Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 4
Okkur er ekki stætt á því að taka við þess- um peningum. Einar Hermanns- son, formaður SÁÁ TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP ® CHEROKEE Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury: • 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting • Jeep Active Drive I Select Terrain með 4 drifstillingum, • Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera • Leðurinnrétting • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Íslenskt leiðsögukerfi • Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð • Hágæða Alpine hljómflutningskerfi með bassaboxi • Apple & Android Car Play • Bluetooth til að streyma tónlist og síma ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF FRÁBÆRT VERÐ: 7.990.000 KR. ÖFLUG DÍSELVÉL - 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING SPARNEYTINN - HLAÐINN LÚXUSBÚNAÐI HEILBRIGÐISMÁL Framkvæmda- stjórn SÁÁ hefur ákveðið einróma að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og að slíta tengsl sín við Íslandsspil. „Í ár er gert ráð fyrir um 40 millj- ónum króna og á næsta ári er gert ráð fyrir í kringum 34 milljónum sem við myndum fá út úr Íslands- spilum,“ sagði Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, í viðtali í 21 á Hring- braut í gærkvöldi. Að sögn Einars fara tekjurnar úr kössunum stöðugt minnkandi þar sem áhættuspil hefur færst í aukn- um mæli á internetið. „Upphæðin skiptir kannski ekki öllu máli. Við teljum þetta bara prinsippmál, okkur er ekki stætt á því að taka við þessum peningum og margir hafa núna haft samband við okkur og lýst ánægju sinni með þetta skref,“ sagði Einar. Algjörlega óvíst sé hvernig bæta eigi tekju- tapið. SÁÁ rekur Íslandsspil ásamt Landsbjörgu og Rauða krossinum og eiga samtökin 9,5 prósenta eignarhlut. Einar sagði í þættinum á Hring- braut að viðræður væru hafnar um að samtökin gengju út úr Íslands- spilum og þau mæti skilningi. Fjöl- menn aðalstjórn SÁÁ eigi síðasta orðið, en þar séu skoðanir á sama veg og í framkvæmdastjórninni. – lb SÁÁ verður af tugmilljónum króna við að hætta í spilakössunum COVID-19 Skólahald hefst að nýju í dag með breyttum áherslum vegna hertra takmarkana á samkomum vegna kórónaveirufaraldursins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra staðfesti í gær breytingu á reglugerð um samkomutakmark- anir og þurfa börn í 1.-4. bekk, fædd 2011 eða síðar, ekki að bera grímu. Börn fædd fyrir árið 2011 þurfa að bera grímu sé ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna, þetta á meðal annars við í skólum, almennings- samgöngum og í verslunum. Síðustu daga hefur verið uppi um ræða um óánægju kennara sem bein ist að því að nemendur í 1.-4. bekk séu teknir út fyrir sviga þegar kemur að hertum reglum um samkomutakmarkanir. Ómar Örn Magnússon, kennari í Haga- skóla, tel ur afar mikilvægt að halda skólum opnum með sem minnstum skerðingum og segist hann telja að flestir sem starfi innan menntakerf- isins séu tilbúnir að sinna störfum sínum með þeim takmörkunum sem í gildi séu. „Hlutverk skólans er svo marg- þætt og snýr ekki bara að því að fræða nemendur. Það er mikilvægt að nemendur hafi rútínu,“ segir Ómar. „Skólinn er samfélag fyrir nem- endur og mikilvægur griðastaður fyrir marga. Það búa ekki allir við sömu heimilisaðstæður og ég held að það hafi aldrei verið mikil- vægara en nú að líta á skólann sem jöfnunartækið sem hann er,“ bætir Ómar við. Hákon Sigursteinsson, fram- k væmd a st jór i B a r naver nd a r Reykjavíkur, tekur