Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 8
 Kannanir sýna að mjótt er á munum í þrettán ríkjum og tveimur héruðum en flest ríkin sem barist er um í ár eru ríki sem Trump vann árið 2016. Viðbótarvörn gegn vírusum Nú fáanleg aftur í öllum helstu apótekum. Nánari upplýsingar á viruxal.com GRÍMUR SÓTTHREINSUNFJARLÆGÐ VIRUXAL®HANDÞVOTTUR BA N DA R Í K I N Bandar ík jamenn ganga til kosninga í dag og munu þar greiða atkvæði um næsta for- seta Bandaríkjanna, annað hvort Joe Biden eða Donald Trump. Þá er einnig kosið um öll sætin innan full- trúadeildar Bandaríkjaþings og 35 sæti innan öldungadeildarinnar. Samkvæmt könnunum er Biden líklegri til að vinna auk þess sem Demókratar geta mögulega náð stjórn í þinginu. Það er þó ekki þar með sagt að öll von sé úti fyrir Trump. Nýjustu kannanir benda til að í forsetakosningunum sé til- tölulega mjótt á munum í þrettán ríkjum og tveimur héruðum, einu í Maine og einu í Nebraska, en f lest ríkin sem barist er um í ár eru ríki sem Trump vann árið 2016. Helstu ríkin sem vert er að fylgj- ast með í ár eru Georgía, Norður- Karólína, Ohio, Flórída, Pennsylv- anía, Arizona, Texas og Iowa, þar sem lítill munur er á milli Bidens og Trumps í könnunum. Þá er einnig vert að fylgjast með fimm ríkjum þar sem Biden er að mælast örlítið sterkari, en þau ríki eru New Hamp- shire, Michigan, Wisconsin, Minne- sota og Nevada. Kjörstaðir í Bandaríkjunum verða flestir opnaðir á milli klukk- an 06.00 og 08.00 að staðartíma og lokað á milli 18.00 og 21.00. Þar sem Bandaríkin eru á nokkrum mis- munandi tímabeltum er munur á því hvenær kjörstaðir loka að íslenskum tíma, en fyrstu kjör- stöðum verður lokað klukkan 23.00 á þriðjudagskvöld að íslenskum tíma og þeim síðustu klukkan 06.00 á miðvikudagsmorgun. Hvenær fyrstu niðurstöður berast er önnur spurning en mismunandi er eftir ríkjum hvaða atkvæði eru talin fyrst. Eins og staðan er í dag hafa rúmlega 95 milljón manns greitt atkvæði utan kjörfundar, tæplega 70 prósent af heildarkjör- sókn árið 2016, og er búist við met- kjörsókn í ár. Mörg ríki byrja á að telja póst- og utankjörstaðaratkvæði, en í þeim ríkjum má búast við að fyrstu niðurstöður verði Demókrötum í hag. Þar sem kjörfundaratkvæði eru talin fyrst má gera ráð fyrir niður- stöðum sem verða Repúblikönum í hag. Í  nokkrum ríkjum mega utan- kjörfundaratkvæði berast eftir sjálfan kjördag og verða því ekki talin fyrr en seinna í vikunni.  Þá er mikilvægt að hafa í huga að það er mismunandi hvenær ríkin fá að hefja talningu á þeim atkvæðum, sum fengu að byrja fyrr en önnur mega ekki hefja talningu fyrr en á sjálfan kjördag. Í sumum ríkjum er búist við margra daga töf. Það er því óljóst hvenær endan- legar niðurstöður munu liggja fyrir, en mögulega verður hægt að draga einhverjar ályktanir út frá fyrstu niðurstöðum barátturíkjanna, þá einna helst Flórída, þar sem f lest atkvæði munu liggja fyrir f ljótlega eftir lokun. Ef Biden vinnur þar er nánast öruggt að hann vinni kosn- ingarnar en ef hann tapar Flórída er líklegt að það þurfi að bíða töluvert lengur eftir niðurstöðum. fanndis@frettabladid.is Ítarlegri umfjöllun um kosningarnar verður birt á frettabladid.is klukkan 15 í dag. Úrslitastundin runnin upp og valið er milli Trump og Biden Kjördagur í Bandaríkjunum er í dag þar sem kosið er um næsta forseta Bandaríkjanna, sem og Banda- ríkjaþing. Óljóst er hvenær endanlegar niðurstöður koma til með að liggja fyrir en mögulega verður hægt að draga ályktanir út frá niðurstöðum í ákveðnum ríkjum í nótt. Fjöldi póstatkvæða flækir málin. Síðustu kjörstaðir loka klukkan sex á miðvikudagsmorgun að íslenskum tíma en flestir þó fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Lokunartímar kjörstaða að íslenskum tíma n 00.00 Kjörstöðum lokað í sex ríkjum. Aðallega verið að fylgjast með Georgíu. n 00.30 Kjörstöðum lokað í þremur ríkjum. Aðallega verið að fylgj­ ast með Norður­Karólínu og Ohio. n 01.00 Kjörstöðum lokað í sextán ríkjum og Washington, D.C. Aðallega verið að fylgjast með Flórída, Pennsylvaníu og Maine en einnig New Hampshire. n 01.30 Kjörstöðum lokað í einu ríki. n 02.00 Kjörstöðum lokað í fjórtán ríkjum. Aðallega verið að fylgjast með Arizona, Texas og Nebraska en einnig Michigan, Minnesota og Wisconsin. n 03.00 Kjörstöðum lokað í fjórum ríkjum. Aðallega verið að fylgjast með Iowa en einnig Nevada n 04.00-06.00 Kjörstaðir loka í sex ríkjum. Meira á frettabladid.is RÚSSLAND Bandaríski uppljóstrar- inn Edward Snowden og eiginkona hans, Lindsay Mills, hyggjast sækja um ríkisborgararétt í Rússlandi, samhliða bandarískum ríkisborg- ararétti sínum. Þetta kemur fram í færslu Snow- dens á Twitter. Hann hefur verið búsettur í Rússlandi síðan árið 2013, þegar hann flúði Bandaríkin eftir að hann lak leynilegum gögnum í fjöl- miðla sem sýndu fram á umfangs- mikið eftirlit leyniþjónustu Banda- ríkjanna, NSA, innanlands og utan. Síðan þá hefur hann verið eftir- lýstur af bandarískum yfirvöldum. Hjónin tilkynntu á dögunum að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Segja þau að á tímum heimsfarald- urs og lokaðra landamæra þá ætli þau ekki að hætta á að vera aðskilin frá væntanlegum erfingja. – bþ Snowden vill verða Rússi Edward Snowden. MYND/GETTY HVÍTA-RÚSSLAND Yfir 200 manns voru handtekin af lögreglu eftir hörð mótmæli í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, á sunnudag. Tug- þúsundir Hvít-Rússa mættu í kröfu- göngu frá miðju höfuðborgarinnar til svæðis í útjaðri borgarinnar sem notað var undir aftökur á tímum Stalíns. Kröfðust mótmælendur meðal annars þess að Alexander Lúkasj- enkó, forseti landsins, hyrfi frá völdum. Samkvæmt frétt CNN skarst lögreglan í leikinn og kvað mótmælin niður af hörku. Viðvör- unarskotum var hleypt af auk þess sem rotsprengjum var beitt. Mótmælaalda hefur geisað í Hvíta-Rússlandi í rúmar tólf vikur, frá því að Lúkasjenkó var endur- kjörinn forseti í afar umdeildum kosningum. – bþ Lögregla beitti hörku í Minsk Alexander Lúkasjenkó. MYND/GETTY HERMÁL Fjórða Boeing Poseidon MRA1 herf lugvél breska hersins hefur verið nefnd Spirit of Reykja- vík eða Andi Reykjavíkur, en hún lendir í fyrsta sinn á f lugvelli f lug- hersins við Lossiemouth í dag. Er nafnið til að heiðra Reykjavík og fólkið þar vegna hlutverks þeirra við að tryggja sigur bandamanna í baráttunni um Atlantshafið í síðari heimsstyrjöldinni. Segir í frétt f lughersins að strax eftir að Bretar fóru að f ljúga frá Reykjavíkurf lugvelli hafi gæfan snúist þeim í hag. Þjóðverjar hafi misst forskot sitt á hafinu og vistir komist til Bretlands. Georg konung- ur hafi staðfest mikilvægi Íslands með því að bæta íslenskum fálka við merki CXX flugsveitarinnar. James Hanson, yfirmaður í f lug- sveitinni, segir í frétt f lughersins að samband hersins við Ísland sé sveitinni ofarlega í huga. „Kaf báta- leit sem við notumst við í dag má rekja aftur til þeirra sem byrjuðu á því í ferðunum frá Reykjavík. Við hlökkum til að endurvekja samband okkar við samfélagið á Íslandi,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að breski flugherinn verði með einn tæknilegasta flota heims – ólíkt því sem var á Íslandi þegar aðstæður voru mun frumstæðari. – bb Bretar nefna herflugvél eftir anda Reykjavíkur Poseidon MRA1 flugvél eins og sú sem mun bera nafn Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.