Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Blaðsíða 14
Stefniimót að
óséðu
Smásaga eftir Peter Robins
Dyrnar voru enn opnar. Það var enn timi til þess að
skipta um vagn og snúa niðreftir. Niður i Austurstræti,
náttúrlega. Það var hans venjulegi vettvangur, adrenalín-
ið gaus upp við einbera tilhugsunina um Austurstræti.
Sumar eða vetur — breytti ekki nokkru — hann greindi
þá á tvöhundruð metra færi í engu skyggni. Og þó að
hann drægi svartapétur og fyndi engan þess virði að fá
hann með sér heim í bólið, þá var ekki hundrað í hætt-
unni — á morgun tæki betra við. Alla helgina í Vest-
mannaeyjum. Skilningsgóð konan sem leigir honum á
Brimhólabrautinni, og byrjað í bátunum fyrir ball. Og
hvers vegna þá að vera að streitast þetta í þessu líka
þorraveðri? Til hvers? Fyrir hvern? Níutíuogfimm
prósent líkur á að þetta reynist vera einhver auli með af-
litað hárið, skarð í vör, ekkert í kollinum og flatlús til
minja.
Dyrnar lokuðust einsog hikandi, og vagninn beygði
inn Miklubrautina. Hvernig gat nokkur viti borin mann-
eskja, var Þorsteinn að velta fyrir sér, látið hafa sig útí
þennan fíflaskap. Sjálfsagt mál að auglýsa eftir íbúð, og
bil kannski. En að auglýsa sjálfan sig, þó að það sé nafn-
laust og bara númer, sem karlmaður í leit að karlmanni?
Hann hafði leyft sér að fljóta áfram með straumnum, var
nú kominn i hóp þeirra sem eru farnir að örvænta,
úrkula vonar. Ævin entist ekki til þess að réttlæta þetta
fyrir sér. Það var á engan hátt hægt að breiða yfir sann-
leikann. Hann, Þorsteinn Steindórsson, var nú búinn að
setja sig á kjötmarkaðinn og var ekki hótinu öðruvísi en
þessi einmana skari sem leggur í leitina að sambandi
kvöld eftir kvöld eftir kvöld.
Það var léleg bragarbót að hann hafði strax afskrifað
þrjátíuogsjö svör af þessum fjörutíu sem hann fékk. Það
rigndi umslögum inn til hans, alls kyns furðufuglar og
uppgjafa vændisstrákar. Honum fannst furðulegt að
svona margir skyldu vera tilbúnir að stinga af sér ljós-
mynd, oftast tekin beint að framan og ekkert falið, oní
umslag og senda bara einhverjum sem auglýsir eftir ein-
hverju.
Það var létt að velja Gunnar fyrstan. Bréfið var stutt
og laggott. Það var ekkert uppskrúfað á þessari einu síðu
og hún var úr venjulegri skrifblokk. Iðnaðarmaður í
Breiðholti. Skreppur á völlinn og fær sér í glas við og við.
Við umhugsun fannst Þorsteini engin uppgerð í því að
hann sagðist hafa rekist á auglýsinguna í blaðabunka
fyrir framan dyrnar hjá grannanum. Sjáum til, hvort
hann er stundvís — eða hvort hann lætur sjá sig — hugs-
aði Þorsteinn með sér um leið og hann hélt út úr vagnin-
um. Klukkuna vantaði fjórar mínútur í átta, og Breið-
holtið var enn eins ömurlegt og þegar hann fór þangað í
líkamsrækt fyrir nokkrum árum. í tröppunni minnti
Þorsteinn sig á það, að það þarf að meta mjög gætilega
alla sem eru að bíða. Ef Gunnar reynist vera einsog ein-
hver pussa með litað hárið eða þá einsog fjöldafram-
leiddur í San Francisco, þá verður að sniðganga hann
einsog maður taki ekki eftir honum. Það kom sér vel að
sjoppan var opin, og þessi líka rigning.
Þrír voru þar. Sautján ára strákur með Labradorhund.
Það var langt síðan Þorsteinn komst á þá skoðun að
aðrir væru sér hæfari að taka að sér nýgræðing á tilfinn-
ingasviðinu. Ef Gunnar væri þessi unglingur, þá mætti
hann aldeilis bíða. Þessi dapurlegi í plastkápunni? Gat
þetta verið Gunnar, svona ámátlegur? Best að látast ekki
sjá hann, hugsaði Þorsteinn og beindi athyglinni að þeim
þriðja.
Hann stóð útvið gluggann, var kannski bara að bíða
eftir að drægi úr úrhellinu. En svo gat líka verið að hann
væri að biða að sjá hver kæmi á stefnumót að óséðu.
Þorsteinn skimaði útí rigninguna, lét sem hann hefði
skotist inn til þess að fá sér að reykja. Unglingurinn
hreyfði sig hvorki né leit upp. Maðurinn í plastkápunni
var kominn út að dyrum. Maðurinn við gluggann dró
sígarettu úr pakka og leit aftur út. Áreiðanlega sunnlend-
ingur, fannst Þorsteini. Sterklegir kjálkar, hraustlegt
litaraft, hátt enni og beint nef — þetta var ekkert frans-
arablóð að austan eða vestan. Líklega var hann að grána
heldur snemma, já það hlaut að vera, hann gat ekki verið
nema þrjátiuogtveggja, þriggja. Það sást votta fyrir
glampa í bláum augunum, og Þorsteinn fann að maður-
inn veitti honum það mikla athygli að ekki var hann al-
veg áhugalaus. Jæja, kvöldið verður þá kannski þess
virði að rennbleyta skóna. Hann færði sig að glugganum.
„Hæ. Ég heiti Þorsteinn.”
„Aha.”
„Og þú Gunnar, er það ekki?”
„Jú, það passar.”
Maðurinn hreyfði sig ekki. Ekkert handtak, en varirn-
ar, allur munnurinn, brosti.
„Jæjaþá,” Þorsteinn drap í sígarettunni á hælnum,
„hvað gerum við svo? Bíðum eftir að það læsi okkur hér
inni í kvöld?”
„Hverju stingurðu uppá?”
„Við erum nú á þínum heimaslóðum. Fást ekki sæmi-
legir hamborgarar hérna yfirfrá, nema þú eigir eitthvað
14