Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 12
Við gerum ekki ráð fyrir að margir hluthafar muni nýta sér tilboðið. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Framboð á skrifstofu-húsnæði gæti aukist um 71 þúsund fermetra á næstu þremur eða f jór u m á r u m, sa m-kvæmt skýrslu ráðgjaf- arstofunnar Reykjavík Economics sem var unnin fyrir hagfræðideild Landsbankans. Lagt var mat á það hversu mörg uppbyggingarverkefni væru í pípunum. „Að öllu óbreyttu verður nægt framboð á skrifstofuhúsnæði á næstu árum,“ segir í greiningu hag- fræðideildarinnar. Aukningu framboðs má meðal annars rekja til f lutninga skrifstofu Alþingis í nýtt húsnæði og Lands- bankans sem stendur að uppbygg- ingu á nýjum höfuðstöðvum við Austurhöfn. Mikil uppbygging og tilf lutningar munu auka fram- boð skrifstofuhúsnæðis í miðborg Reykjavíkur um 30 þúsund fer- metra, að mati skýrsluhöfundar. Alls voru 1,3 milljónir fermetra lagðir undir skrifstofustörf á Íslandi og reiknast hagfræðideild Lands- bankans til að skráðu fasteigna- félögin, það er Eik, Reginn og Reitir, eigi á bilinu 440 til 460 þúsund fer- metra. Fram kemur í fyrrnefndri skýrslu Reykjavík Economics að ef horft er á landið í heild sinni, geti 71 þúsund fermetrar af skrifstofu- húsnæði komið inn á markaðinn á næstu þremur til fjórum árum. Full nýting á öllum þessum fermetrum samsvari 4.700 störfum. Þá kemur einnig fram að 12 prósent skrif- stofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæð- inu, alls 120 þúsund fermetrar, hafi verið sett á sölu eða leigu. Hins vegar höfðu einungis 4 pró- sent af verslunarhúsnæði verið sett á sölu eða leigu samkvæmt skýrslunni. Á landinu öllu eru verslunarfermetrar rúmlega 1,5 milljón talsins og þar af eiga skráðu fasteignafélögin á bilinu 320 til 340 þúsund fermetra. Skýrsluhöfundur telur að um 73 þúsund verslunarfer- metrar séu í pípunum. Verðvísitala atvinnuhúsnæðis hefur á síðustu tólf mánuðum lækkað að raunvirði um rúmlega 21 prósent eftir að hafa náð hágildi á öðrum ársfjórðungi 2019. Grein- endur bankans benda á að verð- vísitala atvinnuhúsnæðis gefi vís- bendingar um verðþróun, en sé ekki nákvæmur mælikvarði. Dræm eftir- spurn og veruleg aukning framboðs getur dregið verðið enn meira niður á næsta ári. Mikið framboð fermetra gæti flætt inn á dauflegan markað Framboð skrifstofuhúsnæðis gæti aukist um 71 þúsund fermetra á næstu 3-4 árum samkvæmt nýlegri skýrslu. Um 12 prósent af þeim fermetrum sem eru nú þegar til staðar eru á sölu- eða leiguskrá. Dræm eftirspurn og aukið framboð gætu litað uppgjör fasteignafélaga að einhverju leyti á næstu fjórðungum. Landsbankinn nýtir 10 þúsund fermetra í nýju byggingunni en selur um 6.500 fermetra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við teljum að neikvæðar virðis- breytingar á fjárfestingaeignum geti að einhverju leyti litað niðurstöður fasteignafélaganna á næstu fjórð- ungum, þótt stórbrotnar breytingar séu ólíklegar,“ segir í greiningunni. Athygli vekur að markaðsverð fasteignafélaganna er mun lægra en bókfært virði eigin fjár (e. price to book). Hlutfallið er lítillega hærra en 0,5. Greinendur Landsbankans segja að í ljósi þess að fasteignirnar séu bókfærðar á markaðsvirði, sé djúp gjá á milli væntinga