Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 20
Smáþörungafamleiðsla felur í sér tækifæri fyrir Ísland til að auka útf lutningstekjur, nýta þekk- ingu á sviði matvælaiðnaðar, verk- fræði og annarra tæknigreina og nýta dýrmætar auðlindir fyrir vist- væna og umhverfisvæna matvæla- framleiðslu. Það skiptir miklu máli að yfirvöld á Íslandi horfi til þess- ara tækifæra og skapi þessari nýju atvinnugrein sterkan grunn sem er samkeppnishæfur til framtíðar á alþjóðavísu. Ýmis hátæknistörf skapast sem og nýsköpun á sviði líf- tækni, verkfræði og matvælafræði. Þær auðlindir sem þarf fyrir rækt- un þörunga er umhverfisvænt raf- magn, hreint vatn og hreint loft, sem Ísland er þekkt fyrir. Smáþörunga- rækt er því tækifæri fyrir Ísland sem felur í sér möguleika á að byggja á þeim grunni öfluga matvælafram- leiðslu með neikvætt kolefnisspor. Fyrir hvert kg af smáþörungum þá nýtir þörungurinn 1.8 kg af kol- sýringi. Smáþörungar eru skilvirkasti hópur lífvera á jörðinni sem breytir koltvísýringi í næringarrík efni fyrir aðrar lífverur, þar á meðal fyrir okkur mennina. Þeir eru örsmáar lífverur sem finnast bæði í fersku vatni og sjó og innihalda mikið af næringarefnum svo sem lífsnauð- synlegar amínósýrur og lífsnauð- synlegar fitusýrur, þar á meðal omega-3, omega-6, omega-7, ásamt vítamínum. Næringarinnihald smá- þörunga er breytilegt eftir tegund- um en meira en 100.000 tegundir hafa verið skjalfestar. Fáar tegundir smáþörunga eru notaðir í dag í matvæli. Helstar þeirra eru Chlo- rella, Spirulina, Haematococcus og Nanochloropsis. Haematococcus er mjög ríkur af öfluga andoxunar- efninu astaxanthini og er það sama efni og gefur laxfiskum rauða litinn en í náttúrunni fá fiskar astaxant- hin úr þörungum. Smáþörungar eru undirstaða fæðukeðjunnar í sjó og vötnum. Efni úr þeim ferðast upp fæðukeðjuna og eru mikilvæg næringarefni fyrir fisk sem í vissum tilvikum safna þeim í vefi svo sem astaxanthini og omega- 3 fitusýrum. Þjóðir heims þurfa að leita nýrra leiða til að brauðfæða þegna sína á sjálf bæran en jafnframt umhverf- isvænan máta. Tæplega milljarð manna í heiminum skortir mat og fjöldi vannærðra í heiminum fer enn vaxandi. Á sama tíma hefur það mikil áhrif á jörðina hvernig við framleiðum matvæli. Eftir- spurn eftir hráefni eins og soja- baunum í dýrafóður mun tæplega tvöfaldast fram til ársins 2050. Þurrkaðir smáþörungar eins og Spirulina innihalda 30% til 60% prótein sem gerir það sambærilegt við sojabaunir, sem innihalda um það bil 35% til 40% prótein. Það er mikill umhverfislegur ávinningur af því að nýta smáþörunga inn í virðiskeðju matvælanna. Þörungar verða í framtíðinni hluti af venju- legri fæðu enda eru smáþörungar ein öflugasta næringaruppspretta sem til er hvort sem um er að ræða lífsnauðsynleg næringarefni, pró- tein, fitu og ýmis efni sem gagnast heilsu manna og dýra og hafa smá- þörungar oft verið nefndir ofurfæða framtíðarinnar. Smáþörungar eru jafnframt tilvalið hráefni í vegan vörur. Smáþörungar til manneldis eru nú á tímum markaðssettir í mis- munandi formum eins og töflum, hylkjum og vökva. Þeir eru einnig nýttir til blöndunar í ýmis matvæli sem næringarefni og náttúruleg litarefni. Á heildina litið var heims- markaðurinn fyrir smáþörunga metinn á um 30 milljarða Banda- ríkjadala árið 2018 og mun vaxa hratt á næstu árum. Er áætlað að hann verði um 60 milljarðar Banda- ríkjadala fyrir árið 2027. Smáþörungaræktun hefur verið stunduð um árabil og er í stöð- ugum vexti og þá sérstaklega í heitari löndum þar sem sólarljóss gætir meira og minna allt árið. Ræktunin fer oft fram í grunnum opnum tjörnum sem ná yfir stór svæði. Slíkt ræktunarkerfi er ódýrt í byggingu og orkukostnaður lágur. Ókostirnir við tjarnirnar eru að það er erfitt að hafa stjórn á mikil- vægum ræktunarbreytum, þær eru plássfrekar, framleiðnin er lítil og þær eru óvarðar fyrir mengun sem hefur augljóslega neikvæð áhrif á gæði afurðanna. Smáþörungaræktun þarf ljós, koltvísýring og hreint umhverfi, loft og vatn. Líftækni- og nýsköp- unarfyrirtækið SagaNatura í Hafn- arfirði var stofnað 2014 og selur í dag smáþörunga- og heilsuvörur á erlenda markaði. Fyrirtækið hefur þróað ræktunarkerfi og byggt upp framleiðslu á smáþörungum og hefur fengið einkaleyfi á lokuðum ræktunarkerfum sem hafa sérstöðu á alþjóðamarkaði. Ræktunarkerfi SagaNatura byggir á að hámarka framleiðni, lágmarka orkunotkun sem og að stýra sjálfvirkt megin- þáttum framleiðslunnar. SagaNat- ura hefur verið leiðandi í að byggja upp nýjar leiðir í ræktunartækni á smáþörungum og hefur þróað fjöl- margar vörur sem seldar eru víða um heim. Eru smáþörungar matvæli framtíðarinnar? Á dögunum stóð Amnesty Int-ernational fyrir herferð undir slagorðinu „Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast“. Markmiðið var að vekja athygli á mannréttinda- brotum tengdum skerðingu á tján- ingarfrelsi víða um heim og hve lán- söm við Íslendingar erum að mega tjá okkur óhindrað og óttalaust án ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Herferðin vakti mig til umhugs- unar um tjáningarfrelsi yngsta og viðkvæmasta fólksins okkar. Ung börn eru með þeim tak- mörkunum gerð að geta ekki tjáð sig með orðum. Röddina nota þau samt óspart og stundum með þeim af leiðingum að fullorðnum líður ekki vel í návist þeirra. Atferli barna er að sama skapi tjáningarmáti sem er misjafnlega skiljanlegur og krefj- andi. Sem betur fer er flestum börn- um oftast mætt af skilningi og hlýju en stundum reynir tjáning þeirra verulega á þolrif hinna fullorðnu. Þá eiga sumir það til að hverfa inn í eigin heim, aðrir reiðast, yfir- gefa barnið, skamma það eða refsa því á annan hátt. Viðbrögð hinna fullorðnu stafa stundum af þeirri ranghugmynd að samkennd með börnum jafngildi linkind og valdi því að börn gangi á lagið, verði enn þá „erfiðari“, óþolandi stjórnsöm og frek. Svo eru þeir sem hafa ekki getu til að bregðast við börnum á viðeigandi máta, bæði foreldrar og fólk sem kemur í þeirra stað. Hvað svo sem veldur hafnandi og óviðeigandi viðbrögðum full- orðinna gagnvart börnum draga þau lærdóm sem sjaldnast er sá sem vonast er eftir. Sterkustu skila- boð höfnunar eru að maður sé ekki eftirsóknarverður. Fyrir barn eru slík skilaboð dauðans alvara því að án umönnunar fullorðinna getur það ekki lifað. Upplifi barn að tján- ing þess fæli mikilvægasta fólkið í lífi þess frá eða geri það hættulegt á það um tvo kosti að velja: Að hafa hærra eða þagna. Kornung börn geta látið lítið fyrir sér fara og reynt að bjarga sér sjálf en þannig fara þau á mis við mikilvæg þroskatækifæri. Önnur garga hærra og trufla meira. Í stað þess að spyrja „hvað í tján- ingu barnsins þurfum við að skilja betur?“ höfum við tilhneigingu til að segja „það er eitthvað að þessu barni.“ „Erfið“ börn eru ekki sett í fangelsi, eins og truflandi fullorðnir einstaklingar þar sem tjáningar- frelsi er skert, en það er hefð fyrir því að setja þau í skammarkrók. Við eyðum líka meira púðri í að breyta tjáningu barna heldur en að reyna að skilja hana og bætum stundum um betur með sjúkdómsgreining- um og lyfjagjöf. Börn tjá sig öðruvísi en fullorðnir. Á sama hátt og tjáningarfrelsið er grunnurinn að því að geta lifað í opnu og sanngjörnu samfélagi velt- ur þroski og heilsa barna á að þau fái að tjá sig og að á þau sé hlustað, bæði heima og í skóla. Eigi foreldrar, kennarar og aðrir sem annast börn að geta meðtekið og skilið tjáningu þeirra þurfa þeir sjálfir að vera þokkalega á sig komnir. Því erfið- ara sem þeim reynist að setja sig í spor barna því meiri þörf hafa þeir, rétt eins og börnin, fyrir að fá að tjá sig umbúðalaust án þess að verða skammaðir. Tjáningarfrelsi barna Til eru þeir sem halda því fram að einungis séu til tvenns konar fjölmiðlamenn, þeir sem grafa sannleikann upp og svo hinir sem grafa hann niður. Ekki verður hér um það dæmt, en fyrir kemur að upp koma atvik og mál sem erindi eiga við almenning og ekki hafa auðveldan aðgang að fjöl- miðlum. Ráðamenn fjölmiðla hafa sjálfdæmi um hvað þeir fjalla og hverjum þeir hleypa að almennri umræðu með reynslu sína og sjónar- mið. Það er háð mati fjölmiðlamanna hvað erindi á við almenning, enda gjarnan talað um þá sem hliðar- verði opinnar þjóðfélagsumræðu. Og dæmin hræða. Afskiptaleysi fjöl- miðla á erfiðum eftirmálum banka- hrunsins 2008 var nánast algert, þegar bankar og sýslumenn rændu, óáreittir af fjölmiðlum, þúsundir Íslendinga heimilum sínum. Fjölmiðlar þurfa áreiti. Það þarf að halda þeim við efnið sem fjórða þjóðfélagsvaldinu og fjölmiðlamenn stæra sig gjarnan af. Það er engu samfélagi hollt að fjölmiðlar einir hafi sjálfdæmi um hvað er talað opinberlega og þó það ekki sé fyrir illan ásetning, fær margt að þola þöggun. Fjölmiðlafólk lýtur hús- bóndavaldi rétt eins og aðrir. Mál geta verið þess eðlis að þeir sem eiga í hlut hafa takmarkaða möguleika á að koma þeim á fram- færi við fjölmiðla. Þau geta varðað stjórnvaldsof beldi og mismunun, bæði gagnvart einstaklingum og hópum sem lenda í óviðunandi aðstæðum. Um getur verið að ræða þolendur of beldis og mis- notkunar af öllu tagi, þá sem miðla vilja reynslu án þess að koma fram undir nafni, jafnvel leita hjálpar eða viðurkenningar, en hafa engin tök á því. Þetta geta líka verið almennar ábendingar, í raun verið allt milli himins og jarðar. Þá gæti fólk og minnihluta- hópar í löndum þar sem fjölmiðlar sæta ritskoðun nýtt sér vettvang af þessu tagi við að koma rödd sinni til umheimsins. Fólk sem á í vök að verjast með líf sitt og réttindi. Það vantar tilfinnanlega vett- vang fyrir einstaklinga og hópa í aðstæðum sem hindrar aðgengi þeirra að fjölmiðlum með það sem á þeim brennur, ábyrgan aðila sem auðveldar þeim leiðina. Þetta gætu verið samtök sem tækju við málum af þeim sem þurfa á öruggri leynd að halda, einnig þeim sem ekki treysta sér í bein samskipti við fjölmiðla. Þetta yrði eins konar ígildi blaða- mannafunda, opinn vettvangur þar sem tekið væri við málum fólks í fullum trúnaði þar sem fjölmiðlar gætu síðan nálgast þau. Fjölmiðla- torg almennings. Public Media Square. Hljómar það svo illa? Er ekki rétt að þróa þessa hugmynd áfram? Sandnes Noregi, í október 2020. Hugleiðing um fjölmiðlatorg Ámundi Loftsson Það er engu samfélagi hollt að fjölmiðlar einir hafi sjálfdæmi um hvað er talað opinberlega og þó það ekki sé fyrir illan ásetning, fær margt að þola þöggun. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Sem betur fer er flestum börnum oftast mætt af skilningi og hlýju en stund- um reynir tjáning þeirra verulega á þolrif hinna full- orðnu. Sjöfn Sigurgísladóttir Ph.D, einn af stofnendum SagaNatura og stjórnarmaður Spirulina inniheldur 30% til 60% prótein sem gerir það sambærilegt við sojabaunir, sem innihalda um það bil 35% til 40% prótein. 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.