Fréttablaðið - 19.11.2020, Síða 8
Ég óttast að of fáir
Frakkar láti bólu-
setja sig.
Jean Castex forsætisráðherra
ELITE
hvíldarstólar
3 tegundir
3 möguleikar
Anelin leður allan hringinn
3 litir
Teg. ALEX
Teg. Charles
Teg. CHARLES
Teg. WILLJAM
Húsgagnaverslunin Nýform ehf. • Strandgata 24 • Sími 565 4100 • nyform@nyform.is • www.nyform.is
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
Teg. WILLJAM
COVID-19 „Ég óttast að of fáir Frakk-
ar láti bólusetja sig,“ sagði Jean
Castex, forsætisráðherra Frakk-
lands, um helgina. Mikil umræða
hefur spunnist í landinu um hvort
bólusetning gegn COVID-19 eigi
að vera valkvæð eða skylda eftir
að jákvæðar fréttir fóru að berast
frá lyfjarisum á borð við Pfizer og
Moderna. Sumir franskir stjórn-
málamenn kalla eftir því að bólu-
setning verði skylda, annars náist
ekki hjarðónæmi í landinu.
Ótti Castex er ekki ástæðulaus.
Í Frakklandi er óvenjuhátt hlutfall
fólks sem vantreystir bóluefnum
yfir höfuð. Í könnun frá árinu 2019
töldu 33 prósent Frakka að bólu-
efni væru ekki örugg. Bóluefni eru
algengt skotmark samsæriskenn-
ingasmiða og telja sumir ranglega
að efnin valdi einhverfu.
Þessi afstaða Frakka virðist gilda
um bóluefni við COVID-19 líka.
Í könnun IPSOS frá því í septem-
ber kom fram að aðeins 59 prósent
Frakka myndu láta bólusetja sig. Af
15 löndum sem könnunin náði til
var Frakkland á botninum. Meðal-
talið var 74 prósent.
Yannick Jadot, leiðtogi Græn-
ingja, er einn þeirra sem vilja bólu-
setningarskyldu. „Við höfum ekki
efni á að framlengja endurtekið
samkomubann, tímabil menning-
arlegrar, félagslegrar og efnahags-
legrar veiklunar landsins okkar,“
sagði hann við dagblaðið Le Figaro.
Emmanuel Macron forseti hefur
hins vegar farið varlegar í sakirnar
og það hefur heilbrigðisráðherrann
Olivier Veran einnig gert. „Ef við
höfum úr mörgum bóluefnum að
velja munum við velja það örugg-
asta og virkasta,“ sagði Veran. „Her-
ferðin hefst ekki fyrr en við höfum
tryggingu fyrir því að hægt sé að
bólusetja fólk á öruggan hátt.“
Marine Le Pen, leiðtogi popúlista-
f lokksins Frönsku þjóðfylkingar-
innar, leggst hins vegar algerlega
gegn slíkri skyldu og telur hana ekki
í anda frelsishugsjónar Frakka.
Frakkland er vitaskuld ekki eina
landið þar sem rætt er um bólu-
setningarskyldu. Svissneski heil-
brigðisráðherrann Alain Berset
hefur þvertekið fyrir að fólk verði
neytt til bólusetningar. Þó er rætt
um að hún verði skylduð í til dæmis
skólum, á sjúkrahúsum og hjúkr-
unarheimilum. Fólk fengi þá hvorki
að starfa né mæta á þessa staði án
þess að vera bólusett. Svissnesk lög
heimila einnig að sekta fólk sem
neitar bólusetningu.
Matt Hancock, heilbrigðisráð-
herra Bretlands, hefur neitað að úti-
loka bólusetningarskyldu en vonast
til að hún verði óþörf.
Í Þýskalandi er talið ólíklegt að
skylda verði sett á, jafnvel þótt
Þjóðverjar hafi reynslu af því. Ekki
er langt síðan skyldu til að bólusetja
við mislingum var komið á í landinu
kristinnhaukur@frettabladid.is
Ræða skyldu til bólusetningar
Í Frakklandi er hátt hlutfall fólks sem treystir bóluefnum almennt illa. Því ræða ýmsir stjórnmálamenn
að bólusetningarskylda verði sett á til að ná hjarðónæmi. Víða um heim er bólusetningarskylda rædd.
BRETLAND Óheimilt verður að selja
nýjar bifreiðar sem nýta bensín eða
dísilolíu sem orkugjafa í Bretlandi
frá árinu 2030. Boris Johnson, for-
sætisráðherra Bretlands, boðaði
þessa stefnubreytingu. Áfram
verður heimilt að selja bíla með
blönduðum orkugjöfum af ákveð-
inni tegund þrátt fyrir þessar reglur.
Þetta er liður í tíu liða aðgerða-
áætlun bresku ríkisstjórnarinnar í
loftslagsmálum þar sem markmiðið
er hvort tveggja í senn að bregðast
við þeirri umhverfisvá sem steðjar
að og skapa störf í grænum geirum.
Farið verður í 1,3 milljarða punda
fjárfestingu í uppsetningu hleðslu-
stöðva fyrir raf knúin ökutæki.
Á sama tíma verður 582 milljóna
punda fjárframlagi varið í styrki til
þess að aðstoða einstaklinga við að
skipta út bensín- og dísilbílum fyrir
rafmagnsbíla. Sömuleiðis verða 500
milljónir punda settar í framleiðslu
á rafhlöðum í Miðlöndum og Norð-
austur-Englandi.
„Þessi tíu liða aðgerðaáætlun
miðar að því að skapa, styðja og
vernda hundruð þúsunda grænna
starfa samhliða því markmiði að
vera komin í algjöra hreina losun
árið 2050,“ segir Johnson um áætlun
ríkisstjórnar sinnar. – hó
Setja sölubann
á mengandi bíla
Boris Johnson, forsætisráðherra.
Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands hefur áhyggjur af viðhorfum Frakka til bóluefnaefna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð