Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 2 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Vefverslun okkar er opin allan sólarhringinn. Það viðraði vel til vinnu við stækkun sjóvarnargarðsins við Eiðsgranda í gær. Til stendur að breikka varnargarðinn verulega eftir að stórar öldur þeyttu grjóti upp á land fyrir rúmum mánuði. Öldurnar rifu upp torfur og lenti ein aldan á hjólreiðamanni. Verður varnargarðurinn breikkaður um sex til átta metra frá JL-húsinu og að Seltjarnarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK UTANRÍKISMÁL Áætlað er að um 500 til 600 bandarískir og kanadískir hermenn verði staddir hér á landinu næstu vikurnar. Um er að ræða tvo hópa, annars vegar 250 manna hóp bandaríska f lughersins, sem kom til landsins í byrjun október vegna loftrýmis­ gæslu Atlantshafsbandalagsins og hins vegar 300 manna hóp kanad­ íska flughersins sem er hér á landi vegna kafbátaeftirlits. Ásgeir Erlendsson, upplýsinga­ fulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þessi mikli fjöldi hermanna á landinu stafi meðal annars af því að sóttvarnareglur eru strangari en almennt. Auk landamæraskimana fari allir í tveggja vikna vinnusóttkví. „Þeir fara einnig í fjórtán daga sóttkví í sínu heimalandi áður en þeir koma til landsins. Nú standa yfir áhafnaskipti. Af þeim sökum eru tvöfaldar áhafnir á staðnum tímabundið, en skiptin taka þrjár til fjórar vikur vegna farsóttarinnar og krafna um sóttkví liðsmanna,“ segir Ásgeir. Engin tengsl eru á milli þessara tveggja verkefna og segir Ásgeir að það sé tilviljun að þau hafi komið til framkvæmda á sama tíma. „Áhafnaskiptin taka óvenjulangan tíma að þessu sinni vegna kóróna­ veirufaraldursins en venjulega taka þau nokkra daga.“ Strangari ráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu erlends liðsafla en almennt hefur gilt um ferða­ menn sem koma til landsins. Þeir liðsmenn sem lokið hafa sóttkví, skimunum og uppfyllt reglur við­ komandi ríkja, hafa heimild til að ferðast utan öryggissvæðis. – uö Stór hópur til landsins Áætlað er að um 500 til 600 bandarískir og kanadískir hermenn verði staddir hér á landinu næstu vikurnar. Áhafnaskipti taka nú lengri tíma en venjulega. DÓM SM ÁL Mannréttindadóm­ stóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál Ingólfs Helgasonar og Bjarkar Þórarinsdóttur til efnislegrar með­ ferðar. Þau voru bæði sakfelld í Hæstarétti árið 2016. Ingólfur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Björku var ekki gerð sér­ stök refsing. Um er að ræða stærsta saka­ málið tengt hruninu. Níu fyrr­ verandi starfsmenn bankans voru ákærðir fyrir að hafa haft ólögmæt áhrif á verð hlutabréfa í bank­ anum frá haustinu 2007 og fram að falli bankans, með bæði kerfis­ bundnum og stórfelldum kaupum á bréfum í bankanum. Dómstóllinn hefur þegar fjallað um Al­Thani mál Kaupþingsmanna og komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að þeir hefðu ekki notið réttlátrar máls­ meðferðar. – aá / sjá síðu 6 MDE tekur fyrir stærsta hrunmálið REYK JAVÍK Eigið fé samstæðu­ reiknings Reykjavíkurborgar er hugsanlega ofmetið um tugi millj­ arða króna, ef marka má álit reikn­ ingsskila­ og upplýsinganefndar sveitarfélaga um hvernig taka eigi reikningsskil félaga í eigu sveitar­ félaga inn í samstæðureikning. Einar S. Hálfdánarson, lögmaður og löggiltur endurskoðandi, sendi erindið inn til nefndarinnar. Nefndin telur að eignir Félagsbú­ staða eigi ekki að vera færðar á gangverði inn í samstæðureikning borgarinnar. – thg / sjá síðu 4 Eigið fé gæti verið ofmetið um milljarða Áhafnaskiptin taka óvenjulangan tíma að þessu sinni vegna kóróna­ veirufaraldursins en venju­ lega taka þau nokkra daga. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafull- trúi Landhelgisgæslunnar Einar S. Hálfdánarson, lögmaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.