Austri


Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 27

Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 27
Jólin 1996 AUSTRI 27 þó fremur til skepnuhalds, þ.e. sel- stöðu. Útsýnið af klettinum er hið feg- ursta. Hefur ekki verið amalegt að vakna snemma á morgnana og líta yfir hina fögru sveit fyrir neðan, þegar sólin stafaði árnar og nesin iðjagræn í dalbotninum, fylgjast með þegar reykurinn á bæjunum byrjaði að liðast upp í loftið. Ekki laust við að maður öfundi Inginði af að hafa fengið að búa þarna.“ Þá datt mér einnig í hug, að tætt- urnar á Ingiríði væru af sauðahús- um, eins og víða voru byggð til fjalla á síðasta fjórðungi 19. aldar, en satt að segja líkjast þær ekki slík- um húsum, enda tæplega á það hættandi að hafa þau svo nálægt klettabrún, þar sem sauðina hefði getað hrakið fram af í norðanveðr- um. Þegar allt kemur til alls er ófull- komin selstaða því líklegasta skýr- ingin. Þarna hefur líklega verið hrófað upp hreysi til bráðabirgða, með sem minnstum tilkostnaði og sömuleiðis aðhaldi fyrir kvíaær, sem hafa verið mjólkaðar í selinu. Eins og fyrr var getið, er besta beitarlandið fyrir sauðfé í Hamborg einmitt þarna fyrir ofan brúnimar. Þangað hafa kvíaær verið reknar til beitar, að heiman og aftur heim tvisvar á sólarhring. Var augljóst hagræði að losna við slíkan rekstur með því að koma upp aðstöðu til að mjólka æmar þama uppfrá. Aðalbjörn E. Kjerúlf á Arnheiðar- stöðum, sem bjó með Eiríki föður sínum í Hamborg 1921-1945 og er Ingiríði verið miklu skýrari, veggir hærri o.s.frv. og þar hafi þá enn leg- ið nokkrar spýtur, líklega úr þaki hússins.Hann segist ekki hafa heyrt annað en að þama hafi verið sel og hefur það líka eftir Hóseasi gamla, en aldrei nefndi hann hvað þetta sel væri gamalt. Athugasemdir og skýringar 1) Mér er aðeins kunnugt um eina konu með þessu nafni í Fljótsdal: Ingiríði Guðmundsdóttur, f. 1877 í Vestur-Skaft. Hún mun hafa verið vinnukona á nokkrum bæjum í Fljótsdal um aldamótin 1900, en gifst síðan Hákoni Finnssyni, sem kenndi sig við Borgir í Nesjum. Kvenmannsnafnið Ingiríður hefur tíðkast á Islandi frá 11. öld, en mun aldrei hafa verið almennt á Austur- landi. 2) Á ámnum 1909-1921 bjó Hall- dór Stefánsson í Hamborg. Hann varð síðar alþingismaður Norðmýl- inga og mikilvirkur fræðimaður, gaf m.a. út ritsafnið Austurland í 5 bind- um á árunum 1947-1958 og ritaði langmest í það sjálfur. Hann byggði steinhúsið sem þama stendur (1912) og plantaði í lítinn trjálund, niðri við þjóðveginn og gleður lundurinn enn augu gesta og gangandi. 3) Páll þessi var bróðir Björgvins Guðmundssonar tónskálds. Þeir bræður fluttu ungir að árum til Kanada og átti Páll þar heima til æviloka. Ritaði hann bókina: Á fjalla- og dalaslóðum (Ak. 1964) og nokkrar tímaritagreinar. Móðir þeirra Rjúpnafellsbræðra var Anna Margrét Þorsteinsdóttir, Jónssonar, Klettahjallinn Ingiríður. Selið erystá klettinum til hœgri. nú eigandi Hamborgar, segir að í brekkunum (Höllunum), skammt fyrir ofan Ingríði, sé gömul fjárhús- tótt og stutt fyrir innan hana önnur smátótt, sem Hóseas Jónsson hafi kallað „Fjósið“ og sagt að hafi rúm- að tvær kýr. Þetta er stutt fyrir utan lítinn læk, sem rennur niður við innri enda Ingiríðarklettsins og er því mjög líklegur selstaður. Þar hef- ur hið foma „Bcssastaðascl" (Ham- borgarsel) líklega staðið, sbr. fyrr- greinda tilvitnun í ömefnaskrá, þar sem sagt er að selið sé „við Ingiríði“. Þessar tættur hefi ég ekki skoðað. Kannske hefur sel Eyjólfs Magn- ússonar líka verið þama, að hluta til, en að auki hafi hann byggt kofa til gistingar, ásamt rétt, á klettinum Ingiríði. Þar var nóg af nærtæku grjóti og hægt að spara vegghleðslu með því að nota stóra steina, enda kannske ekki ætlast til að þetta yrði varanleg selstaða. Ummæli Hóseas- ar benda til að kýr hafi líka verið hafðar í selinu. Hóseas kom í Ham- borg um 1880 og hefur því getað séð sel Eyjólfs, meðan það var uppistandandi. Aðalbjörn segir að í sínu ung- dæmi (um 1930) hafi rústirnar á Þorsteinssonar á Melum, sem Mela- ætt er talin frá. Hún var alin upp á Glúmsstöðum og því vel kunnug í Fljótsdal. Hefur hún eflaust kunnað kveðskap þennan og farið með hann fyrir syni sína. 4) í manntali 1860 er Eyjólfur Magnússon, 30 ára, kallaður „hús- maður“ í Hamborg. I bændatali 1872 er hann skráður bóndi í Ham- borg, 40 ára; 1884 horfinn þaðan. 