Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 14
Manchester United
hefur leikið sex heimaleiki í
röð án sigurs í ensku úrvals-
deildinni. Uppskeran úr
þessum leikjum er þrjú stig.
55%
Manchester United er með
55% sigurhlutfall undir
stjórn Ole Gunnar Solskjaer.
3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
ENSKI BOLTINN Tapleikur Manch
ester United gegn Arsenal um síð
ustu helgi var sá hundraðasti undir
stjórn Ole Gunnar Solskjær sem
ráðinn var til að klára keppnistíma
bilið sem knattspyrnustjóri liðsins
í kjölfar þess að José Mourinho
var sagt upp störfum hjá félaginu í
desember árið 2018. Ole Gunnar fór
vel af stað í stjóratíð sinni og sann
færði eigendur félagsins um að gera
langtímasamning við sig. Í næsta
mánuði eru þrjú ár liðin síðan Sol
skjaer stýrði liðinu í fyrsta sinn og
skiptast stuðningsmenn í fylkingar
þegar kemur að stjóranum.
Tapið gegn Arsenal var það 24 í
stjóratíð Solskjær en hann hefur
haft betur í 55 leikjum og gert 21
jafntefli. Það gerir 55 prósent sigur
hlutfall. Solskjær nældi sér í örlítið
andrými með 50 sigri Manchester
United gegn RB Leipzig í riðla
keppni Meistaradeildar Evrópu í
miðri síðustu viku. Solskjaer virðist
kunna vel við sig í Meistaradeild
inni en frækinn sigur United á PSG
fór langt með að innsigla framtíðar
samning Solskjaer í ársbyrjun 2018.
Uppskeran í deildinni er hins
vegar ansi rýr þar sem liðið hefur
halað inn einungis sjö stigum í
fyrstu sex leikjum sínum. Þannig
er liðið strax komið níu stigum á
eftir Liverpool sem trónir á toppi
deildarinnar en á þó leik til góða.
Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður
og aðstoðarknattspyrnustjóri hjá
Manchester United, lét hafa eftir
sér í fjölmiðlum í síðustu viku að
félagið gæti þurfti að bíða í 20 ár
eftir næstu blómatíð sinni og spark
spekingar fóru ófögrum orðum um
leikmenn liðsins eftir ósigurinn
gegn Skyttunum. Roy Keane, álits
gjafi Skysports, hlífði reyndar fyrr
verandi liðsfélaga sínum og beindi
spjótum sínum að leikmönnum sem
hann taldi að þyrftu að axla ábyrgð
og sýna það í verki að þeir vilji halda
Solskjær áfram á hliðarlínunni.
Fyrrum liðsfélagar Solskjaer hafa
yfirleitt beint sjónarmiðum sínum
að félaginu og eigendum þess en
reynt að taka upp hanskann fyrir
Norðmanninum.
Ekki er langt síðan Manchester
United var kjöldregið af Tottenham
Hotspur, 61, í deildinni þannig að
þráðurinn er skiljanlega stuttur
hjá stuðningsmönnum Manchester
United og lítil innistæða fyrir óhag
stæðum úrslitum. Félagið hefur
aðeins tvisvar áður tapað fjórum
leikjum eða meira á heimavelli á
einu tímabili, nú hefur félagið tapað
þremur af fjórum heimaleikjum
sínum.
Solskjaer hefur sjálfur lýst því
yfir að áhorfendaleysið á Old Traf
ford sé að kosta lið sitt í jöfnum
leikjum en líklegt er að það sé að
minnka pressuna á þeim norska.
Áhorfendur á knattspyrnuleikjum
eru óhræddir við að baula þegar
illa gengur sem setur meiri pressu á
liðið en það heyrist ekki af sófanum
til leikmannanna. Norðmaðurinn
er í goðsagnartölu hjá stuðnings
mönnum félagsins eftir ellefu farsæl
ár sem leikmaður en frammistaða
hans sem þjálfari félagsins gæti
breytt álitinu á Solskjaer í stuðn
ingsmannakjarna félagsins.
