Fréttablaðið - 19.11.2020, Síða 2
COVID-skeggið snyrt
Borgarbúar fengu loksins að fara í klippingu í gær eftir að slakað var á samkomutakmörkunum. Hárgreiðslustofur á höfuðborgarsvæðinu hafa
verið lokaðar frá 7. október en fengu að opna í gær ásamt nuddstofum, snyrtistofum og sólbaðsstofum. Hjálmar Örn Jóhannsson gat ekki leynt vel-
líðaninni í stólnum hjá Ævari Österby Christensen á Slippnum í gær enda sex vikur frá síðustu skeggsnyrtingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON.
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
COVID-19 Tuttugu og sex hafa látist
af völdum COVID-19 hér á landi frá
því að fyrsta tilfelli sjúkdómsins
greindist þann 28. febrúar. Þar af
hafa sextán látist í þriðju bylgju
faraldursins.
Þrettán andlát eru rakin til hóp-
sýkingar á Landakoti.
Í gær voru 267 einstaklingar í ein-
angrun með COVID-19 og 55 voru
inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna
sjúkdómsins. Þar af voru fjórir á
gjörgæsludeild. – bdj
Andlát vegna
Covid í gær
16 hafa látist í þriðju bylgju Covid.
LOFTGÆÐI „Þetta var í fyrsta skipti
sem við erum með umferðartengda
mengun,“ segir Svava S. Steinars-
dóttir hjá Heilbr igðisef tirliti
Reykjavíkur. Styrkur svifryks var
hár í höfuðborginni í gær og verður
trúlega aftur í dag. Þrátt fyrir snjó-
leysi má heyra ótrúlega marga bíla
í umferðinni tæta upp göturnar á
glænýjum nagladekkjum.
Ekki eru líkur á úrkomu svo lík-
legt er að styrkur svifryks fari yfir
sólarhringsheilsuverndarmörk sem
eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg kom fram að á hádegi hefði
styrkur svifryks við Grensásveg
verið 148 míkrógrömm á rúmmetra
sem þýðir mjög slæm loftgæði. Fólk
sem er viðkvæmt í öndunarfær-
unum gat því ekki notið góða veð-
ursins heldur þurfti að halda sig
innandyra. „Svo er mikilvægt að
leggja bílnum og nota almennings-
samgöngur eða annan ferðamáta,“
segir Svava.
Gísli Marteinn Baldursson, sjón-
varpsmaður og ötull talsmaður
annarra samgangna en einkabíls-
ins, hafði einmitt tekið eftir slæm-
um loftgæðum þegar Fréttablaðið
náði tali af honum. „Ég labbaði að
Hlemmi og aftur til baka heim og ég
fann fyrir sárindum í öndunarvegi
þó ég sé ekki með astma eða neitt
slíkt. Það kemur smá sviði. Og ég
hugsaði einmitt: Hvað get ég gert?
Á ég að skrifa status á Facebook eða
get ég gert eitthvað meir því það er
enginn ástæða til að vera á nagla-
dekkjum?“
Gísli bendir á að til eru margar
rannsóknir, kanadískar, norskar
en einnig íslenskar, sem segi stórar
sögur. „Sú kanadíska sagði að ef
viðkomandi býr nálægt svifryks-
götu þá ertu í meiri hættu á að fá
Alzheimer. Íslenska rannsóknin
sýndi að svona daga eru úttektir á
sprengitöflum miklu hærri.“
Stutt er síðan Yvonne Höller,
dósent við Háskólann á Akureyri,
skrifaði grein á vefinn vikudagur. is
sem bar yfirskriftina Er Akureyri
að búa til kynslóð fólks sem fær
lungnakrabbamein? Þar benti hún
á rannsókn sem sýndi að svifryk-
sagnir hefðu fundist í ófæddum
börnum þungaðra kvenna. Hún
lagði til að nagladekk væru bönnuð
á Akureyri.
Gísli tekur undir með Yvonne.
„Mér finnst ekkert að því að banna
nagladekk. Ef Reykjavík bannar
slík dekk þá er ekkert mál að inn-
leiða einhvers konar kerfi enda fáar
borgir sem leyfa nagladekk. Þann-
ig að fólki af landsbyggðinni væri
kleift að aka inn í borgina án þess
að fá sekt. Tregðan yrði að banna
nagladekk yfir allt Ísland.
Tíðarfarið hefur breyst og dekkin
eru orðin betri og mér finnst engin
ástæða til að vera á nagladekkjum.
Reykjavíkurborg gæti til dæmis
byrjað að banna nagladekk í mið-
borginni. Það gæti verið gott fyrsta
skref, þó gjaldtaka á slík dekk sé
augljóst fyrsta skref. Svona getur
þetta ekki gengið.“ benediktboas@
frettabladid.is
Svifryksdrulla sveif
yfir höfuðborginni
Þrátt fyrir að snjó sé hvergi að finna á höfuðborgarsvæðinu eru fjölmargir
íbúar með bíla sína á nagladekkjum. Styrkur svifryks var gríðarlega hár í gær.
Gísli Marteinn fann fyrir menguninni og leggur til að banna nagladekk.
WHO telur svifryk vera fyrstu gráðu krabbameinsvaldandi efni. Sífellt
fleiri vilja ekki sjá nagladekk á götum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Ef Reykjavík
bannar slík dekk þá
er ekkert mál að innleiða
einhvers konar kerfi enda
fáar borgir sem
leyfa nagla-
dekk.
Gísli Marteinn
Baldursson
LANGANES Gengið hefur verið frá
samningi við sóknarnefnd Þórs-
hafnarkirkju um rekstur Langa-
nesbyggðar og Svalbarðshrepps á
líkgeymslu í Þórshafnarkirkju.
Undirbúningur að lagfæringum
á húsnæðinu er hafinn og ekki útlit
fyrir að sveitarfélögin þurfi að kosta
miklu til við að laga búnað og hús-
næði, og ætti það að vera komið í
viðunandi horf í lok næstu viku.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar
ræddi um líkgeymsluna en eins og
Fréttablaðið greindi frá í september
tók sveitarfélagið við geymslunni
eftir að sóknarnefndin sagði sig
frá verkefninu, sem nefndarmenn
höfðu sinnt sem sjálf boðaliðar.
Einnig hefur verið rætt við Heil-
brigðisstofnun Norðurlands um
mögulega aðkomu að framtíðar-
lausn á rekstri líkgeymslunnar, því
að núverandi aðstaða sé ekki boðleg
til framtíðar.
Sveitarstjórnin bendir á að
vandamálið sé að þessi málaflokkur
er ekki á ábyrgð neins aðila lögum
samkvæmt.
Á þéttbýlissvæðum eru einkaað-
ilar sem sinna þessu, sem og sjúkra-
stofnanir eða heilsugæslustöðvar.
Ekki hefur fundist viðunandi lausn
fyrir fámennari byggðarlög. – bb
Gerðu upp
líkhúsið á
Langanesi
Fámenn sveitarfélög reka sjálf lík-
geymslur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Sóknarnefndin sagði sig
frá verkefninu í september
en þar höfðu nefndarmenn
sinnt störfum sem sjálfboða-
liðar. Þá rakti sveitarstjór-
inn á fundi að mál eins og
þetta eru munaðarlaus í
kerfinu. Það eru engin
ákvæði í neinum lögum
neins staðar um það eða sagt
hver eigi að reka líkhús.
1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð