Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 4
Ef þessar eignir
væru teknar inn í
samstæðureikning á kostn-
aðarverði, eru áhrifin því
um 52 milljarðar króna til
lækkunar.
Einar S.
Hálfdánarson,
lögmaður og
löggiltur
endurskoðandi
Samkvæmt samstæðu-
reikningi Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 2019 var
eiginfjárhlutfall borgarinn-
ar um 50 prósent og eigið fé
um 344 milljarðar króna.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
FORSALA Á NÝJUM PLUG-IN HYBRID JEEP RENEGADE OG COMPASS
*Verð miðað við gengi USD 132, svartur Compass, hvítur Renegade.
ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
JEEP COMPASS LIMITED 4X4
5.999.000*
PLUG-IN-HYBRIDPLUG-IN-HYBRIDJEEP RENEGADE TRAILHAWK 4X4
5.499.000*
ÓTRÚLEGT FORSÖLUVERÐ Á BÍLUM HLÖÐNUM LÚXUSBÚNAÐI
FYRSTA SENDING UPPSELD! ÖNNUR SENDING VÆNTANLEG Í NÓVEMBER
REYK JAVÍK Eigið fé samstæðu-
reiknings Reykjavíkurborgar er
hugsanlega ofmetið um tugi millj-
arða króna, ef marka má álit reikn-
ingsskila- og upplýsinganefndar
sveitarfélaga um hvernig taka eigi
reikningsskil félaga í eigu sveitar-
félaga inn í samstæðureikning. Til-
efni álits nefndarinnar eru innsend
erindi Einars S. Hálfdánarsonar,
lögmanns og Vigdísar Hauksdóttur,
borgarfulltrúa. Erindin sneru að
því hvort það stæðist lög að Reykja-
víkurborg skilgreini fasteignir sem
leigðar eru út til einstaklinga á
grundvelli laga um félagsþjónustu,
sem fjárfestingaeignir. Að sama
skapi var nefndin spurð að því
hvort Reykjavíkurborg væri heim-
ilt að færa ársreikninga Félagsbú-
staða óbreytta inn í samantekin
reikningsskil samstæðureiknings
borgarinnar.
Forsaga málsins er sú að Einar S.
Hálfdánarson, lögmaður og löggilt-
ur endurskoðandi, sem þá átti sæti
í endurskoðunarnefnd borgarráðs,
sendi borgarráði bréf í mars á þessu
ári þar sem efasemdum var lýst um
hvernig reikningsskil Félagsbústaða
væru meðhöndluð í samstæðu-
reikningi Reykjavíkur. Félagsbú-
staðir væru gerðir upp samkvæmt
alþjóðlegum reikningsstöðlum,
IFRS. Í bréfi sínu bendir Einar á að
Félagsbústaðir séu ekki reknir í
hagnaðarskyni og slík félög í öðrum
EES-löndum noti ekki IFRS-staðla.
Fasteignir Félagsbústaða væru
þannig gerðar upp á gangvirði, sem
þýddi að árlega hækkaði virði eigna
félagsins í takt við þróun á markaði.
Einar sagðist þá telja eðlilegra að
eignirnar yrðu metnar á afskrifuðu
kostnaðarverði. Félagsbústaðir
hafa umsjón með rekstri félagslegra
leiguíbúða fyrir einstaklinga og
fjölskyldur undir ákveðnum tekju-
mörkum, og einnig fyrir aldraða og
fatlaða.
Samkvæmt lögum um ársreikn-
inga ber að nota sömu matsað-
ferðir við gerð samstæðureikninga
og móðurfélagið notast við í árs-
reikningi sínum, sem er í þessu
tilfelli Reykjavíkurborg. „Ef félag
sem færa skal í B-hluta sveitar-
félags beitir öðrum matsaðferðum
í eigin ársreikningi en samstæðu-
reikningur sveitarfélagsins byggir
á, ber að vinna ný reikningsskil
fyrir félagið, þar sem matsaðferðir
eru í samræmi við reikningsskil
samstæðureikningsins,“ segir áliti
nefndarinnar.
Það er þó sérstaklega tekið fram
í álitinu að Reykjavíkurborg sé
heimilt, en ekki skylt, að taka árs-
reikning Félagsbústaða óbreyttan
inn í samstæðureikning borgar-
innar. Það er þó háð þeirri for-
sendu að starfsemi Félagsbústaða
sé skilgreind á sviði fjárfestinga í
fjárfestingafasteignum. Í lögum um
ársreikninga er hugtakið fjárfest-
ingaeign skilgreind sem „fasteign,
land, bygging eða hluti byggingar,
sem ætluð er til öflunar tekna, svo
sem til útleigu eða í öðru ágóða-
skyni, en ekki til notkunar í rekstri
félags við framleiðslu, vörslu vöru-
birgða, þjónustu í rekstri félagsins,
í stjórnunarlegum tilgangi eða til
sölu í hefðbundnum rekstrartil-
gangi.“
Sé litið á ársreikning Félagsbú-
staða fyrir árið 2019, kemur fram
að kostnaðarverð fjárfestingaeigna
félagsins var tæplega 40 milljarðar
króna við lok þess árs. Gangvirði
þeirra er hins vegar ríf lega 92
milljarðar króna. „Það skiptir ekki
máli hvort fasteignirnar eru taldar
vera fjárfestingafasteignir af stjórn
Félagsbústaða, heldur hver til-
gangur borgarinnar er með því að
eiga félagslegar íbúðir. Matshækkun
fjárfestingafasteigna Félagsbústaða
nam 52 milljörðum við árslok 2019.
