Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 30
Það er engin til- viljun að hugmynd- ir þessara stóru félaga í Evrópu eru að koma upp á þessum tímapunkti. Björn Berg Gunn- arsson, sérfræð- ingur um fjármál í íþróttum 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð FÓTBOLTI Viku eftir að forráða- menn ensku knattspyrnufélaganna Liverpool og Manchester United voru gerðir afturreka með tillögur sínar um róttækar breytingar á fyrirkomulaginu í kringum ensku deildarkeppnina hafa sprottið fram á sjónarsviðið vangaveltur þeirra, í slagtogi við kollega þeirra í stærstu félagsliðum Evrópu, um að setja á laggirnar eins konar Ofurdeild félagsliða í álfunni. Þar myndu 18 af sterkustu félögum heims taka þátt í keppni sem stofnaðilar hennar væru eigendur að. Spilað yrði eftir því fyrirkomulagi að lið falli ekki úr keppni á milli keppnistímabila heldur myndu stofnendur sjá um að velja þau lið sem keppa hverju sinni án aðkomu sérsambanda. Fréttablaðið leitaði til Björns Berg Gunnarssonar, deildarstjóra Grein- ingar Íslandsbanka og sérfræðings í fjármálum í íþróttum, um rót þess- ara tillagna, áhrif þeirra og líklegt lokamarkmið sem þær eiga að hafa í för með sér. „Það er ljóst að mínu mati að stóru félögin í Evrópu eru með afgerandi hætti að krefjast meiri tekna. Þau skapi í raun stærstan hluta tekna Evrópuboltans en stór hluti þeirra verðmæta renni svo til annarra félagsliða og það sé til- raunarinnar virði að freista þess að stórauka hlut þeirra. Í þeirra huga er ein leið til þess að hala inn meiri tekjur sú að fara í það módel að þau keppi innbyrðis og tekjurnar renni óskertar til þeirra,“ segir Björn Berg í samtali við Fréttablaðið. „Inn í þetta blandast svo deilur milli alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, og evrópska knatt- spyrnusambandsins, UEFA. FIFA kom nýlega með þá hugmynd að búa til sams konar keppni og félög- in eru nú að bollaleggja um að setja laggirnar. Sú keppni átti að koma í stað heimsmeistaramóts félagsliða og þar áttu sterkustu félagslið heims að spila. Sú hugmynd fékk ekki mik- inn hljómgrunn þegar það kom upp úr krafsinu, þrátt fyrir tilraunir til að leyna þeim upplýsingum, að keppnina átti að fjármagna með fé frá Sádí-Arabíu,“ segir Björn um stöðu mála. Hugmyndin kemur stuttu eftir að hugmynd Manchester United og Liverpool um breytingu á ensku úrvalsdeildinni var felld. „Það er engin tilviljun að hug- myndir þessara stóru félaga í Evr- ópu séu að koma upp á yfirborðið á þessum tímapunkti. Þetta er ekki eitthvað kaffispjall forráða- manna félaga á vinalegum nótum um framtíðarplön þeirra. Það er mikill þungi í þessum sjónarmiðum þeirra og þau eru að setja gríðarlega pressu á UEFA og deildirnar heima fyrir að viðkomandi félög fái stærri sneið af kökunni í deildum og Evr- ópukeppnum. Þeim þykir ekki sanngjarnt að sjónvarpsréttur sem er keyptur út á aðdráttarafl þeirra renni til annarra félaga,“ segir Björn. „Núverandi fyrirkomulag UEFA varðandi Evrópukeppnir gildir til 2024 og stendur endurskoðun þeirra væntanlega yfir. Sterkustu félögin í Evrópu eru nú byrjuð að ota sínum tota í þeim hugleið- ingum. Þau eru í raun að segja þau muni ekki sætta sig við núverandi fyrirkomulag og hóta því óbeint að taka félögin úr Meistaradeild Evr- ópu. Þau eru með gríðarlega góða samningsstöðu í ljósi þess hversu veikar keppnirnar yrðu án þeirra. Þá verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig störukeppnin milli FIFA og UEFA um hverjir munu fá tekjur af keppnum í framtíðinni mun þróast. Hingað til hefur það verið þegjandi samkomulag að FIFA fái lungann af sínum tekjum af heims- meistaramóti landsliða á meðan UEFA hefur verið borið uppi af Meistaradeild Evrópu. Það gæti breyst ef félögin ákveða að fara aðra leið í þessum efnum og fá FIFA jafn- vel með í þann dans,“ segir Björn. „Hér munu togast á sjónarmið sem hafa verið ríkjandi í knatt- spyrnunni í Evrópu og ekki síst á Englandi um að öll félög eigi að eiga sem jafnasta möguleika á að færast upp á milli deilda og ná árangri í efstu lögum annars vegar og hins vegar hagsmunir sterkustu félaganna sem hafa vissulega dregið að stærstu sjónvarpssamningana og samstarfsaðilana, til hagsbóta fyrir minni félögin. Ef kerfinu væri ekki miðstýrt hvað tekjudreifingu varðar þá væru lið í ensku úrvals- deildinni og Meistaradeild Evrópu ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli við aðra heldur væru allt of sterk. Svo er bara spurning hvort knatt- spyrnan vill taka sterkustu félögin út fyrir sviga og láta þau mætast oftar yfir árið eða ríghalda í gamal- grónar og rómantískar hugmyndir um að þátttaka í keppnum eigi að ákvarðast út frá úrslitum inni á knattspyrnuvellinum,“ segir hann enn fremur um næstu skref í mál- efnum knattspyrnunnar en bætir við að hið síðarnefnda hugn ist honum talsvert betur. hjorvaro@frettabladid.is SPORT FÓTBOLTI Telmo Castanheira, leik- maður ÍBV, er trúlega á leið frá félaginu eftir tímabilið, en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur allavega eitt félag í Pepsi Max-deildinni sýnt leikmanninum áhuga. Telmo, sem var kjörinn besti leikmaður ÍBV í fyrra þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni, hefur spilað 18 leiki í sumar en ekki tekist að skora. Telmo er Portúgali sem ólst upp hjá Porto en gekk í raðir ÍBV í fyrra. Telmo hefur skorað tvö mörk í bikarnum þar sem ÍBV mætir FH í undanúrslitum, ef KSÍ tekst að koma að lokakaf la bikarkeppninnar í þétta dagskrá næstu vikurnar. Ljóst er að ÍBV nær ekki markmiði sínu að komast upp í deild þeirra bestu á þessu ári. Eyjamenn, sem byrjuðu tímabilið af miklum krafti, eru með þrjátíu stig um miðja deild þegar tvær umferðir eru eftir og geta ekki komist ofar en fjórða sætið. – bb Áhugi á Telmo úr efstu deild FÓTBOLTI Í kvöld verður íslenskur dómarakvartett sem mun dæma leik Wales og Færeyja í undan- keppni EM 2021 í Wales. Er það í fyrsta sinn sem fjórar íslenskar konur skipa dómarakvartett í alþjóðlegum leik A-landsliða, sem fer fram ytra. Bríet Bragadóttir, sem hefur unnið við alþjóðleg verkefni undan- farin sex ár, verður á f lautunni og henni til aðstoðar verða þær Rúna Kristín Stefánsdóttir og Eydís Einarsdóttir. Varadómarinn sem verður til taks er Bergrós Unudóttir. Velska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðlinum, en færeyska liðið er án stiga eftir fimm umferðir. Leikurinn fer fram í Cardiff og hefst 18.05 að íslenskum tíma. – kpt. Kvennakvartett í fyrsta sinn á erlendri grundu Bríet og Rúna Kristín ásamt Jovönu Cosic. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þungi í málflutningi risanna Hugmyndir stærstu liða Evrópu um svokallaða Ofurdeild er ekki ný af nálinni. Stærstu liðin vilja stærri bita af kökunni í fjármálunum og njóta stuðnings FIFA sem vill ná betri stjórn yfir stærstu keppni heims. Ef hugmyndir stórliðanna ganga fram fá stærstu lið Evrópu að kljást tvisvar á hverju ári og bætist það við álagið sem fylgir deildunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ég var ekki hrifinn af þeim hugmynd- um sem ég las um í fjöl- miðlum. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea FÓTBOLTI Í ársskýrslu Manchester United, sem var gefin út í gær, komu bersýnilega í ljós áhrif kórónaveiru- faraldursins á eitt stærsta félag heims. Félagið varð af sjötíu millj- ónum í tekjum og jukust skuldir félagsins um 133% frá því sem áður var. Skuldir félagsins telja í dag 438 milljónir punda eftir tap upp á 23 milljónir punda á síðasta tímabili. Tekjur félagsins minnkuðu um tuttugu prósent á milli ára og hafa ekki verið lægri í fimm ár. Á nýaf- stöðnu tímabili komu 509 milljónir inn í kassann sem er 18,8% minna en árið áður þegar félagið skilaði meti í tekjuinnkomu með 627 millj- ónum. Hluta þess má rekja til þess að United lék ekki í Meistaradeild Evrópu á síðasta ári. – kpt Skuldir United stórjukust í ár Liverpool og Barcelona yrðu í aðalshlutverki í nýju deildinni. MYND/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.