Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Blaðsíða 25
Hvað er að segja um sýninguna
sem þið vinnið að núna? Þið kallið
hana „Stilet og elefant.”
— Já, en hún er býsna ólík hin-
um. í þremur fyrstu sýningunum
vorum við fyrst og fremst að höfða
til homma. Svo kom skólasýningin,
en nú vendum við okkar kvæði í
kross og sýnum kannski meiri
hörku en áður. í stað þess að standa
á sviðinu og ræða eða sýna stöðu
okkar sem utangarðsmenn þá
ætlum við núna að nota þessa stöðu
okkar til að tala um hvað sem er.
Núna finnst okkur mikilvægt að
nýta það að við erum öðruvísi, við
ætlum að notfæra okkur utan-
garðsmennskuna til að gagnrýna og
ráðast á ríkjandi gildismat í sam-
félaginu. í verkinu lítum við á stöðu
okkar sem utangarðsmanna sem
styrkleika í stað veikleika og send-
um skeyti okkar til hægri og vinstri.
Stjúpsystur Öskubusku
— Umgjörðina sækjum við
annars í ævintýrið um Öskubusku
þar sem við förum í hlutverk stjúp-
systranna. Þegar hér er komið sögu
hefur Öskubuska fengið prinsinn
sinn og situr nú í flotta einbýlishús-
inu sínu í einu af fínu úthverfunum.
Auðvitað erum við stjúpsysturnar
öfundsjúkar, okkur langar líka í
prinsinn. En smám saman rennur
upp fyrir okkur að líkast til höfum
við ýmislegt sem Öskubusku skort-
ir. Eflaust hefur hún átt sína
drauma, en séð þann kost vænstan
að gleyma þeim þegar hún fann
prinsinn sinn, svo venjuleg og pen
sem hún ánnars er, blessunin. Auð-
vitað standa stjúpsysturnar veikt að
vígi, rétt eins og hommarnir. Þeir
eru jú stjúpbörn samfélagsins og fá
sömu meðferð og olnbogabörn
ævintýranna nema þeir taki málin í
sínar hendur og taki hver utan um
annan.
Hvað geturðu sagt við þá íslensku
homma sem kannski dreymir um að
gera eitthvað svipað og þið hafið
gert?
Það er mikilvægast að þið gerið
eitthvað í málunum og passið ykkur
á að kjafta ekki allt frumkvæði í
hel. Þið skuluð hittast í basisgrúppu
í heilan vetur, tala um það sem
ykkur langar til að koma á fram-
færi, reyna að impróvísera og vera
opnir fyrir hugmyndum hvers ann-
ars. Það er líka nauðsynlegt að ein-
hver í hópnum hafi reynslu af leik-
rænum spuna. Þið verðið líka að
kunna að hlusta hver á annan, allt
er þess virði að það sé prófað og
kannað. Það er ekki nauðsynlegt að
vera sammála um allt, en við fáum
aldrei mikilvægar hugmyndir og til-
finningar fram nema við séum
opnir og leitandi.
Að þroskast og breytast
Hvað geturðu svo sagt mér um
sjálfan þig, Gunnar? Hvar stendur
þú eftir þessi fjögur ár? Hefur leik-
hópurinn haft áhrif á þitt líf?
— Jú, ég er ekki frá því. Það var
einmitt um það bil sem fyrsta sýn-
ingin okkar komst á fjalirnar að ég
kom endanlega úr felum og sneri
baki við framapotinu í leikhús-
heiminum. Ég var þá einn af
þessum ,,ungu og upprennandi sem
svo miklar vonir voru bundnar
við”. Um sama leyti kynntist ég
Henrik sem er núna elskhugi minn
og það er kannski engin tilviljun að
samband okkar varð að veruleika á
þessum tíma. Ég hafði hreinlega
lært að segja hug minn og sýna til-
finningar. Leikhúsvinnan gerði í
upphafi miklar kröfur til mín
persónulega eins og ég lýsti fyrir þér
og ég finn fyrir þessari kröfu í hvert
skipti sem ég færi upp nýja sýningu
með ,,Den lette ende”. Og ég furða
mig á því að þetta skuli alltaf vera
jafn erfitt fyrir mig tilfinningalega.
Það sýnir kannski að ég er alltaf að
þroskast og breytast. En þó margt
hafi breyst í lífi mínu geri ég mér
ósköp vel grein fyrir sjálfskúgun
minni sem hommi, ég er svo sem
ekki laus við hana ennþá. En það er
gott að ég skuli koma auga á hana
og geta glímt við hana.
Þorvaldur Kristinsson
25