Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Blaðsíða 10
Út að „skemmta” sér
Meðlimir
í Samtökunum '78...”
Það vildi svo til að laugardagskvöldið 4. desember 1982 létum
við tveir verða af því að rölta niður í Óðal, svona rétt til þess
að fá smjörþefinn af stemmningunni í bænum. Stilltir og
prúðir eins og ævinlega tókum við því sem sjálfsögðum hlut að
mjakast heila klukkustund í biðröð, veðrið var ekki vont og
það voru engir uppáþrengjandi hetróar hið næsta okkur í
röðinni.
En viti menn, þegar við loksins
komum að dyrunum, þá hætta þær
alveg að opnast. Dyraverðir sem
höfðu staðið sig einsog herforingjar
að skipa biðraðarmönnum í
réttstöðu tók að snúast um sjálfa sig
i ráðaleysi. Fjötrarnir féllu ekki af
þeim fyrr en þeir áttuðu sig á því að
dyrnar höfðu verið opnaðar, fólk
gekk út og ég inn. Þá flugu þeir á
mig og felldu mig í tröppunum að
miðasölunni, og skelltu í lás á eftir
mér, svo að þeir sem á eftir mér
voru yrðu ekki vitni að fyrirgangin-
um.
Þarna varð stundarfjórðungs töf
að aðrir gestir kæmust inn, en í
þeim samræðum er urðu milli mín
og dyravarða kom fram að mér
væri óheimill aðgangur sökum þess
að það hefði verið ákveðið að
hleypa hommum ekki inn. Þess má
geta, að ég hafði ekki sótt þennan
stað reglulega og aldrei átt nokkur
samskipti við dyraverði þar, en
fáum dögum áður höfðum við
nokkrir félagar staðið með kröfu-
borða okkar á Austurvelli, það var
við Alþingishúsið 1. desember.
Næstu daga á eftir þekktu mig all-
margir af myndum með fréttum af
því.
,,Er yður kappsmál...?“
Strax á mánudagsmorgni hélt ég
suður í Kópavog með skriflega
kæru til rannsóknarlögreglunnar,
annars vegar bað ég um að fram-
ferði dyravarðanna gagnvart mér
yrði rannsakað, hins vegar ákvörð-
un fyrirtækisins að veita mér ekki
sömu þjónustu og öðrum vegna
þess að ég væri hommi. Svo sem
vant er sendi rannsóknarlögreglan
kæruna rétta boðleið til ríkissak-
sóknara til að bera undir það
embætti hvort ástæða væri til rann-
sóknar. Þá er 28 vikur voru liðnar
af meðgöngutíma málsins þykir mér
löngu orðið tímabært að frétta af
framgangi þess. í ljós kemur að
málið er enn hjá ríkissaksóknara,
og rannsókn því ekki hafin. Ég
hringi þangað, skýri frá því að ég
vilji vita hvernig rannsókn málsins
standi. Málið finnst ekki eftir dag-
setningunni, ekki eftir nafni staðar-
ins, ekki eftir nöfnum dyravarð-
anna, og ekki í möppum annarra
skemmtistaða. Ég er beðinn að
hringja næsta dag. Næsta dag
hringi ég og rifja upp erindið.
,,Já, ég gef þér samband við Þórð
Björnsson, gjörðu svo vel.“
Ég kynni erindið.
,,Já, ég man eftir þessu máli. Það
er hérna í skúffu hjá mér.“
Ég undrast það.
,,Er yður eitthvert kappsmál að
komast þarna inn?“
Ég bendi á að hér sé um prinsíp-
mál að ræða, mannréttindamál sem
þurfi að fá skorið úr um.
„Menn verða að halda aga á
stöðunum...“
Samtali okkar lauk í styttingi,
áreiðanlega hefur ekki hallast á að
hvorum um sig þótti hinn auðvirði-
legur.
Fáum dögum seinna erum við
báðir, ég og Helgi sem var með mér,
kallaðir hvor í sínu lagi, til að gefa
skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni,
ég sem kærandi, hann sem vitni.
Rannsóknarlögreglumaðurinn, sem
annaðist skýrslutökuna einn, kom
fram af fyllstu kurteisi, en heldur
þóttu okkur báðum spurningarnar,
sem hann hafði tilbúnar á blaði,
fordómafullar. Þær snerust fyrst og
fremst um klæðaburð og annan
slíkan hégóma. Dyraverðirnir þrír,
er ég hafði nafngreint í kærunni,
voru einnig kallaðir til skýrslugjaf-
ar, svo og eigandi staðarins.
Skýrslur þeirra voru bornar undir
mig og ég beðinn að gera athuga-
semdir við þær eftir þörfum. Að
lokinni þriggja tíma setu við
skýrslutökuna undirritaði ég skýrsl-
una, svo og rannsóknarlögreglu-
maðurinn og vitundarvottur sem
var sóttur í annað herbergi.
Þremur mánuðum seinna berst
mér bréf frá rannsóknarlögreglu-
10