Ef þessar eignir væru teknar inn í
samstæðureikning á kostnaðar-
verði, eru áhrifin því um 52 millj-
arðar króna til lækkunar á eigin fé
samstæðureiknings Reykjavíkur-
borgar,“ segir Einar í samtali við
Fréttablaðið.
Samkvæmt samstæðureikningi
Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019
var eiginfjárhlutfall borgarinnar
um 50 prósent og eigið fé um 344
milljarðar króna. Væru eignir
Félagsbústaða færðar á kostnaðar-
verði, eins og venjan er við bók-
færslu fasteigna innan A-hluta
borgarsjóðs, myndi eiginfjárhlutfall
borgarinnar því lækka í ríf lega 42
prósent. thg@frettabladid.is
Eigið fé Reykjavíkurborgar
mögulega stórlega ofmetið
Reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga telur að fasteignir Félagsbústaða eigi ekki að vera
færðar á gangvirði inn í samstæðureikning borgarinnar nema Félagsbústaðir séu flokkaðir sem fjárfest-
ingaeignir sem eigi að skila hagnaði. Fasteignir innan A-hluta eru bókfærðar á kostnaðarverði.
Fasteignir Félagsbústaða eru bókfærðar öðruvísi en fasteignir innan A-hluta borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ÁRÉTTING
Hljóðgæði í Hofi
Vegna fréttar blaðsins í gær
um hljóðgæði í Hofi var því
ranglega haldið fram að
að lélegt hljóð sé í Hofi og
Samkomuhúsinu. Þuríður Helga
Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri
Menningarfélags Akureyrar,
segir að það sé búið að vinna
markvisst að því undanfarin
ár að bæta hljóðgæðin í Hofi og
sérstaklega Samkomuhúsinu.
Menningarfélagið sé í góðu
samstarfi við Akureyrarbæ um
að endurnýja búnaðinn í Hofi
þannig að hann uppfylli ströngustu
gæðakröfur. Skilja mátti fréttina í
gær svo að nánast ekkert heyrðist,
en það er ekki rétt.
S TJ Ó R N M Á L Ung l iða h rey f i ng
Alþýðusambandsins, ASÍ-UNG,
styður ekki frumvarp Ásmundar
Einars Daðasonar, félags- og barna-
málaráðherra, um breytt fyrirkomu-
lag fæðingarorlofs, ólíkt ASÍ. „Nú
liggur fyrir frumvarp um breytingu
á fæðingarorlofslögum. ASÍ hefur
komið að vinnu við þetta frumvarp
og styður það, en það gerir ASÍ-UNG
ekki,“ sagði Ástþór Jón Ragnheiðar-
son, varaformaður ASÍ-UNG, í ræðu
sinni þegar 44. þing ASÍ fór fram.
Ástþór sagði að raddir unga fólks-
ins innan ASÍ hefðu mátt vera sýni-
legri en það ylti líka á því hve sýni-
leg og áhrifamikil samtökin leyfðu
þeim að vera. Í svo stóru máli sem
fæðingarorlofið er væri slæmt að
unga fólkið innan ASÍ fengi ekki að
taka þátt. „Það vill nefnilega svo til
að þó svo að við eigum að sjá til þess
að málefni ungs fólks séu ávallt á
dagskrá, fáum við ekki alltaf að taka
þátt í þeim málum, sem er ákaflega
slæmt, sérstaklega þegar um er að
ræða málefni af þessari stærðar-
gráðu,“ sagði Ástþór.
„Ég held að ekki sé hægt að finna
grímulausara dæmi um skort á sam-
starfi og samráði heldur en akkúrat
í þessari vinnu. Málefni sem varðar
ungt fólk, fyrir ungt fólk, en án
aðkomu ungs fólks.“
Sagði hann að með stuðningi
sínum væri ASÍ að styðja við for-
réttindahópa. „Við eigum að vera
málsvari jaðarsettra hópa, en ekki
forréttindahópa.“ – bb
ASÍ-UNG
ósammála ASÍ
Ástþór Jón
Ragnheiðarson,
varaformaður
ASÍ-UNG
2 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð