Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 18
Það hefur verið magnað að fylgjast með þeim áhuga sem stór hluti þjóðarinnar hefur á
stjórnarskrármálum og birst hefur
í góðri þátttöku í undirskrifta-
söfnun stjórnarskrár félagsins.
Það er mikilvægt fyrir samfélag að
vera í reglulegu samtali um sínar
grundvallarreglur. Nú, þegar 43
þúsund hafa tekið þátt í undir-
skriftasöfnun um að virða niður-
stöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar
árið 2012, er ekki úr vegi að beina
sjónum að henni.
Fyrst aðeins að forsögunni.
Stjórnlagaráð skilaði drögum að
nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. For-
sætisnefnd Alþingis skilaði af sér
skýrslu um málið í október sama
ár. Hún fór til umfjöllunar í stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd sem
skipaði, í júní 2012, nefnd óháðra
sérfræðinga til að undirbúa þing-
mál á grundvelli tillagna stjórn-
lagaráðs. Nefndin hafði það að
leiðarljósi að hróf la sem minnst
við tillögunum, nema út frá laga-
tæknilegum sjónarhóli. Einhverjar
breytingar þurfti að gera, ekki síst á
skýringum sem fylgdu tillögunum
og nefndin tók meðal annars upp
ákvæði um þjóðkirkju í takt við
niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar.
Þjóðaratk væðagreiðslan var
haldin í október 2012 og voru sex
spurningar lagðar fyrir þjóðina.
Sú fyrsta var: „Vilt þú að tillögur
stjórnlagaráðs verði lagðar til
grundvallar frumvarpi að nýrri
stjórnarskrá?“ Tæp 67% þeirra
sem tóku þátt svöruðu þeirri
spurningu játandi. Fimm aðrar
spurningar voru lagðar fyrir þjóð-
ina og sneru þær allar að því hvort
kjósendur vildu ákveðin ákvæði í
nýrri stjórnarskrá. Þau ákvæði lutu
að náttúruauðlindum í þjóðareign,
þjóðkirkju, meira persónukjöri,
jöfnu atkvæðavægi og hlutfalli
sem getur krafist þjóðaratkvæða-
greiðslu. Fjallað var um öll þessi
mál í drögum stjórnlagaráðs og
það segir sig sjálft að með því að
spyrja sérstaklega út í þessi fimm
ákvæði var morgunljóst að ekki var
ætlunin að taka þau drög óbreytt
upp sem stjórnarskrá. Annars hefði
ekki þurft að spyrja nema fyrstu
spurningarinnar.
Enginn sem tók þátt í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni í október 2012
átti að velkjast í vafa um að ekki
var verið að kjósa um heildar-
pakka. Það var alltaf vilji þeirra
sem að þjóðaratkvæðagreiðslunni
komu að hún væri aðeins liður í
mun lengra ferli. Væri til grund-
vallar. Þannig nægir að nefna að
nefndin sem undirbjó þjóðarat-
kvæðagreiðsluna samþykkti að á
kjörseðilinn skyldi rita:
„Stjórnarskrá er breytt þannig
að frumvarp er lagt fram á Alþingi.
Það er rætt við þrjár umræður og
getur tekið breytingum í með-
förum þingsins. Verði frumvarpið
samþykkt skal rjúfa Alþingi og
kjósa nýtt þing. Frumvarpið er
þá lagt fram að nýju og samþykki
Alþingi það óbreytt taka breyting-
arnar gildi að fenginni staðfestingu
forseta. Stjórnlagaráð hefur skilað
Alþingi tillögum að frumvarpi að
nýrri stjórnarskrá. Verði það lagt
fram sem frumvarp á Alþingi fær
það þá meðferð sem lýst hefur
verið.“
Hér er sérstaklega vakin athygli
á því að frumvarpið geti tekið
breytingum í meðförum þingsins
og reyndist það einmitt raunin. Í
gegnum árin hefur verið óljóst til
hvers er verið að vísa þegar þess
er krafist að nýja stjórnarskráin
sé samþykkt. Lögð hafa verið
fram frumvörp um að drög stjórn-
lagaráðs séu samþykkt óbreytt en
einnig um að drögin eftir meðferð
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
séu samþykkt. Þegar leið á undir-
skriftasöfnunina kom fram hjá for-
svarsfólki hennar að hún sneri að
málinu eftir meðferð þingnefndar-
innar.
Eftir stendur spurningin til hvers
er ætlast af Alþingi. Hvað er það
sem segir að ekki megi breyta því
máli sem þingnefnd skilaði af sér
fyrir átta árum síðan? Hvað er það
sem segir að nákvæmlega þeir níu
þingmenn sem í stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd sátu kjörtímabilið
2009-13, ágætir sem þeir eru, séu
þeir einu sem megi gera breytingar
á drögum stjórnlagaráðs? Af hverju
eru þeir þingmenn færari til þess
en þeir sem nú skipa þá nefnd?
Mikilvægt er að virða niðurstöðu
þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það
er hins vegar ekki valkvætt hvað
úr henni við veljum að virða. Þau
sem skrifuðu undir undirskrifta-
söfnunina og kröfðust þess að
þjóðaratkvæðagreiðslan væri virt,
voru væntanlega jafn mikið að
krefjast ákvæðis um þjóðkirkju í
stjórnarskrá og þess að drög stjórn-
lagaráðs yrðu lögð til grundvallar
nýrri stjórnarskrá, eða hvað?
Alþingi tókst ekki að samþykkja
stjórnarskrárbreytingar fyrir sjö
árum síðan. Fyrirvarinn á kjörseðl-
inum um málsmeðferð reyndist
þarfur. Eftir stendur það verkefni
að uppfylla þjóðaratkvæðagreiðsl-
una, hvernig öllum þeim sex álita-
efnum sem þjóðin þá tók afstöðu
til verður komið áfram. Til þess
eru ýmsar leiðir, meðal annars sú
sem forsætisráðherra hefur boðað
með frumvörpum til breytinga á
stjórnarskrá. Frumvörpum sem
mörg hver eru beint svar við þeim
spurningum sem lagðar voru fyrir
í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir
átta árum, sællar minningar.
Það var alltaf vilji þeirra
sem að þjóðaratkvæða-
greiðslunni komu að hún
væri aðeins liður í mun
lengra ferli.
LÆGSTA VERÐIÐ Í
ÖLLUM LANDSHLUTUM
OG ÓDÝRASTA ELDS-
NEYTI LANDSINS Á
DALVEGI, REYKJAVÍKUR-
VEGI OG Á MÝRARVEGI,
AKUREYRI
SKILYRÐISLAUST
Orkan – Ódýrt fyrir alla
Sú stórsókn sem hafin er í sam-göngum snýst ekki um kíló-metra heldur um mannslíf og
lífsgæði. Sóknin felst í stórauknum
framlögum ríkisins til vega, hafna
og f lugvalla um allt land. Sam-
göngukerfið er lífæð samskipta
og viðskipta í landinu okkar. Betri
samgöngur milli byggða stækka
atvinnu- og skólasóknarsvæði og
styrkja byggðarlögin og samfélög
þeirra.
900 milljarða umfang
Í nýendurskoðaðri samgöngu-
áætlun er beint framlag ríkisins
640 milljarðar króna á næstu fimm-
tán árum. Þegar við tökum með í
reikninginn samgöngusáttmála
ríkis og sex sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu og þau sex verkefni
sem Alþingi hefur samþykkt að falli
undir samvinnuverkefni ríkis og
einkaaðila (PPP), Sundabraut, nýja
Ölfusárbrú, láglendisveg í Mýrdal
og göng gegnum Reynisfjall, nýja
brú yfir Hornafjarðarf ljót, nýjan
veg um Öxi og tvöföldun Hval-
fjarðarganga þá er heildarumfang
samgöngumála á næstu 15 árum um
900 milljarðar króna.
Samgöngusáttmálinn
Það markaði tímamót þegar skrifað
var undir samgöngusáttmála um
uppbyggingu samgangna á höfuð-
borgarsvæðinu. Segja má að frost
hafi ríkt í samskiptum ríkis og borg-
arinnar á síðustu árum og jafnvel
áratugum, þegar kom að uppbygg-
ingu samgönguinnviða. Ekki ríkti
heldur samstaða um heildarsýn hjá
sveitarfélögunum sex. Sú sátt sem
náðist um heildarsýn um uppbygg-
ingu hefur í för með sér stórkost-
legar framfarir í samgöngum á suð-
vesturhorninu.
Meira en tvöföldun framlaga
Framlög til vegagerðar, nýfram-
kvæmda og viðhalds, hafa verið
aukin um 117% frá árinu 2016. Ég
hef lagt mikla áherslu á að aðskilja
akstursstefnur á umferðarþyngstu
vegunum inn á höfuðborgarsvæðið,
frá Keflavíkurflugvelli, frá Borgar-
nesi og frá Hellu. Það hefur sýnt
sig að aðskilnaður akstursstefna
á Reykjanesbrautinni hefur aukið
öryggi og bjargað mannslífum á
þessari fjölförnu leið.
Fækkun einbreiðra brúa
Ég hef einnig lagt mikla áherslu á
að fækka einbreiðum brúm, sér-
staklega á hringveginum, en þær
eru sérstaklega hættulegar, ekki
síst þegar umferðin hefur stór-
aukist og fólki sem ekki er vant
íslenska vegakerfinu hefur fjölgað
á vegunum. Á næstu fimm árum
mun einbreiðum brúm á hring-
veginum fækka um 17.
Núllsýn í umferðinni
Ég hef bent á það í ræðu og riti að
það er ekki langt síðan við misst-
um marga á hverju ári sem fórust
á sjó. Með markvissum aðgerðum
og samvinnu opinberra aðila og
útgerða og auðvitað betri tækni
höfum við náð að fækka þeim sem
drukkna í hafi. Takmarkið þar er
að enginn farist og það er takmark
sem við getum yfirfært á umferð-
ina á næstu árum þegar við höfum
komið vegakerfinu í betra horf. Það
er markmið samgönguáætlunar til
fimmtán ára og því mun ég fylgja
eftir af öllum mætti.
Samgönguáætlun snýst
um mannslíf og lífsgæði
Sigurður Ingi
Jóhannsson
formaður
Framsóknar og
samgöngu- og
sveitarstjórnar-
ráðherra
Virðum (alla)
þjóðaratkvæðagreiðsluna
Kolbeinn Ótt-
arsson Proppé
þingmaður
Vinstri grænna
Að minnka losun gróðurhúsa-lofttegunda er eitt mikilvæg-asta verkefni samtímans. Það
er því mikilvægt að ekki sé á sveimi
misskilningur um gagnsemi endur-
heimtar votlendis, í því sambandi. Á
vefsíðu Votlendissjóðsins má finna
svör við ýmsum vangaveltum úr
umræðunni, með vísun í rann-
sóknir sérfræðinga.
Mýrar (votlendi) eru sérstakar
því gróður sem vex í þeim rotnar
ekki nema að mjög litlu leyti og
safnast því fyrir. Jurtaleifar geta þar
safnast saman í mjög þykk mólög í
hundruð eða þúsundir ára. Ástæð-
an fyrir þessu er sú að vegna vatns-
ins er lítið súrefni til staðar og því
ekki hagstæð skilyrði fyrir örverur
til að brjóta niður lífræna efnið og
breyta því í CO2 (koldíoxíð). Þegar
votlendi er framræst (skurðir grafn-
ir) minnkar vatn í jarðveginum, súr-
efnið kemst að og skilyrði skapast
fyrir örverurnar til að brjóta niður
lífræna efnið. Rotnun hefst og þar
með losun á CO2.
Fyrir framræstar mýrar í okkar
loftslagsbelti nemur nettó losun um
20 tonnum af CO2 á hektara á ári.
Einn fótboltavöllur er tæpur 1 hekt-
ari. Til samanburðar losar ný bifreið
um 2 tonn af CO2 á ári. Þessar tölur
eru viðurkenndar af milliríkjanefnd
Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
mál (IPCC), stundum nefnd Lofts-
lagsráð Sameinuðu þjóðanna.
Niðurstöður rannsókna Land-
búnaðarháskólans, Landgræðsl-
unnar og Háskóla Íslands sem hafa
verið gerðar og eru í gangi, gefa
ekki tilefni til að ætla að losun frá
íslenskum mýrum sé almennt frá-
brugðin losun frá mýrum á sam-
bærilegum stöðum á hnettinum.
Samkvæmt rannsókn Susanne
Möckel, við Háskóla Íslands, inni-
halda íslenskar mýrar meira af
steinefnum en mýrar á sambæri-
legum stöðum á hnettinum, vegna
gosefna frá eldfjöllum og stöðugs
áfoks. Vegna steinefnanna er
íslenskur mýrajarðvegur iðulega
þyngri í sér en norrænar mómýrar.
Heildarmagn kolefnis í hverjum
rúmmetra er eigi að síður svipað og
jafnvel meira í íslenskum mýrum en
þar sem steinefnamagnið er minna.
Við framræslu verður losun CO2 því
sambærileg eða jafnvel meiri. Við-
tal við Susanne má finna á Votlendi.
is þar sem hún fer yfir og útskýrir
sínar rannsóknir.
Stór skref í rétta átt
Fyrir framræstar mýrar í
okkar loftslagsbelti nemur
nettó losun um 20 tonnum
af CO2 á hektara á ári. Einn
fótboltavöllur er tæpur 1
hektari.
Þórunn Inga
Ingjaldsdóttir
stjórnarmaður
Votlendissjóðs
Ingunn Agnes
Kro
stjórnarmaður
Votlendissjóðs
Hægt er að kynna sér gagnsemi
endurheimtar votlendis á
votlendi.is
2 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð