Fréttablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 2
Veður
Gengur í austan 13-18 í dag og
18-23 syðst um kvöldið, en hægari
vindur norðan heiða. Rigning eða
slydda um landið SA-vert, annars
úrkomulítið. Hiti 2 til 7 stig.
SJÁ SÍÐU 26
Sparkað í Laugardalnum
Knattspyrnuáhugamenn geta glaðst aftur eftir að heilbrigðisyfirvöld leyfðu æfingar á ný. Skilyrðin eru þó ströng, bannað er að snerta, allir þurfa
að virða tveggja metra regluna og sótthreinsa þarf boltann milli æfinga. Eiga þá allir leikmenn að vera vel æfðir fyrir lokasprett Íslandsmótsins.
Pepsi Max-deildin á að klárast 18. nóvember hjá konum og 30. nóvember hjá körlum. Engar hömlur eru á leik ungmenna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SKÓLAMÁL „Það er búið að vera
þröngt um okkar nemendur í raf-
virkjun og húsasmíði. Það á að
byggja við skólann og er verið að
vinna í því en þetta brúar bilið
þangað til,“ segir Elvar Jónsson,
aðstoðarskólameistari Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti, en skólinn
hefur fengið samþykkt að koma
fyrir tólf samliggjandi gámum sem
eiga að nýtast sem tvær kennslu-
stofur, ásamt tengigangi að vestur-
gafli skólans.
„Þetta er bráðsniðug lausn. Við
fórum að skoða þennan möguleika
seint í vor og svo aftur í haust, hvort
við gætum fengið bráðabirgða-
húsnæði til að taka á móti öllum
þessum nemendum sem sækja í
okkar verklega nám, sérstaklega
rafvirkjun. Þessar kennslustofur
eru hugsaðar sem kennslustofur
fyrir rafvirkjun,“ segir Elvar.
Hann segir að lausnin hingað til
hafi verið að notast við matsalinn,
enda er hann ekki opinn vegna
COVID-faraldursins. „Við höfum
ekki haft mötuneytið í gangi vegna
COVID, þannig að í ágúst var byrjað
að hafa matsalinn sem þrjár opnar
kennslustofur. Það hefur bjargað
okkur fram að þessu. En okkur
vantaði lausn til lengri tíma og
lendingin var þessar gámaeiningar
enda vonumst við til að geta hleypt
nemendum aftur í matsalinn sinn
þegar léttir á ástandinu.“
Hann segir að kröfurnar séu að
taka við sem flestum nemendum,
sérstaklega í verknámi og því renni
FB blóðið til skyldunnar með því
að hugsa aðeins út fyrir kassann á
þessum skrýtnu tímum. „Þetta er
allt gert í samráði við menntamála-
ráðuneytið og yfirvöld og við erum
að koma til móts við kröfurnar, að
taka á móti sem allra flestum nem-
endum, sérstaklega í verknámi.
Við höfum gert það eftir fremsta
megni,“ segir Elvar.
Hann bætir við að þetta kennslu-
ár hafi verið einstaklega krefjandi,
og hrósar bæði kennurum og nem-
endum fyrir hvernig hefur tekist til.
„Það er alveg ótrúlegt og magnað
afrek segi ég, hvernig kennarar hafa
náð að útfæra þetta þannig að þetta
er að ganga ágætlega upp þrátt fyrir
þessar mjög svo miklu skorður sem
sóttvarnareglur setja okkur til að
taka inn hópa. Við höfum gengið
langt hér í FB í sóttvörnum og
stundum lengra en ítrustu reglur
segja til um til að verja okkar fólk
og nemendur.“
benediktboas@frettabladid.is
Losna loksins við
kennsluna úr matsal
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur fengið samþykkt að fá 12 gáma til að búa
til tvær kennslustofur sem mun leysa vanda verklegrar kennslu í rafvirkjun.
Matsalnum var breytt í kennslustofu vegna COVID en fer nú aftur í fyrra horf.
FB hefur ekki farið varhluta af ástandinu frekar en aðrir skólar. Hér má sjá
Elvar í matsalnum sem nýttur var sem þrjár stofur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það er alveg ótrú-
legt og magnað
afrek segi ég, hvernig kenn-
arar hafa náð að útfæra
þetta þannig að þetta er að
ganga ágætlega upp þrátt
fyrir þessar mjög svo miklu
skorður.
Elvar Jónsson, aðstoðarskólameist-
ari Fjölbrautaskólans í Breiðholti
COVID-19 „Við höfum leitað svara
við því frá heilbrigðisráðuneytinu,
hvað trompar hvað í reglunum,“
segir Þröstur Jón Sigurðsson, eig-
andi Sporthússins. Hann opnaði
dyrnar að líkamsræktarstöð sinni
í gær samkvæmt nýjum sóttvarna-
reglum en búningsklefar, sturtur og
salerni voru lokuð.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
í gær er greitt aðgengi að bað- og
sturtuaðstöðu og fullbúinni snyrt-
ingu, meðal forsendna starfsleyfa
frá Umhverf isstofnun og heil-
brigðiseftirlitum sveitarfélaga fyrir
íþróttamannvirki og líkamsræktar-
stöðvar. Skylt er að líkamsræktar-
stöðvar veiti gestum slíka aðstöðu.
Þröstur segir að ýmsir álíka þætt-
ir hafi komið upp eftir að Sporthús-
ið var opnað aftur í gær, til dæmis
hvernig tryggja skuli brunavarnir
þar sem inn- og útgangar eru hólf-
aðir niður í sóttvarnahólf. „Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem við
höfum fengið frá ráðuneytinu hafa
þau metið það svo að sóttvarnir séu
mikilvægari en aðgengi að bún-
ingsaðstöðunni og salernum, svo
við tókum þessa ákvörðun út frá
því,“ segir Þröstur og bætir við að
þetta snúist um að „gera það besta
úr ömurlegum aðstæðum.“
Þá segir hann fjölda viðskipta-
vina hafa krafist þess að stöðvarnar
yrðu opnaðar eftir að nýjar reglur
um sóttvarnir tóku gildi í gær. „Við
erum með um tólf þúsund við-
skiptavini og á milli tíu og tutt-
ugu prósent þeirra setja algjörlega
þá kröfu að við opnum af því við
megum það,“ útskýrir hann. – bdj
Sóttvarnir í
ræktinni trompi
aðrar reglur
R E YK JAN E S BÆ R Forsvarsmenn
Minningarsjóðs Þorbjörns Hauks
Liljarssonar, Öruggs skjóls, hafa hug
á að opna áfangaheimili í Reykja-
nesbæ. Hera Ósk Einarsdóttir,
sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykja-
nesbæjar gerði grein fyrir málinu á
fundi velferðarsviðs í síðustu viku
en málinu var frestað og starfsfólki
sviðsins gert að af la frekari upp-
lýsinga. Í samtali við Fréttablaðið
sagði Hera að ekki væri enn komið
á hreint hvort af opnun heimilisins
yrði en að samtal væri í gangi á milli
bæjarins og minningarsjóðsins.
Guðrún Hauksdóttir Schmidt,
talsmaður Öruggs skjóls og móðir
Þorbjörns Hauks, segir verkefnið
bæði brýnt og mikilvægt. Ekkert
áfangaheimili sé á Suðurnesjum
fyrir þá sem hafi lokið áfengis- eða
vímuefnameðferð, fyrrum fanga
eða þá sem eigi í engin hús að venda.
– bdj
Vilja opna
áfangaheimili í
Reykjanesbæ
Þröstur Jón
Sigurðsson,
eigandi
Sporthússins
2 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð