Fréttablaðið - 19.11.2020, Side 16
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Ætíð er jafn
furðulegt að
sjá stjórn-
málamenn
rísa upp og
mótmæla
fréttaflutn-
ingi.
Er Sjálf-
stæðis-
flokkurinn
ábyrgur og
stjórntækur
stjórnmála-
flokkur?
Fjölmiðlafólk á að rýna í mál og spyrja krefjandi spurninga í stað þess að láta sér nægja að mata almenning á hinum ótal fréttatilkynningum sem fjölmiðlum berast dag hvern. Óþægileg mál eru stöðugt að koma upp og ekki á að breiða
yfir og fela þau. Fjölmiðlar eiga að spyrja og fái þeir
ekki svör eiga þeir að þráspyrja. Einstaklingur sem
kemur í viðtal við fjölmiðil vegna alvarlegs máls á
ekki að komast upp með að svara engu. Þegar frétta-
maðurinn fær ekki svör hlýtur hann að þráspyrja.
Þetta blasir við og er nokkuð sem allir ættu að skilja.
Líka stjórnmálamenn. Meðal þeirra eru þó alltaf
einhverjir einstaklingar sem virðast ekki skilja
þetta, en ættu sjálfra sín vegna að venja sig af þeim
slæma sið að ásaka fjölmiðla um annarlegan tilgang,
mislíki þeim frétt.
Ætíð er jafn furðulegt að sjá stjórnmálamenn rísa
upp og mótmæla fréttaflutningi. Einkennilegast
er þegar viðkomandi stjórnmálamenn eru fyrr-
verandi blaða- og fréttamenn, sumir þrautþjálfaðir
í því starfi. Skilningur þeirra á fyrrum starfi sínu
er skyndilega fyrir bí. Það er líkt og þeir hafi fyllst
hroka við að taka sæti á Alþingi, telji þá þjóðfélags-
stöðu jafngilda því að þeir hafi frábæra yfirsýn
yfir þjóðfélagið og séu því manna best fallnir til að
dæma um það hvað teljist rétt frétt og hvað röng
frétt og hvenær fréttamenn hafi gengið of langt í
fréttaflutningi.
Á liðnum árum hefur þjóðin hvað eftir annað
horft upp á stjórnmálamenn stíga fram með
ásakanir í garð fjölmiðla og fjölmiðlamanna.
Fréttablaðið var kallað Baugsmiðill og þeir sem
þar störfuðu Baugspennar. RÚV átti síðan að vera í
stöðugri herferð gegn Sjálfstæðisflokknum og hefur
verið sakað um að vera með hina og þessa í einelti
og dekra blygðunarlaust við vinstri menn. Fjölmið-
illinn Stundin er svo sagður hatast við nánast alla þá
sem eitthvað hafa efnast. Þetta eru einungis nokkur
dæmi. Þau eru svo miklu fleiri og fer lítið fækkandi
með árunum.
Kunningi þeirrar sem þetta skrifar, venju fremur
geðugur og glaðsinna stjórnmálamaður, sagði við
hana fyrir einhverjum árum að þegar stjórnmála-
menn færu að atast út í fjölmiðlafólk þá benti það til
að þeir væru að fara á taugum. Þá hafði flokksbróðir
stjórnmálamannsins, ráðherra, farið mikinn í gagn-
rýni á fjölmiðla sem hann sagði afar ósanngjarna í
sinn garð. Fjölmiðlar voru þó einungis að benda á
mistök sem ráðherra höfðu orðið á í starfi. Ráðherr-
ann kannast alls ekki við nein mistök og var að því
leyti dæmigerður, íslenskur stjórnmálamaður.
Einhverjum mánuðum seinna var stjórnmála-
maðurinn, sem hafði komið fjölmiðlum til varnar,
kominn í slag við fjölmiðla, sem hann sakaði um
villandi fréttaflutning í máli honum viðkomandi.
Hann taldi svívirðilega að sér vegið, þótt allflestum
væri ljóst að hann hafði stigið slæmt víxlspor á
sínum pólitíska ferli. Miðað við fyrri orð þessa sama
stjórnmálamanns var erfitt að komast að annarri
niðurstöðu en að hann hefði þarna farið illilega á
taugum.
Að fara á taugum
2013, Sjálfstæðisflokkurinn tekur við dómsmála-ráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og ráðuneyti ferðamála þegar hann gengur til ríkisstjórnar-
samstarfs um að greiða milljarða á milljarða ofan til
þeirra Íslendinga sem mest hafa á milli handanna undir
formerkjunum „Leiðréttingin“. Sama ár koma hjón frá
Senegal og leita skjóls á Íslandi. Á meðan á dvöl þeirra
stendur eignast þau tvö börn. 2020, allan þann tíma
er það á forræði þeirra ráðuneyta, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn fer fyrir, að breyta innflytjendalöggjöfinni
og veita meira fé til Útlendingastofnunar þannig að hún
geti með skilvirkari hætti sinnt þeim málefnum sem
henni eru falin. 2020 er ákveðið að vísa fjölskyldunni
frá Senegal úr landi.
2017 er stofnað til nýs dómstigs, Landsréttar. Sjálf-
stæðisflokknum tekst að nær eyðileggja hið nýja dómstig
þegar forsendurnar sem hann leggur til grundvallar við
val á dómurum eru aðallega tvær – eru umsækjendur um
dómarastörfin flokknum þóknanlegir eða teljast þeir til
þeirra sem eru flokknum ekki þóknanlegir.
2015, ferðamönnum fjölgar ár frá ári, innviðir lands-
ins, vegakerfi og fleira rís ekki undir ásókn ferðamanna
og fjárfestingar í hótelum eru í hæstu hæðum. Rætt er
um að ferðamenn ættu að greiða komugjöld svo verja
megi meiri fjármunum í ferðamannastaði sem hafa látið
á sjá. Ekkert gerist, það er Sjálfstæðisflokknum sem farið
hefur með málaflokkinn óslitið 2013-2020, um megn
að taka slíkar ákvarðanir þar sem alltaf er fyrst spurt
hvernig þetta kemur við sérhagsmunina sem þeir gæta,
áður en spurt er hverjir séu hagsmunir almennings.
Viðbrögð ábyrgra stjórnmálaflokka sem setja
almannahagsmuni í forgang hefðu verið að bregðast
við með þeim tólum og tækjum sem seta í fjármála-
ráðuneytinu færir þeim upp í hendurnar (fiscal policy)
en Sjálfstæðisflokkurinn gerir það ekki. Alltaf sátu
sérhagsmunir fyrir.
2020, fjármálaráðherrann kvartar yfir því að rekstur
ríkisins, sem hann hefur farið fyrir um árabil, sé ekki
nægjanlega skilvirkur og þar sé bruðlað og ekki vel farið
með fé. Er Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgur og stjórn-
tækur stjórnmálaflokkur?
Takk, Sjálfstæðisflokkur
Bolli
Héðinsson
hagfræðingur
Almannaþága
Það er ekki að spyrja að
almannaþágunni í starfsemi
RÚV. Í fyrrakvöld var birt á
sjónvarpsrás þess hálftíma
þáttur þar sem ljóðskáld f lutti
eigin verk undir trumbu-
slætti. Þetta var stórbrotinn
f lutningur þar sem nýlega
útgefin ljóðabók höfundar var
f lutt í heilu líki. Og aldeilis var
nú f lutningurinn áheyrilegur.
Þetta þyrfti að gera oftar og þá
einnig í almannaþágu. Hvernig
væri til dæmis að hafa hálftíma
þátt þar sem veggur er málaður
í beit eða prjónaður er leisti?
Skyldi þetta hafa verið sponsað
efni?
Lögmál
RÚV sagði upp fólki í fyrradag.
Það er fjarri því að vera gaman-
mál og ekki gert nema það sé
metið svo að brýna nauðsyn
hafi borið til. En athygli vakti
að þetta skyldi gert um miðjan
mánuð en ekki í lok mánaðar
eins og algengara er þegar menn
ráðast í uppsagnir enda miðast
uppsagnir að jafnaði við síðasta
dag mánaðar og uppsagnar-
frestur miðast þá við það.
Ekki kom fram hvort þeir sem
misstu vinnuna myndu hætta
strax, en það hefði verið útláta-
laust af stofnuninni að leyfa
mönnum að sinna sínu starfi
fram að mánaðamótum. En
kannski virka önnur lögmál hjá
stofnuninni en annars staðar.
Sennilega er það svo.
?
1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN