Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 29
Það er kaldranaleg staðreynd að í þjóðfélagi okkar er langveikt fólk sem á ekki annan kost en
að búa inni á öðrum, kemst ekki úr
foreldrahúsum, býr í bílnum sínum
eða jafnvel í tjaldi. Birtingarmynd
þess að fátækt er nánast óhjákvæmi-
legur fylgifiskur örorku. Möguleikar
örorkulífeyrisþega til þess að eignast
sitt eigið húsnæði hafa verið mjög
takmarkaðir. Samkvæmt könnun
sem ÍLS gerði árið 2018 eru um 75%
launþega í eigin húsnæði og 96% eft-
irlaunaþega en aðeins 40% öryrkja.
Mótun húsnæðisstefnu
í kjölfar Lífskjarasamninga
Það var fagnaðarefni þegar verka-
lýðshreyfingunni var boðið að taka
þátt í mótun húsnæðisstefnu ríkis-
stjórnarinnar við gerð Lífskjara-
samninganna vorið 2019. Öryrkja-
bandalagið hefði þó einnig átt að
koma að ráðagerðinni, enda ekki
aðeins markmiðið að bregðast við
vanda ungs fólks, heldur einnig
tekjulágra. Þar telja öryrkjar í eða
án atvinnu hátt í 20 þúsund manns.
Á Íslandi er rík hefð fyrir því að
fólk eigi sitt húsnæði sjálft. Hugsan-
lega má rekja það aftur til aldamót-
anna 1900 þar sem konur og fólk
í fátækt höfðu ekki kosningarétt.
Aðeins þeir sem áttu eitthvað undir
sér. Það var því hugsanlega hluti af
lýðræðisvitund verkalýðsins, að
koma hér upp verkamannabústaða-
kerfi þar sem fólk gat eignast hús-
næði á viðráðanlegum kjörum. Við
vorum ólánsöm að leggja það kerfi
af og síðan hafa verið gerðar ýmsar
mistækar tilraunir til að auðvelda
efnalitlu fólki að eignast húsnæði.
Hlutdeildarlán
– ekki fyrir öryrkja
Í vor lagði félags- og barnamála-
ráðherra fram frumvarp um svo-
kölluð hlutdeildarlán. Lánin eiga að
aðstoða ungt og tekjulágt fólk við að
brúa eiginfjárkröfu við íbúðarkaup
og eru lánuð á 2. veðrétti vaxta-
laust á eftir hefðbundnum íbúða-
lánum. Öryrkjabandalagið sendi
inn umsögn um frumvarpið og
lagði þar meðal annars til rýmkun
á lánstímanum svo líklegra væri að
örorkulífeyrisþegar réðu við afborg-
anir og kæmust í gegnum greiðslu-
mat. En ríkisstjórnin ákvað að fara
aðra leið og stytti lánstímann úr 25
árum í 10 með heimild um undan-
þágu til framlengingar 5 ár í senn.
Þetta gagnrýndi ÖBÍ með vísan í
Samning Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks sem Ísland
er aðili að. Þar segir að „aðildar-
ríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks
til félagslegrar verndar og til þess
að njóta þess réttar án mismununar
vegna fötlunar... og skulu gera við-
eigandi ráðstafanir til að stuðla að
því m.a. með því að tryggja fötluðu
fólki aðgang að húsnæðiskerfi hins
opinbera.“
Þá er þetta undanþáguákvæði
um framlengingu 5 ár í senn að því
tilskildu að lántaki sæki námskeið í
fjármálalæsi umhugsunarvert, enda
slík krafa óþekkt. Þá er einnig komið
fram við lántakendur eins og leigj-
endur en ekki kaupendur húsnæðis
í ljósi þess að vera meinað að fram-
leigja húsnæði sitt.
Annað skilyrði er að aðeins er
lánað á höfuðborgarsvæðinu fyrir
nýbyggingum. Þetta þykir okkur
miður enda eldra húsnæði jafnan
ódýrara og mun eðlilegri kostur
sem fyrsta eign. Auk þess takmarkar
þetta möguleika fólks til að velja sér
hverfi til búsetu og til að halda sig
við tiltekið skólahverfi. Með þessu
er beinlínis verið að úthýsa fötluðu
fólki af ákveðnum svæðum borgar-
innar.
Þá er það skilyrðið sem snýr að því
að húsnæðið sé af hagkvæmri stærð
og gerð en HMS er gert að meta hvort
íbúð uppfylli þetta skilyrði. Þetta er
afar óljóst en hreyfihamlaðir þurfa
meira rými vegna hjálpartækja
og stærri salerni, jafnvel auka her-
bergi fyrir NPA-starfsmenn. Þess
utan er ekki stafkrókur í lögunum
um algilda hönnun en slík hönnun
táknar hindrunarlaust umhverfi
fyrir einstaklinga með fötlun.
