Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Blaðsíða 26

Samtökin '78 - Úr felum - 01.06.1984, Blaðsíða 26
 Skilnaðurinn Smásaga eftir Böðvar Björnsson Þau eru ófá skiptin sem ég hef upplifað skilnað: sem betur fer oftast í gegnum kvikmyndir, skáldsögur, leikrit og ljóð. Þar hef ég orðið vitni að öllum tegundum skiln- aða: ástvinamissi, óumflýjanlegri skilnaðarstund elsk- enda, botnlausri angist barna við viðskilnað við foreldra, syninum að hleypa heimdraganum til að freista gæfunn- ar útí hinum stóra heimi. En þrátt fyrir allar þessar upplifanir mínar í heimi skáldskaparins, og þótt ég hafi í eigin lífi þurft að ganga í gegnum óumflýjanlegar skilnaðarstundir, þá skýtur alltaf frumstæðri mynd uppí huga minn þegar ég heyri orðið skilnaður. Þetta er væmin mynd af manni og konu að kveðjast á járnbrautarpalli. Hvaðan þessi mynd er komin og hvernig hún komst inní höfuð mitt er saga útaf fyrir sig: stutt saga og einföld sem lætur mig ósnortinn. Hinsvegar er sagan um það hvernig þessi hugsýn mín afhjúpar sig æ ofaní æ sem draumórakennt bull and- spænis eigin reynslu, þó nokkrum blaðsíðum lengri, ögn 26

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.