hluta- bréfamarkaðarins um framtíð atvinnuhúsnæðismarkaðarins og stjórnenda fyrirtækjanna. Þá vísa greinendur til ritsins Fjár- málastöðugleika, sem var gefið út af Seðlabanka Íslands síðla september, en þar kom fram að mikið af hótel- og gistirýmum væri enn í byggingu víða um land. Rúmlega 42 þúsund fermetrar gistirýmis voru til dæmis í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í júlí, sem jafngildir um 16 pró- sentum af því gistirými sem þegar er þar til staðar. Á fyrri helmingi ársins færðu félögin niður virði fjárfestingar- eigna sinna um tæpa 3 milljarða króna sem nemur um 0,8 prósent- um af heildarverðmæti eignanna í byrjun ársins. Virðislækkunin hefur að langmestu leyti tengst hótelum. „Dragist viðspyrnan á langinn gætu neikvæð áhrif færst út til f leiri teg- unda atvinnuhúsnæðis og frekari virðislækkanir átt sér stað,“ sagði í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Þá var bent á að enn hefði ekki mælst mikil lækkun á ávöxtun fjár- festingareigna sem var 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Félögin hafa leitast við að standa vörð um lausafjárstöðu sína, meðal annars með frestun greiðslna af lánum, ný jum skuldabréfaút- gáfum og útgáfu nýs hlutafjár. thorsteinn@frettabladid.is ✿ Verslunar- og skrifstofuhúsnæði í byggingu % af heildarmarkaði 25,5% 20,0% 17,5% 15,0% 12,5% 10,0% 7,5% 5,0% 2,5% 0,0% 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 ✿ Gistihúsnæði í byggingu % af heildarmarkaði 15,0% 12,5% 10,0% 7,5% 5,0% 2,5% 0,0% 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 HEIMILD: SEÐLABANKI ÍSLANDSHEIMILD: SEÐLABANKI ÍSLANDS Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist ekki gera ráð fyrir því að margir hluthafar Eimskips muni selja hlut sinn, í yfirtökutilboði sem berast mun í skipafélagið. Sam- herji Holding, sem er tengt sam- nefndri útgerð, mun leggja fram yfirtökutilboðið. Hann segir að ekki sé stefnt að því að skrá félagið úr Kauphöll. Samherji Holding jók hlut sinn í Eimskip í 30,3 prósent í gær, úr 27,4 prósentum. Við það myndaðist yfirtökuskylda. Hún skapast þegar hluthafi eignast meira en 30 pró- sent í skráðu fyrirtæki á Aðallista Kauphallarinnar. Þorsteinn Már segir að stærstu hluthafar skipafélagsins hafi ekki verið spurðir um afstöðu til yfir- tökutilboðsins. „Nei, í raun ekki. Það hefur sýnt sig að það er áhugi á félaginu. Við gerum ekki ráð fyrir að margir hluthafar muni nýta sér tilboðið,“ segir hann í sam- tali við Markaðinn. Lífeyrissjóðir fara saman með rúmlega helming hlutafjár. Hann segir að ástæða yfirtöku- tilboðsins sé tvíþætt. Annars vegar hafi vakað fyrir stjórnendum Sam- herja Holding að „ljúka þessu“ er varði 30 prósenta mörkin. Ekki sé ólíklegt að hlutafé skipafélags- ins verði lækkað innan tíðar, en Eimskip eigi umtalsvert af eigin bréfum, og við það myndi eignar- hlutur Samherja Holding fara yfir 30 prósent. Fram kemur á hluthafa- lista að Eimskip er áttundi stærsti hluthafi skipafélagsins með 3,3 prósenta hlut. Hins vegar hafi Samherji Hold- ing farið yfir 30 prósenta mörkin í mars, rifjar Þorsteinn upp, og því gert yfirtökutilboð í Eimskip, en með það í huga að skipafélagið yrði áfram skráð í Kauphöll. Horfið var frá þeim áformum vegna óvissu sem COVID-19 leiddi af sér. „Við vildum klára vegferðina sem hófst í mars,“ segir Þorsteinn Már. Fram hefur komið í fréttum að hinn 10. mars hafi Samherji Holding aukið hlut sinn um þrjú prósent í Eimskip og við það fór eignarhluturinn yfir 30 prósent. Samherji Holding óskaði síðan eftir undanþágu frá tilboðsskyldu, vegna þeirrar óvissu sem COVID-19 hafði á efnahagslífið á þeim tíma. