Fréttablaðið - 19.11.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 19.11.2020, Síða 12
Seðlabankastjóri segist hafa áhyggjur af því, sem hefur skapað ákveðið misvægi á fjármálamarkaði, að líf-eyrissjóðirnir – stærstu fjármagnseigendur lands- ins – séu að mestu fjarverandi þegar kemur að því að fjármagna banka- kerfið og eins ríkissjóð með kaupum á ríkisskuldabréfum á markaði. „Ég hefði viljað sjá lífeyrissjóðina, sem eiga um 200 milljarða á inn- lánsreikningum, binda þá fjármuni í meira mæli í bankakerfinu. Þeir eru eðlilega með mikið af innlánum en þau eru mikið til óbundin og því er ekki grundvöllur fyrir bankana til að miðla þeim áfram í útlán, til dæmis til fyrirtækja. Þetta er áhyggjuefni sérstaklega þegar fram í sækir,“ útskýrir Ásgeir Jónsson í viðtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að fara varlega í pen- ingaprentun í opnu, litlu hagkerfi, meðal annars með þeim hætti að fjármagna bankakerfið með því að taka við sértryggðum skuldabréfum frá þeim í veðlánaviðskiptum. Við höfum ekki viljað stíga það skref, eins og sakir standa, að leysa bank- ana þannig úr snörunni með því að prenta peninga heldur væri eðlilegra að lífeyrissjóðirnir kæmu að slíkri fjármögnun,“ segir Ásgeir. Þvert á spár greinenda tilkynnti peningastefnunefnd Seðlabankans í gærmorgun að hún hefði ákveðið að lækka meginvexti bankans úr 1 prósenti í 0,75 prósent. Í nýjum Pen- ingamálum kom fram að efnahags- horfur hefðu versnað frá fyrri spá í ágúst og útlit væri fyrir 8,5 prósenta samdrátt í ár. Þá hafi horfur fyrir næsta ár einnig versnað, þar sem aðeins er spáð 2,3 prósenta hagvexti, en talið er að færri ferðamenn komi til landsins – um 750 þúsund – og útf lutningur taki því síður við sér og vaxi hægar. Vaxtalækkanir Seðlabankans á árinu hafa örvað mjög eftirspurn á fasteignamarkaði og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um sex prósent milli ára. Óttast bankinn að með frekari vaxtalækkun sé verið að ýta undir bólumyndun á fasteignamarkaði? „Ég hef einhverjar áhyggjur af því að fasteignamarkaðurinn sé að fara of geyst af stað. Vandinn þar stafar einkum af því að við erum ekki að sjá nægjanlega mikið framboð af nýju húsnæði þegar kemur fram á næsta ár, né heldur af lóðum. En við erum að meta stöðuna þannig að við höfum önnur tæki en vexti, sem eru ákvörðuð á vett- vangi fjármálaeftirlitsnefndar og fjármálastöðugleikanefndar, til að hefta útlánavöxt og skuldsetningu á fasteignamarkaði. Þau hafa þann kost að ná ekki aðeins til bankanna heldur líka lífeyrissjóða með því að setja til dæmis tilteknar hömlur á hversu mikið einstaklingar geta skuldsett sig fyrir fasteignakaupum.“ Ásgeir bendir samt á að sterkur fasteignamarkaður sé lykillinn að því að halda hagkerfinu gangandi í þessu ástandi. „Það hefði verið skelfilegt ef hann hefði gefið mikið eftir þegar við fengum þennan skell í vor og byggingarmarkaðurinn var kominn í mjög þrönga stöðu.“ Vildi sjá kröfuna hækka Sumir greinendur og markaðsaðilar hafa að undanförnu gagnrýnt Seðla- bankann fyrir að hafa ekki brugðist við mikilli hækkun langtímavaxta á markaði, sem hefur einkum stafað af óvissu um fjármögnun á miklum hallarekstri ríkissjóðs á komandi árum, með því að standa við yfirlýs- ingar sínar frá því í mars um að bank- inn ætti að ráðast í magnbundna íhlutun með kaupum á ríkisbréfum fyrir allt að 150 milljarða. Í byrjun nóvember námu skuldabréfakaup bankans hins vegar aðeins um 900 milljónum en í þessum mánuði hefur hann farið að gefa í og keypt fyrir um 1.500 milljónir til viðbótar. Fram kom í máli Ásgeirs á vaxta- ákvörðunarfundinum að bankinn hefði viljað sjá ávöxtunarkröfu á löngum bréfum hækka í því skyni að „þurrka upp kerfið“ og tryggja stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Aðspurður telur Ásgeir að gengi krónunnar, sem hefur lækkað um 13 prósent frá upphafi faraldursins, sé núna í lágmarki og að forsendur hafi skapast til að ráðast í myndarleg skuldabréfakaup á markaði. „Þegar gengið fór að veikjast nú í haust vissum við ekki hvað til þyrfti til þess að tryggja stöðugleika eða hvenær bóluefni kæmi sem myndi létta á óvissunni. Ég var hins vegar alveg sannfærður um að grund- völlur að stöðugleika í hagkerfinu næðist aðeins með því að halda aftur af gengisveikingu krónunnar. Til þess að ná því þurfti bankinn að vera með bein gjaldeyrisinngrip á markaði – hann hefur selt gjaldeyri úr forðanum fyrir meira en 100 millj- arða á árinu – og hins vegar að stýfa ekki inngripin og láta þau þannig þurrka upp kerfið. Það var hins vegar ekki hægt að spá fyrir um hversu langan tíma það tæki. Ég get hins vegar alveg sagt að við hefðum