5) Á merkjum Bessastaða og Bessastaðagerðis er klettakollur, sem Fálkaþúfa nefnist, á Heiðar- brún, en sagt er í ömefnaskrá Bessa- staða að hann hafi áður heitið Ytri- Ingiríður. Fyrri liður nafnsins Ingiríður (Ing-) er talinn vera Freys- heiti. Því er hugsanlegt að þessi ör- nefni tengist goðadýrkun á Bessa- stöðum, en skv. Austfirðingasögum var Bessi mikill blótmaður og átti hof eitt mikið, með goðalíkneskjum og þar á meðal af Frey. Fleiri ör- nefni vitna um Freysdýrkun austan- lands. Sú tilgáta hefur líka komið fram að örnefni, sem byrja á Ing- eða Ingólfs-, séu til vitnis um „til- einkun lands“ í upphafi byggðar á Islandi. | KYÍkmyndagetraun : Áhugi á kvikmyndum hefur stigmagnast sl. 100 ár. Fjöldi fólks veltir sér upp úr þessari listgrein af áfergju og veit ótrúlegustu hluti. Fyrir áhugamenn birtist hér lauflétt getraun um hreyfimyndir og er það von okkar að einhverjir geti stytt sér stundir við að leysa þessar léttu gátur. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, þrjár myndbandsspólur að eigin vali frá versluninni TÓNSPIL í Nes- kaupstað. Svör sendist til Austra fyrir 18. janúar. utanáskriftin er: Austri, Kvikmyndagetraun Tjarnarbraut 19 700 Egilsstaðir IKvikmyndin Independence Day sló öll að- . sóknarmet í sumar, enda mikið skotið og lít- ið talað. Hver leikstýrði þessari ágætu mynd? 2Leikfangasaga (Toy Story) var ekki síður • vinsæl, en eins og titillinn gefur til kynna voru leikföng þar í aðalhlutverkum: Margir þekktir leikarar Ijáðu þeim raddir sínar. Hvaða bandaríski leikari talaði fyrir aðra aðalpersón- una,Woody? 3Í feikifrægri kvikmynd frá 8. áratugnum • var aðalpersónan kölluð Don Corleone. Hvaða mynd er þetta og hver lék umrædda per- sónu? 4Hver lék hina ægifögru Sandy í Kvikmynd- • inni Grease? í hvaða kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar • léku Helgi Skúlason og Róbert Arnfinnsson fyllibyttur í eyðifirði? 6Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson fjallar • um mikilsvirt íslenskt tónskáld. Hvaða tón- skáld er það? 7Bruce Willis, Brad Pitt og Madeleine Stowe • léku í vísindatrylli sem frumsýndur var á síðasta ári og var myndin kennd við ákveðna dýrategund. Hvaða mynd var þetta og hver leik- stýrði? 8Persónan sem Samuel L. Jackson leikur í • kvikmyndinni Pulp Fiction vitnar af mikl- um eldmóði í Biblíuna, skömmu áður en hann fremur mikið ódæðisverk. Hvaða spámann vitn- ar hann í? 9Sex menn hafa leikið flagarann og njósnar- • ann geðþekka, James Bond. Nefnið fimm þeirra. Börn náttúrunnar, eftir Friðrik Þór • Friðriksson, er eina íslenska kvikmynd- in sem tilnefnd hefur verið til Oskarsverðlauna. Hún hlaut að vísu ekki þessi eftirsóttu verðlaun, en tónlistin úr myndinni hlaut hins vegar evr- ópsku Felixverðlaunin. Hver var höfundur tón- listarinnar? J Kristinn Beck fæddur 6. maí 1903 dáinn 3. desember 1996 Kveðja frá tengdasyni Hinsta ferðin hafin er hjá heiðursmanni snjöllum. Glaður þessa för hann fer fegnastur af öllum. Marga áðurfór hannferð flutti „mann og annan“ eignaðist við það vinamergð því vini í öllumfann hann. Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla - og nýárskveðjur. Milliferðafékkst hann við aðfegra hús og hœta. Hans var auðþekkt hand- hragðið á handverkinu mœta. Er segja tók hann sögurnar sálar léttist hyrði því kímnigáfa Kristins var kunn um allafirði. Um þrítugs aldur, að ég tel fór Inga að „gefa tóninn" í Valhöll hjuggu lengi vel þau valinkunnu hjónin. ég votta þeim í þessu hér þökk og virðing mína. þau gáfu auk alls annars mér einkadóttur sína. Allir þurfa sko á fastiirna! iMAFÓfyj, Egilsstöðum Með söknuði ég Kristin kveð en klukkur lífsins tifa. ég þakka að hafa honum með nœr hálfa öld mátt lifa. Blessuð veri minning Kristins Beck Sigurður Jónsson. VÉLAR& ÞJÉNUSTA hf ÓSEYR11A - SÍMI 461 4040 - FAX 461 4044 HEFUR KEYPT VARAHLUTAVERSLUN ÞÓRSHAMARS 0G 0PNAÐ HANA EFTIR FLUTNINGA í NÝJUM HÚSAKYNNUM AÐ OSEYRI 1A (VIÐ HLIÐINA Á NETTÓ) UNDIR KJÖR0RÐUNUM NÝIfí TÍMAfí - NÝJAfí ÁHEfíSLUfí VIÐ MUNUM KAPPKOSTA FYRSTA FL0KKS a* ÞJÓNUSTU VIÐ VIÐSKIPTAVINI 0KKAR JAFNT NÝJA SEM ELDRI Lokið 2. des. 1996. H. Hall.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.