Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Blaðsíða 30
Opinber könnun á stöðu
lesbsa og homma á íslandi
Merkur áfangi náðist í réttindabaráttu okkar lesbía og homma
er Norðurlandaráð samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta 1.
mars sl. ályktun til ríkisstjórna landanna og norrænu ráð-
herranefndarinnar varðandi stöðu lesbía og homma á Norður-
löndum. Ályktunina fluttu 11 þingmenn frá Danmörku, Nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi, fyrir frumkvæði Norðurlandaráðs
lesbía og homma, sem Samtökin ’78 eiga aðild að.
í greinargerð flutningsmanna er
bent á það, að staða lesbía og
homma er ákaflega mismunandi á
hinum einstöku Norðurlöndum.
Bent er á þær aðgerðir sem átt hafa
sér stað í Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörk, og jafnframt vakin athygli á
því, að stjórnvöld á íslandi og í
Finnlandi hafa ekkert gert til þess
að tryggja full mannréttindi lesbía
og homma. Þá er vísað til þess, að
markmið með norrænni samvinnu á
sviði löggjafar sé það, að borgarar
Norðurlanda megi búa við sem lík-
asta löggjöf. Eftir Helsingfors-
samningum 1962 ber Norðurlanda-
þjóðunum að vinna að samræm-
ingu einkamála- og refsiréttar. Þá
segja flutningsmenn:
,,Við teljum að misrétti í garð
samkynhneigðra sé óviðunandi í
lýðræðislegu þjóðfélagi og brjóti í
bága við grundvallarreglur um
borgararéttindi. Við höfum komist
að raun um að enn eru viðhorf til
stöðu samkynhneigðra í samfélag-
inu ákaflega mismunandi milli
landanna. Við vekjum athygli á
ályktun Evrópuráðsins nr. 924 frá
1. október 1981, þar sem hvatt er til
þess að samkynhneigðir njóti sömu
réttinda og gagnkynhneigðir.“
Greinar ályktunarinnar eru tvær.
Önnur er til norrænu ráðherra-
nefndarinnar, að hún láti fara fram
könnun á stöðu lesbía og homma á
Norðurlöndum, hverju um sig, svo
og að hún leiti leiða til þess að
afnema löggjöf er felur í sér misrétti
gagnvart samkynhneigðum, og að
setja lög er tryggi jafnrétti lesbía og
homma og vörn þeirra gegn mis-
rétti. Hinni greininni er beint til rík-
isstjórna landanna, að þær vinni
saman að því innan stofnana
Sameinuðu þjóðanna og annars
staðar á alþjóðlegum vettvangi, að
tryggja vörn gegn misrétti gagnvart
samkynhneigðum.
Flutningsmenn eru: Danirnir
Bernhardt Tastesen (framsögumað-
ur) og Svend Jakobsen (báðir
sósíaldemókratar), Norðmennirnir
Gro Harlem Brundtland, Astrid
Murberg Martinsen (báðar úr
Verkamannaflokknum), Margrete
Auken (úr Sósíalska þjóðarflokkn-
um, Margit Hansen-Krone og Gun-
vor Schnitler (báðar úr Hægri-
flokknum), Svíarnir Lennart
Anderson og Grethe Lundblad
(bæði sósialdemókratar) og Finn-
arnir Terhi Nieminen-Mákynen (úr
Miðflokknum/Frjálslynda þjóðar-
flokknum) og Sten Söderström (úr
Kommúnistaflokknum).
Þegar unnið var að undirbúningi
ályktunarinnar áttu þessir íslenskir
þingmenn sæti í Norðurlandaráði:
Eiður Guðnason úr Alþýðuflokki,
Halldór Ásgrímsson og Páll Péturs-
son úr Framsóknarflokki, Pétur
Sigurðsson og Sverrir Hermannsson
úr Sjálfstæðisflokki, og Stefán
Jónsson úr Alþýðubandalagi.
Norðurlandaráð lesbía og homma,
NRH, gekkst fyrir kynningarfundi
um málefni þetta þegar nefndir
Norðurlandaráðs komu saman til
vinnufunda í Mariehamn á Álands-
eyjum í nóvember 1982. Samtökin
’78 rituðu öllum ofangreindum
íslenskum þingmönnum og
varamönnum þeirra boðsbréf til
fundarins, en Stefán Jónsson sótti
hann einn íslendinga. Þar upplýsti
hann aðra fundarmenn um það, að
á íslandi viðgengist ekkert misrétti
gagnvart samkynhneigðum, og að
hann þekkti meira að segja tvo
homma sem hefðu það bara ágætt.
Gangur tillögu til Norðurlanda-
ráðs er sá, að hana verður að leggja
fram fyrir þing, þingið vísar henni
til nefndar, nefndin leitar umsagna
og skilar áliti til næsta þings. Tillag-
an fór til meðferðar hjá dómsmála-
nefnd, en þar tók Friðjón Þórðar-
son sæti íslendinga á síðastliðnu
ári. Á íslandi var umsagna leitað
hjá dómsmálaráðuneytinu og Sam-
tökunum ’78. Dómsmálaráðuneytið
svaraði með því að upplýsa, að þar
væri unnið að endurskoðun skírlíf-
isbrotakafla hegningarlaga, og að
með henni hyrfi öll kyngreining úr
ákvæðum laganna. Samtökin ’78
skýrðu í umsögn sinni stöðu lesbía
og homma á íslandi, þar var gerð
grein fyrir lagalegu, menningarlegu
og félagslegu misrétti gagnvart
lesbíum og hommum á íslandi, svo
og einstökum nýlegum dæmum um
afstöðu stjórnvalda til málefna les-
bía og homma. Allir umsagnaraðil-
ar hvöttu til samþykktar tillögunn-
ar, ellegar tóku ekki afstöðu til
hennar, svo sem dómsmálaráðu-
neytið íslenska. Einungis ein um-
sögn barst þar sem tillagan var lýst
óþörf og latt til samþykkis. Það var
frá dómsmálaráðuneyti Dana, en
því ræður ,,kristilegur“ demókrati.
30