verið til í að sjá langtímavexti á markaði vera enn hærri ef það hefði hjálpað til við að ná stöðugleika á krónunni,“ nefnir Ásgeir. Stærsti eigandi ríkisverðbréfa í krónum, BlueBay Asset Manage- ment, sem átti bréf fyrir um 45 millj- arða í ágúst, seldi allt sitt á aðeins um þremur mánuðum sem setti þrýsting á gengið. Kom það þér á óvart? „Við bjuggumst við því þegar far- aldurinn hófst að við myndum sjá útflæði hjá erlendum fjárfestum en það var ómögulegt að spá fyrir um í hversu miklum mæli það yrði. Núna, þegar við erum lausir við þennan sjóð, þá hjálpar það við að minnka óvissuna á gjaldeyrismarkaði, því að svo stór staða sem allir vissu að væri á leið úr landi hafði slæm sálfræðileg áhrif á gjaldeyrismarkaðinn. Þegar svo var fyrir komið þá sáum við ekki fram á neitt annað í stöð- unni en að losa þennan aðila með því að selja úr gjaldeyrisforðanum. En á sama tíma, eins og hefur mátt skilja að sumir hafi mælt fyrir, hefði verið fáránlegt af okkur að fara inn á skuldabréfamarkaðinn og taka við bréfunum sem var verið að selja út.“ Í fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára er nefndur sá möguleiki að fjármagna halla ríkissjóðs með lántöku í erlendri mynt. Aðspurður segist Ásgeir vilja sjá ríkið sækja sér fjármagn á erlendum mörkuðum. „Ríkissjóður stendur frammi fyrir mikilli lánsfjárþörf á allra næstu árum – nærri 600 milljarðar á þessu ári og því næsta – og þá hlýtur að koma til greina að hún sé fjármögn- uð að hluta með skuldabréfaútgáfu erlendis. Þá er í ljósi þess að við stöndum frammi fyrir skammtíma- áfalli, þar sem útf lutningstekjur þjóðarbúsins hafa tímabundið dreg- ist mjög mikið saman, einnig eðlilegt að ríkið sæki sér fjármagn erlendis, sem okkur stendur til boða og er á hagstæðum kjörum – ólíkt því sem var eftir fjármálahrunið.“ Ásgeir segir að slík útgáfa myndi einnig hafa jákvæð áhrif á gjaldeyris- markaðinn. „Sá gjaldeyrir sem ríkið myndi sækja færi til Seðlabankans og við gætum meðal annars nýtt hann með því að selja inn á gjaldeyrismark- aðinn sem ætti þá að styrkja gengið. Það er ekki ólíklegt að við munum sjá einhverja gengisstyrkingu á næsta ári sem mun þá tryggja að verðbólgan – sem mælist 3,6 prósent – gangi niður og gefur okkur um leið svigrúm til að beita peningastefnunni með harðari hætti ef þess þarf.“ Það hefði verið skelfilegt ef fast- eignamarkaðurinn hefði gefið mikið eftir þegar við fengum þennan skell í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri Afgreiðslutímar á www.kronan.is Skemmtilegasta spurning dagsins ... HVAÐ ER Í MATINN? Gagnrýnir fjarveru lífeyrissjóðanna Seðlabankastjóri vill að lífeyrissjóðir bindi innlán sín í bankakerfinu í meira mæli. Nýtast að öðrum kosti ekki til útlána. Gengið geti styrkst á næsta ári og svigrúm hafi nú skapast fyrir kraftmeiri skuldabréfakaup. Vill að ríkið fari í erlenda skuldabréfaútgáfu. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Áhyggjur af arðgreiðslum Arion til erlendra sjóða Þegar kórónakreppan skall á heimsbyggðinni voru viðbrögð eftirlitsstofnana víða um heim, meðal annars Seðlabanka Íslands, að leggja tímabundið bann við arðgreiðslum fjármálafyrirtækja eða gefa út tilmæli um að fresta þeim. Fyrr í þessum mánuði varð Svíþjóð fyrsta Evrópulandið til þess að opna á möguleikann á því að bankar greiddu út arð á næsta ári. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að íslensk fjármálafyrirtæki muni geta greitt út arð á komandi ári, nú þegar óvissan er tekin að minnka og þau virðast ætla að standa af sér efnahagsáfallið betur en ótt- ast var í upphafi faraldursins, segir Ásgeir að Seðlabankinn hafi í raun ekki heimild til að banna bönk- unum að greiða út arð til hluthafa. „En við höfum beint þeim góð- fúslegu tilmælum til þeirra að það sé eðlilegt að bíða með slíkar ráðstafanir þangað til óvissunni léttir vegna faraldursins. Þetta er því tímabundið ástand og ég get ekki sagt til um það á þessari stundu hvort það verði þannig aðstæður að hægt sé að greiða út arð á næsta ári. Það spilar líka hér inn í að í tilfelli eins banka, Arion banka, eru erlendir sjóðir umsvifa- miklir í eigendahópnum og ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði á gengi krónunnar ef bankinn myndi greiða út umtals- verða fjárhæð í arð til hluthafa þegar gjaldeyrismarkaðurinn er veikur fyrir,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist „geta sagt að við hefðum alveg verið til í að sjá langtímavexti á markaði vera enn hærri ef það hefði hjálpað til við að ná stöðugleika á krónunni“. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MARKAÐURINN 1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.