Fréttablaðið - 19.11.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 4 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0
w
v
www.volkswagen.is/id3 · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA #NúGeturÞú
Nýr ID.3 er mættur!
Eigðu rafmagnaðan vetur
420 km
drægni
Verð frá 5.190.000 kr.
STÓRIÐJA Norðurál heimilaði birt-
ingu allra gagna um raforkusamn-
inga fyrirtækisins eins og óskað var
eftir vegna vinnu við skýrslu þýska
ráðgjafarfyrirtækisins Fraunhofer
um samkeppnishæfni íslenskrar
stóriðju með tilliti til raforkukostn-
aðar. Þetta segir Sólveig Bergmann
Þuríðardóttir, sem stýrir sam-
skiptasviði Norðuráls.
Hörður A r narson, forstjór i
Landsvirkjunar, sagði í samtali
við Markaðinn á miðvikudag að
Norðurál hefði ekki viljað birta
upplýsingar um raforkuverð sitt í
skýrslu Fraunhofer, en sama dag
og skýrslan kom út sendi Norður-
ál frá sér fréttatilkynningu um að
fyrirtækið vildi af létta trúnaðar-
ákvæðum raforkusamninga. „Ég
á erfitt með að skilja hvers vegna
Norðurál vill núna opna samn-
inga en vill ekki birta upplýsingar
sem óháður aðili setur fram, sem
hafði afrit af samningnum og gerði
vandaða samanburðargreiningu á
honum,“ sagði Hörður í viðtalinu í
Markaðnum.
„Forstjóri Landsvirkjunar segir
að Norðurál hafi ekki heimilað
af léttingu trúnaðar í tengslum
við birtingu gagna í Fraunhofer-
skýrslunni. Það er rangt. Hið rétta
er að í bréfi Norðuráls til iðnaðar-
ráðuneytisins, dagsettu 2. nóvem-
ber, segir eftirfarandi: „Norðurál
samþykkir að leyfa birtingu gagna
eins og óskað er eftir í skýrslunni,“
segir Sólveig.
Hún segir að fyrirtækið hafi sent
beiðni til allra orkufyrirtækja sem
Norðurál hefur gert langtímasamn-
inga við um að trúnaði verði aflétt
af raforkusamningum. „Ánægjulegt
er að forstjóri Landsvirkjunar skuli
taka vel í að trúnaði verði af létt.
Við trúum því að aukið gagnsæi á
íslenskum orkumarkaði auðveldi
uppbyggilega umræðu um orku-
mál,“ segir hún.
Sólveig bætir því við að rangt
sé að Landsvirkjun hafi boðið
ódýrara rafmagn en önnur orku-
fyrirtæki þegar kom að því að
framlengja raforkusamningi félags-
ins árið 2016. „Í þeim samningi var
engin breyting á magni raforku sem
Norðurál kaupir af Landsvirkjun.
Norðurál tók þátt í þeim samninga-
viðræðum af heilindum og var aldr-
ei í viðræðum við aðra orkusala um
þau kaup. Það var því engin sam-
keppni um verð.“ – thg
Heimiluðu birtingu allra gagna
Yfirmaður samskiptasviðs Norðuráls segir rangt hjá forstjóra Landsvirkjunar að Norðurál hafi ekki
heimilað birtingu gagna um raforkusamninga félagsins eins og óskað er eftir í skýrslu Fraunhofer.
Ánægjulegt er að
forstjóri Lands-
virkjunar skuli taka vel í að
trúnaði verði aflétt.
Sólveig Bergmann,
samskiptasviði
Norðuráls
VIÐSKIPTI Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri segist vilja sjá ríkið
sækja sér fjármagn á erlendum
mörkuðum til að standa undir halla-
rekstri ríkissjóðs.
„Ríkissjóður stendur frammi fyrir
mikilli lánsfjárþörf á allra næstu
árum, nærri 600 milljarðar á þessu
ári og því næsta. Þá hlýtur að koma
til greina að hún sé fjármögnuð
að hluta með skuldabréfaútgáfu
erlendis.“
Ásgeir segir að slík útgáfa hefði
jákvæð áhrif á gengið. „Það er ekki
ólíklegt að við munum sjá einhverja
gengisstyrkingu á næsta ári.“ – hae /
sjá síðu 12
Ríkið sæki sér
fé til útlanda
Svíinn Erik Hamren stýrði sínum síðasta landsleik sem landsliðsþjálfari Íslands gegn Englandi á Wembley í gær. Hinn 63 ára gamli Hamren tók við árið 2018, stýrði liðinu níu sinnum til
sigurs, gerði fimm jafntef li en tapaði 14 sinnum. Íslenska liðið lék með sorgarbönd í gær til að heiðra minningu Pers Hamren, föður Eriks, sem lést á sunnudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri