Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 6
Við tókum þá ákvörðun strax í upphafi að halda í allan mannskapinn og höfum ekki sagt neinum upp. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði Fáðu faglega aðstoð lyafræðings Komdu eða pantaðu tíma í síma 517 5500 eða sendu póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Þekkirðu lyn þín? GLÆSIBÆ OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is VESTURLANDSVEGI OPIÐ 10:00-22:00 alla daga Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is URÐARHVARFI OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is og þér líður betur www.lyfsalinn.is SKIPAUMFERÐ Samkvæmt skýrslu Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, European Maritime Safety Agency, hefur skipaumferð skemmtiferða- skipa og farþegaflutninga minnkað um íslenskar hafnir um 40 prósent frá því að COVID-faraldurinn kom upp. Faraldurinn hefur haft mest áhrif á hafnir í Króatíu, þar sem hrunið telur um 70 prósent, á Íslandi, Sló- veníu og Spáni. Valur Rafn Halldórsson hjá Hafna sambandi Íslands segir að COVID hafi vissulega haft áhrif á hafnastarfsemi enda haf i fá skemmtiferðaskip lagst hér að höfn. „Stóra höggið kom í sumar enda margar hafnir sem treysta á komu þeirra. Innflutningur hefur að mínu viti ekki minnkað þó hann hafi taf- ist. Sjávarútvegurinn hefur haldið sínu striki,“ segir Valur. Að sögn Vals kemur innan tíðar skýrsla um fjárhagsstöðu íslenskra hafna sem byggir á ársreikningum 2019 með sérkafla um áhrif COVID. Um 150 skemmtiferðaskip höfðu bókað sig til Ísafjarðar en aðeins nokkrir tugir skipa lögðust að bryggju. Tíminn sé nýttur til fram- kvæmda og þó tíðin sé slæm er ekki búið að segja neinum upp. „Það koma um 50 prósent af okkar tekjum í gegnum skemmti- ferðaskipin,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði. Hann er ekki sérlega bjartsýnn á að skemmtiferðaskip leggist aftur að bryggju fyrr en bóluefni gegn veirunni verði komið. „Við erum að þjónusta íslenskan sjávarútveg og f lutningar og land- anir eru í ágætu horfi. Við tókum þá ákvörðun strax í upphafi að halda í allan mannskapinn og höfum ekki sagt neinum upp,“ segir Guð- mundur. Stórframkvæmdir séu fram undan á Ísafirði. „Við erum að nýta tímann og byggja upp. Við erum að fara að lengja skemmtiferðaskipakantinn þannig að þá getum við tekið á móti öllum skipum. Stærstu skipin hafa þurft að liggja úti á akkeri hjá okkur,“ segir Guðmundur. Framkvæmdin á að auka fjöl- breytni og þjónustu við nýtingu hafnarinnar sem og auka tekjur hennar, segir í frummatsskýrslu Verkís. Lengja eigi kantinn um allt að 300 metra og auka dýpi við bakk- ann í allt að 11 metra. benediktboas@frettabladid.is Tekjufall hjá höfnum vegna fjarveru skemmtiferðaskipa Hafnir Íslands fara ekki varhluta af COVID-faraldrinum. Samkvæmt skýrslu Siglingaöryggisstofnunar Evrópu hafa tekjur vegna skemmtiferðaskipa minnkað um 40 prósent. Um 150 skip höfðu boðað komu sína til Ísafjarðar í sumar en aðeins nokkrir tugir komu. Tíminn hefur verið nýttur til framkvæmda. Skemmtiferðaskip leggst að Ísafjarðarhöfn forðum daga. Stór skip hafa þurft að bíða með akkerin niðri en miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar þannig að öll skip geta lagst að bryggju innan tíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR COVID-áhrif á ýmsar hafnir í Evrópu n Króatía -69 prósent n Ísland -39 prósent n Spánn -30 prósent n Slóvenía -29 prósent COVID-19 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að Reykjavíkurborg geri úttekt á stöðu geðheilbrigðismála hjá borg inni vegna kórónaveirunnar. Síðan verði unnin aðgerðaáætlun sem fylgt verði eftir. Í greinargerð með tillögu frá Val- gerði kemur fram að vísbendingar séu um að kórónaveirufaraldurinn bitni illa á viðkvæmum hópum. Bráðabirgðatölur frá Ríkislög- reglustjóra vegna sjálfsvíga, bendi til þess að staða geðheilbrigðismála sé þung. – bþ Úttekt á stöðu geðheilbrigðis Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi REYKJAVÍK Borgarfulltrúar minni- hlutans vilja skýrari reglur um úthlutanir styrkja úr Miðborgar- sjóði og jafnvel leggja fyrirkomu- lagið af. Borgarráð úthlutaði á dögunum 20 milljónum króna úr Miðborgar- sjóði til ýmissa verkefna. Alls bárust 106 umsóknir samtals, upp á 159 milljónir króna. Miðborgarsjóður hefur starfað frá árinu 2017. Fulltrúar meirihlutans í borgar- ráði fögnuðu fjölda umsókna, sem séu til marks um mikla grósku í menningarlífi borgarinnar. Fulltrúar minnihlutans voru ekki á sama máli. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisf lokksins sögðu að leggja þyrfti áherslu á gagnsæi við útdeil- inguna og tryggja að reglur um úthlutun væru skýrar. Undir þetta tók Vigdís Hauksdóttir, borgar- fulltrúi Miðflokksins, sem sagði að leggja þyrfti kerfið sem fyrst af. – bb Vilja skýrar sjóðsreglur  Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi. N ÁT T Ú R U VÁ F lut n i ng a sk ipið Francisca missti 33 gáma útbyrðis á laugardag í miklu aftakaveðri við Skotland á leið sinni frá Straums- víkurhöfn til Rotterdam. Skipið er í eigu hollenska skipafélagsins Longship B.V. í Groningen, en siglir fyrir ThorShip á Íslandi og álverið Rio Tinto. Samkvæmt Bjarna Hjaltasyni, sem starfar í sölu og ráðgjöf hjá ThorShip, urðu blessunarlega engin slys á fólki. „Það skiptir mestu máli,“ segir hann. Áhöfnin er erlend og er henni stýrt af hollenska félaginu. Einnig að gámarnir sem fóru í sjóinn hafi verið tómir og álið sjálft sé geymt niðri í lestinni. Efstu gám- arnir í skipunum eru tómir vegna þess að innf lutningur er meiri til landsins en útflutningur. „Það á eftir að koma í ljós. Við erum að vinna í þessu núna og skoða hvert tjónið er. Það er alltaf eitthvað tjón í þessu,“ segir Bjarni. Allur gangur sé á því hvort farmur sé tryggður í sjóferðum milli landa. Í gær var skipið enn á ferð við norðau st u r st rönd Skot la nd s, sigldi fram og til baka til að reyna að forðast storminn, sem eru leifar fellibylsins Zetu. Dráttarskip hefur siglt nálægt Franciscu til varúðar. „Þetta er eitthvað sem getur gerst í siglingum,“ segir hann. „Bless- unarlega höfum við verið laus við þetta hingað til. Það hefur augljós- lega verið mjög slæmt veður þarna.“ – khg Tugir gáma útbyrðis í miklu aftakaveðri á leið frá Straumsvík Francisca flytur ál frá Íslandi til Rot- terdam. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.