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding slíka und- anþágu hinn 31. mars síðastliðinn og seldi Samherji Holding hluta- bréf í Eimskip samdægurs, þannig að hlutafjáreign félagsins í Eimskip fór niður fyrir 30 prósent. Verðið í yfirtökutilboðinu nú miðast við gengið í gær, en ekki 10. mars. Frá þeim tíma og fram á þriðjudag hafa hlutabréf Eimskips hækkað um 24 prósent. Til viðbót- ar hækkuðu bréfin um níu prósent í gær. Það sem af er ári hafa hluta- bréfin lækkað um tólf prósent. Fram kemur í tilkynningu frá Samherja að kaupin á hlutabréfum í Eimskip endurspegli þá trú sem stjórnendur Samherja Holding hafi á rekstri skipafélagsins. – hvj Ekki kannað afstöðu stórra hluthafa Eimskips til tilboðsins  Peningastefnunefnd Seðla-banka Íslands taldi á fundi sínum fyrr í þessum mánuði ekki vera ástæðu til „umfangsmikill- ar [magnbundinnar] íhlutunar þar sem framboð á ríkisbréfum hefði ekki aukist til muna og verðmynd- un og virkni markaða verið eðlileg. Nefndarmenn voru sammála um að þótt langtímaávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hefði þokast upp að undanförnu væri ekki til- efni til kröftugri viðbragða að sinni.“ Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem var birt í gær en þar segir einnig að allir nefndar- menn hafi verið þeirrar skoðunar að halda ætti meginvöxtum bank- ans óbreyttum í einu prósenti. Frá því í lok ágúst hafa vextir á tíu ára ríkisskuldabréfum hækkað um liðlega 0,5 prósent – úr 2,6 pró- sentum í 3,1 prósent – og eru nú komnir á svipaðar slóðir og í mars þegar stýrivextir Seðlabankans voru 2,25 prósent. Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri skuldabréfa hjá Kviku eignastýringu, sagði í sam- tali við Markaðinn í síðustu viku að skilaboðin sem markaðurinn væri líklega að senda væru „að Seðlabankinn þurfi að byrja að tala minna um magnbundna íhlutun [kaup á ríkisskuldabréfum] og þess í stað að framkvæma meira.“ Seðlabankinn boðaði kaup á ríkisskuldabréfum fyrir allt að 150 milljarða í mars, en frá þeim tíma hefur hann hins vegar aðeins keypt ríkisbréf fyrir um 900 milljónir. Í fundargerð peningastefnu- nefndarinnar, sem kom saman dagana 5. og 6. október, segir að það sé mat hennar að líklega væri raungengi krónunnar lægra en jafnvægisraungengið um þessar mundir. Því væri mikilvægt að Seðlabankinn héldi áfram inn- gripum á gjaldeyrismarkaði til að stemma stigu við veikingu á gengi krónunnar. Taldi nefndin að reglu- bundin sala bankans á gjaldeyri við opnun markaða, sem hófst um miðjan september, hafi aukið dýpt og bætt verðmyndun. „Taldi nefnd- in að þessar aðgerðir hefðu átt þátt í að gengi krónunnar hélst nokkuð stöðugt milli funda,“ segir í fundar- gerðinni. – hae Ekki tilefni til kröftugri viðbragða  Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. MARKAÐURINN 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.