Fréttablaðið - 03.11.2020, Page 8
Kannanir sýna að mjótt
er á munum í þrettán ríkjum
og tveimur héruðum en flest
ríkin sem barist er um í ár
eru ríki sem Trump vann
árið 2016.
Viðbótarvörn
gegn vírusum
Nú fáanleg aftur í öllum helstu apótekum.
Nánari upplýsingar á viruxal.com
GRÍMUR SÓTTHREINSUNFJARLÆGÐ VIRUXAL®HANDÞVOTTUR
BA N DA R Í K I N Bandar ík jamenn
ganga til kosninga í dag og munu
þar greiða atkvæði um næsta for-
seta Bandaríkjanna, annað hvort
Joe Biden eða Donald Trump. Þá er
einnig kosið um öll sætin innan full-
trúadeildar Bandaríkjaþings og 35
sæti innan öldungadeildarinnar.
Samkvæmt könnunum er Biden
líklegri til að vinna auk þess sem
Demókratar geta mögulega náð
stjórn í þinginu. Það er þó ekki
þar með sagt að öll von sé úti fyrir
Trump. Nýjustu kannanir benda
til að í forsetakosningunum sé til-
tölulega mjótt á munum í þrettán
ríkjum og tveimur héruðum, einu í
Maine og einu í Nebraska, en f lest
ríkin sem barist er um í ár eru ríki
sem Trump vann árið 2016.
Helstu ríkin sem vert er að fylgj-
ast með í ár eru Georgía, Norður-
Karólína, Ohio, Flórída, Pennsylv-
anía, Arizona, Texas og Iowa, þar
sem lítill munur er á milli Bidens og
Trumps í könnunum. Þá er einnig
vert að fylgjast með fimm ríkjum
þar sem Biden er að mælast örlítið
sterkari, en þau ríki eru New Hamp-
shire, Michigan, Wisconsin, Minne-
sota og Nevada.
Kjörstaðir í Bandaríkjunum
verða flestir opnaðir á milli klukk-
an 06.00 og 08.00 að staðartíma og
lokað á milli 18.00 og 21.00. Þar sem
Bandaríkin eru á nokkrum mis-
munandi tímabeltum er munur
á því hvenær kjörstaðir loka að
íslenskum tíma, en fyrstu kjör-
stöðum verður lokað klukkan 23.00
á þriðjudagskvöld að íslenskum
tíma og þeim síðustu klukkan 06.00
á miðvikudagsmorgun.
Hvenær fyrstu niðurstöður berast
er önnur spurning en mismunandi
er eftir ríkjum hvaða atkvæði eru
talin fyrst. Eins og staðan er í dag
hafa rúmlega 95 milljón manns
greitt atkvæði utan kjörfundar,
tæplega 70 prósent af heildarkjör-
sókn árið 2016, og er búist við met-
kjörsókn í ár.
Mörg ríki byrja á að telja póst-
og utankjörstaðaratkvæði, en í
þeim ríkjum má búast við að fyrstu
niðurstöður verði Demókrötum í
hag. Þar sem kjörfundaratkvæði eru
talin fyrst má gera ráð fyrir niður-
stöðum sem verða Repúblikönum
í hag.
Í nokkrum ríkjum mega utan-
kjörfundaratkvæði berast eftir
sjálfan kjördag og verða því ekki
talin fyrr en seinna í vikunni. Þá
er mikilvægt að hafa í huga að það
er mismunandi hvenær ríkin fá að
hefja talningu á þeim atkvæðum,
sum fengu að byrja fyrr en önnur
mega ekki hefja talningu fyrr en á
sjálfan kjördag. Í sumum ríkjum er
búist við margra daga töf.
Það er því óljóst hvenær endan-
legar niðurstöður munu liggja fyrir,
en mögulega verður hægt að draga
einhverjar ályktanir út frá fyrstu
niðurstöðum barátturíkjanna, þá
einna helst Flórída, þar sem f lest
atkvæði munu liggja fyrir f ljótlega
eftir lokun. Ef Biden vinnur þar er
nánast öruggt að hann vinni kosn-
ingarnar en ef hann tapar Flórída er
líklegt að það þurfi að bíða töluvert
lengur eftir niðurstöðum.
fanndis@frettabladid.is
Ítarlegri umfjöllun um kosningarnar
verður birt á frettabladid.is klukkan
15 í dag.
Úrslitastundin runnin upp og
valið er milli Trump og Biden
Kjördagur í Bandaríkjunum er í dag þar sem kosið er um næsta forseta Bandaríkjanna, sem og Banda-
ríkjaþing. Óljóst er hvenær endanlegar niðurstöður koma til með að liggja fyrir en mögulega verður
hægt að draga ályktanir út frá niðurstöðum í ákveðnum ríkjum í nótt. Fjöldi póstatkvæða flækir málin.
Síðustu kjörstaðir loka klukkan sex á miðvikudagsmorgun að íslenskum tíma en flestir þó fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Lokunartímar kjörstaða að íslenskum tíma
n 00.00
Kjörstöðum lokað í sex ríkjum.