Í lögunum er tekið fram að eigi
umsækjandi meira en 5% eigið fé
komi það til lækkunar á hlutdeild-
arláni. Í umsögn ÖBÍ er bent á að fatl-
að fólk getur verið í þeirri stöðu að
hafa eftir slys fengið skaðabætur sem
eiga að endast þeim út ævina. Sumir
þurfa einnig að eiga dýra sérútbúna
bíla og gætu átt sjóð til slíkra kaupa
eða hreinlega viljað eiga varasjóð.
Því verður að tryggja að slíkt komi
ekki til lækkunar lánsins.
Fyrstu kemur fyrstur fær
Það er sorgleg staða að ríkið skuli
setja kvóta á lántökuna á þann hátt
að fólki geti verið synjað um lán
þrátt fyrir að uppfylla öll skilyrði.
Getur það virkilega staðist jafn-
ræðisreglur og lög?
Þá vekur það furðu að þarna eru
tilgreindir mögulegir samningar
byggingaverktaka við HMS án ítar-
legra útskýringa.
Öryrkjabandalagið harmar að
ríkisstjórnin hafi hvorki ráðfært
sig við það í upphafi, né hlustað á
athugasemdir þess við frumvarpið.
Örorkulífeyrisþegar verða að hafa
möguleika á að nýta sér lánskost
sem þennan. Til þess að það sé
raunveruleikinn verður að hækka
örorkulífeyri og draga úr skerð-
ingum. Fatlað fólk verður að búa
við það öryggi að geta átt eigið hús-
næði, eins og aðrir en ekki treysta
eingöngu á erfiðan leigumarkað.
Þá verða að vera í boði húsnæðis-
lán sem taka tillit til framfærslu-
möguleika fatlaðs fólks, mögulegra
eigna, skaðabóta og annarra þarfa.
Við bíðum nú þeirra úrbóta.
Örorkulífeyrisþegar með
lífstíðardóm á leigumarkaði
Ein alvarlegasta vanræksla stjórnvalda gagnvart eldri borgurum er skortur á dvalar-
og hjúkrunarrýmum. Þegar talað
er um langa biðlista, grátandi afa
og ömmur sem eru f lutt hreppa-
f lutningum langt frá eigin fjöl-
skyldum og yfirfulla spítala af fólki
sem er of veikt til að vera heima
við, er mikilvægt að hafa í huga
að ástandið er svona vegna stefnu
stjórnvalda. Margar ríkisstjórnir
hafa komið og farið án þess að for-
gangsraða þessu máli, þrátt fyrir
fulla vitneskju um þjáningar þús-
unda veikra eldri borgara.
Meðalbiðtími eftir hjúkrunar-
rými árið 2019 var 132 dagar! Búa
þarf til ramma sem kemur í veg
fyrir þetta. Flokkur fólksins hefur
lagt fram þingsályktun þar sem
ríki og sveitarfélögum er skylt
að útvega öldruðum dvalar- eða
hjúkrunarrými eigi síðar en 60
dögum eftir að niðurstöður mats
um að viðkomandi eigi rétt á slíku
úrræði liggja fyrir. Einnig segir
ályktunin að öldruðum einstakl-
ingum sem dvalist hafa lengur en
10 daga á sjúkrahúsi án sérstakrar
meðferðar verði strax útvegað
pláss í dvalar- eða hjúkrunarrými.
Þessi þingsályktun hefur marg-
oft verið svæfð í fastanefnd þings-
ins og hefur ekki verið hleypt
áfram til atkvæðagreiðslu. Sam-
kvæmt umsögn sem málið fékk
frá Embætti landlæknis er helsta
áhyggjuefni þeirra eftirfarandi:
„Ljóst er að eins og staðan er í dag
er engan veginn hægt að tryggja
að öldruðum með gilt færni- og
heilsumat sé úthlutað dvalar- eða
hjúkrunarrými innan 60 daga.“
Það er ekkert annað en hneyksli
þegar 60 daga bið eftir þessari
grunnheilbrigðisþjónustu er talin
of róttæk tillaga til að vera tekin
alvarlega. Í raun á þessi tími að vera
mun styttri.
Eldra fólki fjölgar hratt vegna
hærri lífaldurs og vandinn vex
stöðugt. Tíminn til að kippa þessu
í lag er núna. Það hlýtur að vera
hagsmunamál allra landsmanna
að koma í veg fyrir stjórnarstefnu
sem stuðlar að kvíða og vanlíðan.
Stjórnvöldum ber skylda til að
veita öldruðum áhyggjulaust ævi-
kvöld.
Vanræksla
við eldri borgara
Sigurjón
Arnórsson
framkvæmda-
stjóri Flokks
fólksins
Ástæða er til að fagna þeirri áherslu sem kemur fram í grein Lilju Daggar Alfreðs-
dóttur menntamálaráðherra í
Morgunblaðinu þann 5. október
síðastliðinn, sem ber yfirskrift-
ina: „Góður kennari gerir krafta-
verk“. Þar er réttilega lögð áhersla
á mikilvægi kennarastarfsins og
tek ég heils hugar undir það, svo
stór þáttur sem skólinn, frá leik-
skóla til háskóla, er orðinn í lífi
ungs fólks.
Lestrarvandi
og rafrænar lausnir
En ekki löngu áður var rétt einu
sinni vakið máls í f jölmiðlum
á einu stærsta áhyggjuefninu í
menntamálum þjóðarinnar: stöðu
barna í lestri, þau lesi og skrifi
minna en áður. Sagt er að um 30%
barna ljúki nú grunnskóla án full-
nægjandi lestrarfærni. Í nýlegri
frétt í Ríkisútvarpinu var haft
eftir Guðbjörgu Rut Þórisdóttur
læsisfræðingi, að þetta megi meðal
annars rekja til aukinnar notkunar
snjalltækja á ensku. Að f lestu leyti
voru viðbrögð álitsgjafa við þessari
frétt með svipuðum hætti og verið
hafa að undanförnu, að kalla eftir
meiri rafrænum lausnum, og ekki
er ástæða til að draga úr mikilvægi
þeirra.
Nýjar kynslóðir eru ekki verr
gefnar en þær eldri, en þær fá ekki
rétta örvun. Bent er á að það þurfi
að tala meira við börnin og að þau
vanti lesefni (þótt bókasöfn séu
full af bókum og stórir haugar
þess sem einu sinni voru kölluð
verðmæt bókasöfn séu nú f luttir
á öskuhauga). En Guðbjörg Rut
vakti athygli á vandamáli sem oft
er nokkuð fimlega skautað framhjá
í umræðunni:
„Ábyrgðin virðist hvergi liggja“
Þannig hljóðar undirfyrirsögn
RÚV í fréttinni á vefnum þann 3.
september, sem áður var vitnað
til. Og haft er eftir Guðbjörgu,
að það „sé kerfislægur vandi í
íslensku skólakerfi því ábyrgðin
á að laga stöðuna virðist hvergi
liggja. Menntamálastofnun geri
ytra mat á skólum og í framhaldi
af því sé gerð umbótaáætlun. Það
sé hins vegar ekki svigrúm til
þess að fylgja því eftir og enginn
ábyrgur fyrir því að skoða hvort
umbótum hafi verið hrundið í
framkvæmd þannig að skóla-
kerfið lagist.“
Með vísun til kraftaverka-
ma nna nna, kenna ra nna, er
eðlilegt að spurt sé hvort kenn-
arar landsins ráði við það verk-
efni sem þeim er ætlað, einir og
óstuddir. Ég hef áður bent á mikil-
vægi menntunar og rannsókna í
íslenskum fræðum, og þörfina á
því að undirbúa íslenskukenn-
ara og aðra móðurmálskennara
vel undir þeirra störf. Þá á ég
ekki við að þeir séu settir í það að
læra sem f lest beygingardæmi og
ummyndanir, eða skilja sem best
eðli myndhvarfa.
Fleira þarf til. Að mínu mati
þurfa kennarar að hafa glöggan
skilning á þeim málfélagslegu
aðstæðum sem hér ríkja um
þessar mundir. Þessar aðstæður
eru f lóknar og skilningur á þeim
virðist takmarkaður þar sem ég
þekki til í menntakerfinu, allt til
efsta stigs. Huga þarf heildstætt
að inntaki og skipulagi allrar
móðurmálskennslu og menntun
kennara á því sviði.
Háskólar landsins hafa verk
að vinna. Huga þarf að inntaki,
aðferðum og markmiðum móður-
málskennslu og íslenskukennslu,
sem ekki er endilega sami hlutur-
inn, eins og einu sinni var talið að
gilti hér á landi.
Kennarar og kraftaverk
Kristján
Árnason
prófessor
emeritus og
fyrrverandi for-
maður Íslenskr-
ar málnefndar
Að börn njóti sömu tæki-færa óháð uppruna er ein a f st ær st u á skor u nu m
nútímans. Ísland er að mörgu leyti
ungt fjölmenningarsamfélag og er
brýn þörf á því að skapa hér sam-
félag með jöfnum tækifærum og
stuðla að aukinni samfélagsþátttöku
barna og fullorðinna af erlendum
uppruna. Í þessu samhengi er tungu-
málið okkar lykilatriði. Börnum
með annað móðurmál en íslensku
fjölgar í skólakerfinu en árið 2019
voru 5.343 grunnskólanemendur á
Íslandi skráðir með erlent móður-
mál en árið 2009 voru þeir 2.314
(Hagstofa Íslands). Það ætti því að
vera í brennidepli hjá sveitarfélögum
að styrkja íslenskukunnáttu þessa
hóps á sama tíma og fjölbreyttum
uppruna hans er fagnað.
Í vor kynntist ég samtökunum
Tungumálatöfrar og í kjölfarið
vann ég fyrir þau rannsókn styrkta
af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Tu ng u má latöf r a r st a nd a að
íslenskunámskeiðum á Ísafirði fyrir
tví- og fjöltyngd börn og kemur þar
saman fjölbreyttur hópur sem lærir
íslensku með listsköpun og leik.
Án þess að fara djúpt í saumana á
niðurstöðunum ætla ég þó að deila
nokkrum áhugaverðum atriðum.
Meðal spurninga sem ég velti
fyrir mér yfir sumarið voru hvaða
börn það eru sem sækja námskeið
Tungumálatöfra og hvað þau fá út úr
því. Í lok sumars skilgreindi ég þrjá
helstu hópa þeirra barna sem komu
á námskeiðin. Í fyrsta hópnum eru
börn búsett á Íslandi sem eiga for-
eldra af erlendum uppruna. Misjafnt
er hvort annað eða bæði foreldri
komu að utan. Í öðrum hópnum eru
börn búsett erlendis sem eiga rætur
að rekja til Íslands. Í þeim þriðja eru
börn af íslenskum uppruna búsett á
Íslandi.
Fyrsti og annar hópurinn áttu
það sameiginlegt að börnin styrktu
íslenskukunnáttu sína. Auk þess
nefndu foreldrar þeirra ítrekað
að þau tækju eftir auknu sjálfs-
trausti hjá börnum sínum og meiri
ánægju þeirra við að nota tungu-
málið í daglegu lífi. Ástæður þessa
má bæði finna í kennsluaðferðum
og jákvæðu viðmóti kennara nám-
skeiðanna en áhersla er lögð á að
íslenska er nákvæmlega eins og við
tölum hana sjálf, ein útgáfa er ekki
réttari en önnur. Það er í lagi að fall-
beygja vitlaust og það er í lagi að tala
með hreim, íslenska er nefnilega
alls konar. Foreldrar barna í fyrsta
hópnum nefndu einnig jákvæðar
afleiðingar þess að börn þeirra ættu
aðra tvítyngda vini í von um að það
myndi hvetja þau til þess að rækta
móðurmálið sitt á sama tíma og
íslenskan er efld.
Þriðji hópurinn var sá fámenn-
asti en aðeins 20% þátttakenda áttu
íslenska foreldra sem voru búsettir
á Íslandi. Á sama tíma og þau voru
öflugar málfyrirmyndir fyrir félaga
sína var ávinningur þessara barna
allra helst samfélagslegur. Þau upp-
skáru vináttu með börnum af öðru
þjóðerni og fengu að kynnast örlítið
hinum tungumálunum sem vinir
þeirra töluðu. Fræi fjölmenningar
var sáð sem ég er viss um að verði
falleg uppskera af í framtíðinni.
Vegna Tungumálatöfra fengu þessi
börn að kynnast því snemma á ævi
sinni hversu mikill styrkur liggur í
fjölmenningu, í tvítyngi og blöndun
menningarheima.
Það er í þessari fjölbreyttu flóru
sem töfrandi máttur námskeiðanna
á upptök sín. Hver hópur uppskar
ólíkan lærdóm, hver fékk sína upp-
lifun og allar voru þær jafn dýrmæt-
ar. Frítími er mikilvægur vettvangur
fyrir félagsmótun og er brýnt að börn
af erlendum uppruna taki að jöfnu
þátt í tómstundastarfi og önnur
börn í íslensku samfélagi. Hjá Tungu-
málatöfrum er tæplega helmingur
þátttakenda börn nýbúa og því gott
dæmi til þess að draga lærdóm af.
Tungumál eru svo sannarlega
töfrum líkust. Töfrar sem leyfa
okkur að tengjast, skiptast á hug-
myndum og hefðum, eignast vini og
vandamenn. Tungumál eru tækifæri
og það er mikilvægt tól í því að efla
börn af erlendum uppruna til sam-
félagsþátttöku. Ég skora á fulltrúa
í fræðsluráðum sveitarfélaga að
kynna sér aðferðir Tungumálatöfra,
undirrituð skal með ánægju sitja
fyrir svörum.
Tungumál eru tækifæri
María
Pétursdóttir
formaður
málefnahóps
ÖBÍ um hús-
næðismál
Það hlýtur að vera hags-
munamál allra landsmanna
að koma í veg fyrir stjórnar-
stefnu sem stuðlar að kvíða
og vanlíðan.
Alexandra Ýr
van Erven
rannsakandi og
háskólanemi
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0