undir orð Ómars og segir afstöðu Barnaverndar skýra. Afar mikilvægt sé að hafa bæði leik- og grunnskóla opna. „Börn þarfnast rútínu og félags- legrar samveru með öðrum börnum. Sérstaklega á það við um börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og vanrækslu, svo sem ofbeldi eða neyslu foreldra. Þar er skólinn oft athvarf barnanna,“ segir Hákon. Þá kveðst Hákon bera traust til sóttavarnalæknis og tillagna hans, en einnig til skólastjórnenda og kennara og hæfni þeirra til að skipu- leggja umhverfi barnanna með til- liti til sóttvarna. Segir Hákon greinilegt að þeir sem starfi í umhverfi barnanna séu vel vakandi á verðinum. „Tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur hafa aldrei verið fleiri en nú, fara líklega yfir 5.200 tilkynn- ingar yfir árið og stefnir í um tíu pró- senta aukningu frá fyrra ári,“ segir Hákon. Álfheiður Guðmundsdóttir, for- maður fagdeildar sálfræðinga við skóla, segir líkt og Hákon og Ómar að mikilvægt sé að halda uppi skóla- haldi með sem minnstum skerð- ingum. Mikilvægt sé að raska lífi barnanna sem minnst. Það er mikilvægt að börn hafi sem mestan stöðugleika, því það veitir þeim öryggi að vita hvað er að fara að gerast á morgun,“ segir Álfheiður. Að sögn Álfheiðar spila heimilis- aðstæður stóran þátt í lífi barna á tímum sem þessum og að ekki séu allir foreldrar jafn vel í stakk búnir til að hjálpa börnum sínum við heimanám og fjarkennslu. Álf heiður segist hafa upplifað það að vanlíðan barna sem glími við einkenni kvíða eða hafi staðið á höllum fæti félagslega hafi í sumum tilfellum aukist en að flestum börn- um vegni vel. „Flest börn hafa sýnt mikla seiglu og góða aðlögunarfærni í þessum sérstöku aðstæðum,“ segir Álfheið- ur. birnadrofn@frettabladid.is Börn eiga griðastað í skólum Kennari í Hagaskóla segir mikilvægt að halda skólum opnum með sem minnstum skerðingum og fram- kvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur tekur undir. Sálfræðingur segir röskun valda börnum óöryggi. Grímuskylda er í skólum fyrir börn fædd 2010 og fyrr þar sem ekki er hægt að halda fjarlægð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Flest börn hafa sýnt mikla seiglu og góða aðlögunarfærni í þessum sérstöku aðstæðum. Álfheiður Guð- mundsdóttir, for- maður fagdeildar sálfræðinga við skóla ÍSLAND Íbúafjöldi á Íslandi var 364.134 þann 1. janúar og fjölgaði um tvö prósent samkvæmt tilkynn- ingu Hagstofunnar. Árið 2019 fædd- ust 4.452 börn en 2.275 manns létust. Alls fluttu um sjö þúsund manns frá landinu en tólf þúsund til lands- ins. Brottfluttir íslenskir ríkisborg- arar umfram aðflutta, voru 175 árið 2019. Innflytjendur voru 55.354. Þann 1. janúar rufu Pólverjar 20 þúsund manna múrinn. Þeir telja nú 20.477, sem samsvarar 37 prósentum allra innflytjenda. Annarri kynslóð inn- f lytjenda fjölgaði milli ára, voru 5.684 í ár, samanborið við 5.263 í fyrra. Fjölmennasta sveitarfélagið var Reykjavík með 131.136 íbúa. Það fámennasta var Árneshreppur, þar sem bjuggu 43 íbúar. Árið 2019 fækk- aði fólki í fjórtán sveitarfélögum en fjölgun átti sér stað á öllum land- svæðunum átta. Fólki á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði árið 2019, en 1. janúar 2020 bjuggu þar 4.803 fleiri en árið áður. – bb Yfir 130 þúsund búa í Reykjavík Í ársbyrjun bjuggu alls 21.633 hér á landi í dreifbýli. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 43 voru skráðir um síðustu ára- mót í Árneshreppi, fámenn- asta sveitarfélagi landsins, 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.