Austri - 12.12.1996, Síða 25
Jólin 1996
AUSTRl
25
Bókakynning:
Spíritisminn á Islandi
Krossgáta
í>á er það jólakrossgátan í ár, lesandi góSur.
Lausn krossgátunnar er fólgin íþví að raða saman stöfunum í númeruðu
reitunum og þáfáum við alkunnan málshátt. Vonandi skemmtið þið
ykkur vel við þessa krossgátu.
Ekki dáin - bara flutt, spíritisminn á íslandi - fyrstu
fjörutíu árin, er útgefin af bókaútgáfunni Skerplu. Eins
og undirtitill bókarinnar gefur til kynna, er hér fjallað
um spíritisma eða sálarrannsóknir á Islandi frá aldamót-
um fram til ára seinni heimsstyrjaldarinnar. Spíritismi
náði fótfestu undir vemdarvæng m.a. Einars H. Kvar-
an rithöfundar og frú Gíslínu Kvaran, Indriða Einars-
sonar leikskálds og frú Mörthu Maríu Guðjohnsen,
Guðmundar Hannessonar læknis, Þórðar Sveinssonar
geðlæknis, Björns Jónssonar ritstjóra og ráðherra og
séra Haraldar Níelssonar.
Þau stofnuðu Tilraunafélagið og störfuðu með Ind-
riða Indriðasyni miðli sem margir telja annað hvort
stórkostlegasta miðil okkar tíma eða ósvífinn svika-
hrapp. A fundum með honum gerðust hlutir sem bestu
vísindamenn þjóðarinnar á þeim tíma gátu ekki fundið
jarðbunda skýringu á.
Sálarrannsóknarfélag Islands stofnuðu frumkvöðl-
arnir í skugga spönsku veikinnar 1918, gáfu út tímarit-
ið Morgun, leituðu að miðlum í afskekktum byggðum
Islands og kenndu þjóðinni að meta yfirnáttúrlegar
lækningar.
Hér er sögð saga þessarar hreyfingar í heild á fyrri
hluta aldarinnar, en það hefur hvergi verið gert á einum
stað áður. Sagt er frá borðdansi, fljúgandi miðlum,
reimleikum, straum- og skjálftalækningum, ósjálfráð-
um leikfimiæfingum, huldufólksheimum, líkamningum,
miðilsfundum, framliðnum mönnum og dásamlegum
sönnunum.
í bókinni er fjöldi mynda af fólki og stöðum sem
koma við sögu. Einnig fágætar myndir sem em teknar á
miðilsfundum hjá Láru Agústsdóttur snemma á fjórða
áratugnum og hafa aldrei birst opinberlega áður.
Höfundar bókarinnar er Bjarni Guðmarsson sagn-
fræðingur og Páll Asgeir Ásgeirsson blaðamaður.
Sendum bestu óskir
um gleðileg jól
og farsælt komandi
Þökkum samskiptin.
Rafey hf.
Rafmagnsverkstœði
Lyngási 12, Egilsstöðum, sími 471-2013
Sendu okkur lausnina fyrir 20. janúar 1997.
Eins og áður verða bœkur í verðlaun og verða nöfn
vinningshafa birt í lok janúar.
Heimilisfang: Vikublaðið Austri
Jólakrossgáta
Tjarnarbraut19
700 Egilsstaðir.
Saga Búnaöarfélags
Vopnafjaröar
Búnaðarfélag
Vopnafjarðar gaf
út sögu félagsins
á síðasta ári í tilefni
100 ára afmæli
félagsins. Hérer
um að ræða einstakt
heimildarrit um sögu
og þróun landbúnaðar í
100 ár. Bókina skráðu Gunnar Sigurðsson og Sigurjón
Friðriksson. Bóknin kostar 2000 kr. og er
til sölu hjá Búnaðarsambandi Austurlands,
Bókabúð Kaupfél. Vopnafjarðar, og hjá
Sigríði Bragadótturí s. 473-1458.
Stjórn
Bunaöarfelags
Vopnafjaröar