Þrátt fyrir að fátt bendi til þess að
eigendur Manchester United ætli
að skipta um mann í brúnni þá er
vert að benda á að eftir 100 leiki við
stjórnvölinn var Mourinho með 62
prósenta sigurhlutfall eftir 52 sigur
leiki, 23 jafntefli og 15 töp. Þá hafði
Mourinho bæði skilað bikarmeist
aratitli í hús sem og sigri í Evrópu
deildinni þegar hann fékk sparkið.
Reyndar var starfsumhverfið tölu
vert verra á Old Trafford undir lok
Portúgalans sem virtist hafa allt á
hornum sér og var í stöðugum ill
deilum við stjórn félagsins mánuð
ina áður en hann hvarf á braut.
Mourinho tók við starfinu af
Louis Van Gaal vorið 2016 en Holl
endingurinn var með 52 prósenta
sigurhlutfall í fyrstu 100 leikjum
sínum eða 52 sigra, 25 jafntefli og 23
töp. Van Gaal hafði nýverið fagnað
bikarmeistaratitli með lærisveinum
sínum þegar hann fékk uppsagnar
bréfið.
Solskjær taldi sig hafa fundið
jafnvægi í leik liðsins með tígul
miðjunni sem hann stillti upp í
leiknum gegn RB Leipzig. Liðið
hefur innan sinna raða sex miðvall
arleikmenn en breiddin er minni í
kantstöðunum. Solskjær hefur
mögulega fundist þetta leikkerfi
henta vel út frá þeim leikmönnum
sem hann hefur innan sinna raða
og þá bjóða upp á bestan mögu
leika til þess að rótera og halda leik
mönnum ferskum. Svo virtist sem
Jadon Sancho væri aðalskotmark
Manchester United í sumar til þess
að auka breiddina á vængnum ef
spila ætti leikkerfið 433. Þau kaup
gengu ekki eftir og frammistaða
Daniel James, sem hefur ekki náð
að f ljúga með himinskautum hjá
Manchester United, virðist verða til
þess að hann telur heillavænlegast
að spila með fjóra leikmenn inni á
miðsvæðinu.
Bakverðir Manchester United,
Luke Shaw og Aaron WanBissaka
eru hins vegar ekki þeir öflugustu
fram á við og Scott McTominlay,
sem alla jafna hefur leikið sem
annar af tveimur sitjandi miðju
mönnum, virtist ekki líða vel í því
hlutverki að sækja sem eins konar
hægri kantmaður þegar liðið sótti
gegn Arsenal. Fred fann sig illa
í þessu leikkerfi í leiknum gegn
Arsen al og Paul Pogba og Bruno
Fernandes náðu ekki að tengja
saman.
Tígulmiðjan gerir það líka að
verkum að Pogba þarf að verjast
inn í vítateig Manchester United
sem virðist ekki kunna góðri lukku
að stýra en hann hefur verið brot
legur í þremur af síðustu fimm víta
spyrnum sem liðið hefur fengið á sig.
Þá viðurkenndi Pogba það í við
tali eftir leikinn um síðustu helgi
að hann væri kannski ekki sá besti
í að verjast og hann ætti það til að
vera of hvatvís í tæklingum sínum.
Hann yrði að vinna í því á næstunni.
Kannski er best að hafa slíkan mann
eins langt í burtu frá varnarleik í
vítateignum sínum og mögulegt er.
Þá eru regluleg ummæli hans um
þrá hans að spila með Real Madrid
og spilamennska hans ekki beint
að setja hann efstan í vinsældalista
stuðningsmanna United.
hjorvaro@frettabladid.is
SPORT
Pressan á Ole eykst með hverjum degi
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjaer stýrði Manchester United í 100. sinn um helgina og nálgast þrjú ár í starfi. Félaginu mistókst
að vinna sjötta heimaleikinn í röð í deildinni um helgina. Tölfræðin er sambærileg og hjá Mourinho og van Gaal sem voru reknir.
Solskjaer getur andað léttar yfir því að þurfa ekki að hlusta á baul stuðningsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY