Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 36
BÍLAR
Ford hefur hafið innköllun á Ford
Kuga PHEV eftir að sjö slíkir hafa
brunnið nýlega. Er orsökin rekin
til þess að raf hlaðan er of nálægt
bensíntanki bílsins. Innköllunin
nær til 27.000 bíla á heimsvísu og
eru flestir þeirra í Evrópu, en bíllinn
kom á markað í maí síðastliðnum.
Ford hefur einnig ákveðið að seinka
sölu á systurbílnum Escape PHEV í
Bandaríkjunum þar sem að hann
notar sömu vél, undirvagn og raf-
hlöðu og Kuga PHEV. Hefst fram-
leiðsla og sala á Ford Espace ekki
fyrr en á næsta ári af þeim sökum.
Alls hefur kviknað í sjö Ford Kuga
PHEV þegar þeir voru í hleðslu.
Ford segir að nálægð rafhlöðunnar
við bensíntankinn sé líklegasta
orsökin en raf hlöðurnar virðast
hafa of hitnað. Ford í Bretlandi
hefur brugðist við vandamálinu
með því að aftengja raf búnaðinn
og bjóða eigendum bílanna 90.000
kr. bensíninneign, þar sem bílarnir
eyða meira án tvinnbúnaðarins.
Á meðan leitar Ford leiða til að
laga vandamálið, sem gæti tekið
mánuði frekar en vikur, að sögn
talsmanna Ford. Að sögn Gísla
Jóns Bjarnasonar, sölustjóra Ford
á Íslandi, voru nokkrir Ford Kuga
PHEV seldir hérlendis, og er verið að
vinna í innköllun þeirra. Mun eig-
endum þeirra verða boðin svipuð
bensínuppbót og í Bretlandi.
Ford Kuga tengiltvinnbílar innkallaðir í Evrópu
Innköllun er vegna ofhitnunar á rafhlöðu sem er nálægt bensíntanki bílsins.
Hinn nýi Volkswagen ID.3 fékk í vik-
unni fimm stjörnur í árekstrarprófi
EuroNCAP stofnuninnar. Var bíllinn
lofaður fyrir að fá góðar einkunnir í
öllum flokkum.
Fékk bíllinn 87 stig af 100 fyrir
verndun fullorðinna, 89 fyrir
verndun barna, 71 fyrir vernd fót-
gangandi og 88 fyrir öryggiskerfi
bílsins. EuroNCAP prófaði einnig
nýjan Toyota Yaris sem einnig fékk
góða einkunn. Fékk hann 86 stig af
100 fyrir fullorðna, 81 stig fyrir börn,
78 fyrir verndun fótgangandi og 85
stig af 100 mögulegum fyrir öryggis-
kerfin.
ID.3 og Yaris fá
topp einkunn NCAP
Volkswagen ID.3 er fyrsti bíllinn
með MEB undirvagninum sem er
árekstrarprófaður.
Hummer-nafnið kom fyrst fyrir
almenningssjónir árið 1992 með
herútgáfu jeppans, sem kallaður var
Humvee. Fyrsta útgáfan var byggð á
þeim jeppa og var byggð samkvæmt
hergagnastöðlum og seld af AM
General. Seinni tvær kynslóðirnar,
H2 og H3 voru hins vegar byggðar
eftir að General Motors keyptu
merkið og voru byggðar á undir-
vögnum annarra GM bíla, eins og
Chevrolet 2500 pallbílnum. Fram-
leiðslu Hummer var hætt árið 2009
en nú er þessi nýja útgáfa 100% raf-
drifin. Er bílnum ætlað að keppa við
Tesla Cybertruck pallbílinn og þess
vegna verður hann einnig boðinn
sem pallbíll.
Hummer EV mun nota nýju Ulti-
um driflínuna frá GM sem saman-
stendur af þremur rafmótorum í
tveimur drifum. Að sögn talsmanna
GM er áætlað að hún skili 986 hest-
öflum og 15.592 newtonmetra togi.
Þessi háa tala fyrir tog er líklega
fengin með mælingu gegnum drif
bílsins og er líklegri rauntala nálægt
1.400 newtonmetrum. Mun hröðun
bílsins í 100 km hraða gerast á um
það bil þremur sekúndum gegnum
e4WD fjórhjólakerfið. Stærð raf-
hlöðunnar hefur ekki verið gefin
upp en að sögn GM er drægið 563
km. Rafkerfið er 800 V og hægt að
hlaða á 350 kW.
Torfærugetan verður sér á parti
og verður bíllinn með loftpúða-
fjöðrun sem getur hækkað bílinn
um 15 sentimetra. Hummer EV
kemur frá verksmiðju á 35 tommu
dekkjum en auðvelt er að setja undir
hann 37 tommu dekk án mikilla
breytinga. Undirvagninn er með
stálplötum til að vernda rafhlöð-
una. Drifið verður með svokallaðri
krabbastillingu sem gerir bílnum
kleift að færa sig til hliðar á mjög
litlum hraða. 18 myndavélar verða
á bílnum og einnig undir honum
til að auðvelda akstur við mjög erf-
iðar aðstæður. Super Cruise 8 sjálf-
keyrslubúnaðurinn verður í bílnum
sem gerir honum kleift að aka sjálfur
eftir ákveðnum vegum og að skipta
sjálfur um akrein. Búast má við
fleiri útgáfum af Hummer í kjölfar
þessa bíls, en Hummer EV mun fara í
framleiðslu seint á næsta ári og mun
sala á honum hefjast 2022.
Hummer nafnið endurvakið
Hummer EV kemur á markað árið 2022 í Bandaríkjunum í fjórum útgáfum.
Hummer EV í pallbílaútgáfu getur tekið niður hluta þaksins og verður með rafdrifna afturrúðu.
Þann 10. október síðastliðinn náði
amerískur ofurbíll, SSC Tuatara,
mesta hraða sem náðst hefur á
f jöldaf ramleiddum bíl. Hraði
bílsins var 508 km að meðaltali og
hefur sá tími nú verið staðfestur.
Fyrra met átti ofurbíllinn Koenigs-
egg Agera RS, en það var „aðeins“
447 km á klst. Þessi góði árangur
SSC Tuatara segir samt ekki alla
söguna, því að í síðustu ferðinni
náði bíllinn 533 km hraða, sem er
mesti hraði sem náðst hefur á þjóð-
vegi. Var metið sett á 12 kílómetra
kaf la á Route 160 í Nevada eyði-
mörkinni og eins og búast mátti
við var öllum veginum lokað vegna
þess. Dómarar frá heimsmetabók
Guinness voru á staðnum til að
sannreyna metið, en bíllinn þurfti
að aka einu sinni í hvora átt með
innan við klukkustundar millibili.
Var það meðaltal ferðanna tveggja
sem ræður endanlegri tölu.
Að sögn Olivers Webb, öku-
manns bílsins, átti hann enn
nokkuð inni. „Þegar ég náði mesta
hraðanum í seinni ferðinni jók
hann hraðann um 30 km á síðustu
f imm sekúndunum. Ef hliðar-
vindur hefði ekki verið til staðar
hefðum við getað farið mun hrað-
ar,“ sagði Webb eftir ferðina góðu.
Met þetta kemur tíu árum eftir að
SSC Ultimate Areo setti hraðamet.
Tuatara bíllinn er eins og hver
annar Tuatara í sýningarsölum,
nema að hann er keyrður á E85
eldsneyti. Vélin er 5,9 lítra V8 vél
með tveimur forþjöppum og getur
skilað allt að 1.750 hestöf lum. Á
hefðbundnu 92 oktana bensíni
skilar hún 1.350 hestöf lum. Loft-
mótstaða bílsins gerði sitt til að ná
þessu meti, en stuðullinn er aðeins
0,279 cd.
Hinn ameríski SSC setur heimshraðamet
SSC Tuatara reynir hér við metið í Nevada eyðimörkinni.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Hyundai ætlar að hefja sölu á Genes-
is-merkinu í Evrópu og fyrsta skrefið
er frumsýning á andlitslyftingu G70
bílsins. Hann fer í sölu á næsta ári og
er ætlað að keppa við BMW 3-línu,
Alfa Romeo Gulia og Audi A4.
Genesis G70 er byggður á sama
grunni og Kia Stinger og búast má
við sömu vélum, en með aðeins
meira af li. Grunnútgáfan verður
með tveggja lítra vél sem skilar 251
hestafli en 2,2 lítra dísilvélin skilar
199 hestöflum og 440 newtonmetra
togi. Öflugasta útgáfan verður með
3,3 lítra V6 vél sem skilar alls 368
hestöflum og 510 newtonmetra togi.
Sú útgáfa verður með fjórhjóladrifi.
Genesis hefur verið með G70 bílinn
á markaði í Kóreu síðan 2017.
Genesis G70 fyrir
Evrópumarkað
Nýja útgáfan verður með endur
hönnuðum framenda með nýjum
díóðuljósum.
Hyundai hefur frumsýnt sportút-
gáfu i20 bílsins sem kallast einfald-
lega i20N. Þessi bíll mun fara í sölu
næsta vor og keppir þá við bíla eins
og Ford Fiesta ST. Vakning virðist
vera í framleiðslu kraftmeiri smá-
bíla að undanförnu eins og Toyota
Yaris GR, en allir þessir bílar eiga
það sammerkt að keppa í heims-
meistarakeppninni í ralli.
Hyundai i20N verður með 1,6
lítra bensínvél með forþjöppu sem
skilar 201 hestafli. Hann getur náð
100 km hraða á aðeins 6,7 sekúnd-
um og hámarkshraðinn er 230 km á
klst. Hann verður aðeins fáanlegur
með sex gíra beinskiptingu.
Hyundai i20N
frumsýndur
Hyundai i20N verður með tregðu
læsingu til að auka upptak.
Hummer nafnið var formlega
endurvakið aðfaranótt mið-
vikudagsins í Bandaríkjunum,
en þá frumsýndi GMC hinn nýja
Hummer EV. Bíllinn mun bjóða
upp á fordæmalausa torfæru-
getu og einstaka aksturseigin-
leika, eins og segir í fréttatil-
kynningu frá GMC.
2 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð