
Gamla-Búð, hús Sjóminjasafns-
stendur m/b Nakkur, smíðaður í
Færeyjum 1912. Báturinn sá kom
til safnsins árið 1990. Safnið hefur
séð um viðgerðir á Nakki og eru
enn smávægilegar lagfæringar eft-
ir.
Gripir sem bárust safninu á
þessu ári, eru 55 að tölu og má þar
helst tiltaka líkön af m/b Auðbjörgu
NK 66, sem Jakob Jakobsson skip-
stjóri í Neskaupstað átti og af Jóni
Kjartanssyni, nótaskipi á Eskifirði.
Þá fékk safnið setbekk, mjög
óvenjulegan, kominn úr skipinu
E/S Sterling sem strandaði við
Brimnes í Seyðisfirði árið 1922.
Bekkurinn, sem er úr mahoníviði,
er þannig gerður að bakfjöl er fest
við arma á endum hans og er hægt
að velta bakfjölinni til beggja hliða,
svo hægt er að sitja á bekknum báð-
um megin, eftir því sem menn
kjósa. Bekkurinn var orðinn illa
farinn og sundurlaus, en hefur nú
verið lagfærður og komið fyrir á
efri hæð í safninu. Til safnsins kom
bekkurinn frá Guðbjörgu Sigur-
jónsdóttur á Reyðarfirði, áður hús-
freyju á Sléttu. Guðbjörg ólst upp í
Loðmundarfirði og þá eignaðist
hún bekkinn.
A Sjóminjasafninu var fyrir
skápur úr Sterling. Skápurinn er
gerður fyrir eins konar handlaug og
yfir honum er rekki fyrir vatnsglös
og fleira. Hann kom frá Hjarðar-
haga á Jökuldal, svo auðséð er að
búnaður úr skipinu hefur dreifst
víða.
Sterling kom nokkuð við sögu
Eskifjarðar því skipið var um tíma í
eigu Thorefélagsins, en eigandi þess
var Þórarinn Tulinius, sem fæddur
var á Eskifirði, sonur Carls B. Tul-
inius, en hann var kaupmaður á
Eskifirði á árunum 1860-1905. Þór-
arinn rak verslunina í nafni erfingja
Carls eftir árið 1905. Á þeim tíma
var lögð símalína frá Seyðisfirði og
norður um land til Reykjavíkur. Þór-
arinn lét leggja línu til Eskifjarðar
yfir Eskifjarðarheiði á eigin kostn-
að, því hann vildi vera í sambandi
við stöðvar fyrirtækis síns í Dan-
mörku og umheiminn.
Setbekkur, kominn úr skipinu E/S Sterling sem strandaöi við Brimnes í Seyðisfirði
árið J922.
Sjóminjasafn Austurlands sendir
öllum velunnurum sínum, sem og
öllum Austfirðingum, bestu jóla- og
nýársóskir og þakkirfyrir liðin ár.
Geir Hólm
Tvœr leirkrukkur komnar úr sjó.
Safnvörður tók að sér að sjá um
endurbyggingu Jensenshúss á Eski-
firði, á vegum Eskifjarðarbæjar.
Jensenshúsi voru gerð góð skil í
austfirsku blöðunum á sl. hausti, en
um er að ræða elsta íbúðarhús á
Randulffssjó-
hús einnig mál-
að að utan,
bæði þak og
veggir. Sjóminjasafnið eignaðist
sjóhúsið fyrir nokkrum árum og
nýtir það nú sem geymslu, en til
stendur að setja upp sýningar í hús-
inu þegar aðstæður leyfa.
I fjörunni við Randulffssjóhús
ins, er öll timb-
urklædd og
hefur þakleki
færst svo í auk-
ana að ekki
verður lengur
við unað. Á
næsta ári verð-
ur gert við þak-
ið og húsið allt
tjargað að utan.
Þá verður
Reykvíkingur
Helgi Halldórsson, bæjarstjóri Egilsstaðabæjar, lánaði Austra eintak
af biaði sem gefið var út í Reykjavík fyrir um 70 árum síðan. Blaðið hét
Reykvíkingur, í stærðinni A5 og inniheldur að mestu auglýsingar og
brandara.
„Er hann Gísli latur?“
- „Eg vil nú ekki beint segja að hann sé latur, því ég vil ekki fara hér með
neinn óhróður um hann. En ég er viss um, að ef hann þyrfti að hafa nokkuð
fyrir því að melta matinn, þá myndi hann deyja úr hungri.“
„Hvemig stendur á því, að mér finnst þrengra hér en í fyrrasumar?"
„Það er af því að þú ert í vetrarfötunum.“
„Heldurðu að það láti nokkur tölu í jólapottinn hjá Hjálpræðishemum?“
„Já, það láta svo margir tölu, að það er ekki hægt að koma tölu á það.
Það má því segja að það sé töluvcrt."
Ekki lyftuvél.
Dreng, sem kom með pabba sínum í Eimskipafélagshúsið, varð starsýnt á
lyftivélina og spurði hvað þetta væri. Honum var sagt að það væri lyftivél,
því hún lyfti mönnum upp á loft.
Um kvöldið segir drengurinn við pabba sinn: „Þetta er vitleysa að það sé
lyftivél, sem er í Eimskipafélagshúsinu, því það lyftir mönnum ekki upp,
nema í annað hvort skipti. í hitt skiptið fer það niður með mennina."
Kaup kaups
Lundúnabúi var að sýna frænda sínum frá Ameríku Lundúnaborg. Þeir
gengu fram hjá stóra og skrautlegu hóteli og spurði þá Ameríkumaðurinn
hvað langan tíma hefði tekið að byggja það.
„Þrjá mánuði,“ svaraði Lundúnabúinn.
„Skárri er það nú tíminn,“ sagði Ameríkumaðurinn, „í Ameríku er svona
hús byggt á þrem dögum.“
Nokkru síðar gengu þeir framhjá Parliamentshöllinni og dáðist Ameríku-
maðurinn að því hvað hún væri falleg.
„En hvaða höll er þetta annars?" spurði hann.
„Eg veit það ekki,“ svaraði Lundúnabúinn, „því það var ekki farið að
byggja hana í gærkvöldi þegar ég fór hér framhjá."
Verslunarmannafélag
Austurlands
sendir félagsmönnum sínum og öðrum
Austfirðingum bestu óskir um gleðileg jól
og farsœld á komandi ári.
Þökkum samstarf
liðins árs.
Svæáisskrifstofa málefna fatlaðra
á Austurlandi sendir
Austfiráingfum
Héraásbúum kestu jóla-
og nýárskveájur ogf Jtakkar
samstarf o^ samskipti á
árinu
sem er aá líáa.
r
íslenskt ...að sjálfsögðu