Aðallega verið að fylgjast með
Georgíu.
n 00.30
Kjörstöðum lokað í þremur
ríkjum. Aðallega verið að fylgj
ast með NorðurKarólínu og
Ohio.
n 01.00
Kjörstöðum lokað í sextán
ríkjum og Washington, D.C.
Aðallega verið að fylgjast með
Flórída, Pennsylvaníu og Maine
en einnig New Hampshire.
n 01.30
Kjörstöðum lokað í einu ríki.
n 02.00
Kjörstöðum lokað í fjórtán
ríkjum. Aðallega verið að
fylgjast með Arizona, Texas og
Nebraska en einnig Michigan,
Minnesota og Wisconsin.
n 03.00
Kjörstöðum lokað í fjórum
ríkjum. Aðallega verið að
fylgjast með Iowa en einnig
Nevada
n 04.00-06.00
Kjörstaðir loka í sex ríkjum.
Meira á frettabladid.is
RÚSSLAND Bandaríski uppljóstrar-
inn Edward Snowden og eiginkona
hans, Lindsay Mills, hyggjast sækja
um ríkisborgararétt í Rússlandi,
samhliða bandarískum ríkisborg-
ararétti sínum.
Þetta kemur fram í færslu Snow-
dens á Twitter. Hann hefur verið
búsettur í Rússlandi síðan árið 2013,
þegar hann flúði Bandaríkin eftir að
hann lak leynilegum gögnum í fjöl-
miðla sem sýndu fram á umfangs-
mikið eftirlit leyniþjónustu Banda-
ríkjanna, NSA, innanlands og utan.
Síðan þá hefur hann verið eftir-
lýstur af bandarískum yfirvöldum.
Hjónin tilkynntu á dögunum að
þau ættu von á sínu fyrsta barni.
Segja þau að á tímum heimsfarald-
urs og lokaðra landamæra þá ætli
þau ekki að hætta á að vera aðskilin
frá væntanlegum erfingja. – bþ
Snowden vill
verða Rússi
Edward Snowden. MYND/GETTY
HVÍTA-RÚSSLAND Yfir 200 manns
voru handtekin af lögreglu eftir
hörð mótmæli í Minsk, höfuðborg
Hvíta-Rússlands, á sunnudag. Tug-
þúsundir Hvít-Rússa mættu í kröfu-
göngu frá miðju höfuðborgarinnar
til svæðis í útjaðri borgarinnar sem
notað var undir aftökur á tímum
Stalíns.
Kröfðust mótmælendur meðal
annars þess að Alexander Lúkasj-
enkó, forseti landsins, hyrfi frá
völdum. Samkvæmt frétt CNN
skarst lögreglan í leikinn og kvað
mótmælin niður af hörku. Viðvör-
unarskotum var hleypt af auk þess
sem rotsprengjum var beitt.
Mótmælaalda hefur geisað í
Hvíta-Rússlandi í rúmar tólf vikur,
frá því að Lúkasjenkó var endur-
kjörinn forseti í afar umdeildum
kosningum. – bþ
Lögregla beitti
hörku í Minsk
Alexander Lúkasjenkó. MYND/GETTY
HERMÁL Fjórða Boeing Poseidon
MRA1 herf lugvél breska hersins
hefur verið nefnd Spirit of Reykja-
vík eða Andi Reykjavíkur, en hún
lendir í fyrsta sinn á f lugvelli f lug-
hersins við Lossiemouth í dag.
Er nafnið til að heiðra Reykjavík
og fólkið þar vegna hlutverks þeirra
við að tryggja sigur bandamanna í
baráttunni um Atlantshafið í síðari
heimsstyrjöldinni.
Segir í frétt f lughersins að strax
eftir að Bretar fóru að f ljúga frá
Reykjavíkurf lugvelli hafi gæfan
snúist þeim í hag. Þjóðverjar hafi
misst forskot sitt á hafinu og vistir
komist til Bretlands. Georg konung-
ur hafi staðfest mikilvægi Íslands
með því að bæta íslenskum fálka
við merki CXX flugsveitarinnar.
James Hanson, yfirmaður í f lug-
sveitinni, segir í frétt f lughersins
að samband hersins við Ísland sé
sveitinni ofarlega í huga. „Kaf báta-
leit sem við notumst við í dag má
rekja aftur til þeirra sem byrjuðu
á því í ferðunum frá Reykjavík.
Við hlökkum til að endurvekja
samband okkar við samfélagið á
Íslandi,“ segir hann. Gert er ráð fyrir
að breski flugherinn verði með einn
tæknilegasta flota heims – ólíkt því
sem var á Íslandi þegar aðstæður
voru mun frumstæðari. – bb
Bretar nefna herflugvél
eftir anda Reykjavíkur
Poseidon MRA1 flugvél eins og sú
sem mun bera nafn Reykjavíkur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð