Fréttablaðið - 19.11.2020, Síða 20
Þorskastríðið sem vannst end-anlega 1976 tryggði Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu.
Þjóðin stóð saman sem einn maður
og ávinningurinn var hennar.
Nokkrum árum síðar stóðum við
frammi fyrir öðrum vanda, ofveiði.
Of mörg skip, of fáir fiskar. Fiski-
miðin voru ekki lengur takmarka-
laus hít heldur takmörkuð auðlind.
Við þessu þurfti að bregðast.
1984 voru veiðar takmarkaðar
og aðganginn að miðunum fengu
virk fiskiskip samkvæmt veiði-
reynslu sl. þriggja ára. Kvótakerfið
varð til og tilgangur þess var að
vernda fiskistofna við Ísland. Enn
voru samt of margir um hituna
og krafan um kvótaframsal kom
fram. Frjálsu framsali var ætlað
að hagræða í sjávarútvegi með því
að safna veiðiheimildum á færri
hendur og árið 1990 samþykkti
Alþingi lög þessa efnis. Fram-
sóknarf lokkur, Alþýðuf lokkur og
Alþýðubandalag settu þessi lög í
andstöðu við Sjálfstæðisf lokk.
Í þessum lögum segir m.a:
Nytjastofnar á Íslandsmiðum
eru sameign íslensku þjóðar-
innar. Markmið laga þessara er að
stuðla að verndun og hagkvæmri
nýtingu þeirra og tryggja með því
trausta atvinnu og byggð í land-
inu. Úthlutun veiðiheimilda sam-
kvæmt lögum þessum myndar ekki
eignarrétt eða óafturkallanlegt
forræði einstakra aðila yfir veiði-
heimildum.
Heimilt er að framselja af lahlut-
deild skips að hluta eða öllu leyti og
sameina hana af lahlutdeild annars
skips.
Þetta hafði þáverandi sjávarút-
vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson,
um lögin að segja:
Útvegsmenn sem fá framselda
til sín af lahlutdeild af öðrum fiski-
skipum vita að þeir eru ekki að
fjárfesta í varanlegum réttindum.
Það verð sem þeir eru tilbúnir að
greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur
því að taka mið af þeim raunveru-
leika að Alþingi getur hvenær sem
er breytt lögunum um stjórn fisk-
veiða, komist Alþingi að þeirri
niðurstöðu að annað fyrirkomulag
tryggi betur lífskjör í landinu.
Þessi skilaboð sjávarútvegsráð-
herrans náðu greinilega ekki langt
því verðlagning af laheimilda fór
f ljótlega upp úr öllu valdi. Augljóst
var að menn töldu sig vera að kaupa
varanlegan veiðirétt en ekki til eins
árs í senn.
Síðar viðurkenndu Vinstri græn
mistök við þessa lagasetningu og
settu neðangreint í stefnuskrá sína:
Þrátt fyrir ákvæði laga um að
nytjastofnar á Íslandsmiðum séu
sameign íslensku þjóðarinnar
hafa af laheimildir verið markaðs-
væddar, með þær farið sem ígildi
einkaeignarréttar og þær safnast
á æ færri hendur. Framhjá því
verður heldur ekki litið að mark-
mið núverandi laga um stjórn fisk-
veiða hafa ekki náðst og þróunin
sumpart orðið í þveröfuga átt.
En sagan er ekki búin
Í lögum um samningsveð frá 1997
stendur:
Eigi er heimilt að veðsetja rétt-
indi til nýtingar í atvinnurekstri,
sem skráð eru opinberri skráningu
á tiltekið fjárverðmæti og stjórn-
völd úthluta lögum samkvæmt, t.d.
af lahlutdeild fiskiskips.
Þarna er af lahlutdeild fiskiskipa
sérstaklega tilgreind og því nokkuð
augljóst að veiðiréttur hefur verið
veðsettur í trássi við lög.
Lögin eru skýr. Af þeim leiðir að
breyting á árlegri úthlutun af la-
heimilda er hverri ríkisstjórn full-
komlega heimil og skapar enga
skaðabótaskyldu. Uppskrúfuð verð-
lagning aflaheimilda gegnum árin
er engum að kenna nema útvegs-
mönnum sjálfum og samkrulli
þeirra við fjármálastofnanir. Þetta
samkrull hefur búið til forréttinda-
hóp, svo sterkan að veiðiréttur á
Íslandsmiðum er orðinn að erfða-
góssi. Þessa sjálftöku þarf að stöðva
og þó fyrr hefði verið. Nýju stjórnar-
skránni er ætlað að leysa málið.
Lög um stjórn fiskveiða
Nú liggur fyrir sú sorglega staðreynd að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda í lofts-
lagsmálum mun kosta samfélagið
heila 16 milljarða, sem gerir um
45.000 krónur á hvern Íslending, sé
miðað við markaðsverð innan ETS
kerfisins. Það fé gæti sannarlega
nýst okkur betur til uppbyggilegra
verkefna í íslensku samfélagi. Þetta
þurfti ekki að enda svona því marg-
oft hefur verið bent á hvað þyrfti
að gera. Ég leyfi mér að minna á vel
rökstuddar tillögur Landverndar
frá árinu 2005.
Stjórnvöld völdu að hlusta ekki á
þær raddir, eða treystu sér ekki til að
berjast við þá sem sjá hag í óbreyttu
ástandi. „Staðan er ekki góð,“ segir
umhverfisráðherra í Fréttablaðinu
10. nóvember sl., en bætir við að hún
sé ekki á ábyrgð ríkisstjórnar Katr-
ínar Jakobsdóttur. „Við erum að gera
betur,“ fullyrðir hann.
Fáum við fleiri reikninga?
Ný aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinn-
ar í loftslagsmálum er vissulega betri
en þær fyrri. En það er samt ekki nóg.
Ef ekki verður bót á, er hætt við að
sett markmið náist ekki og staðan
árið 2030 verði einnig afleit.
Athugun Landverndar á loftslags-
aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem
kynntar voru fyrir fáeinum vikum,
bendir til þess að þær skorti bæði
nauðsynlegt afl og hvata til úrbóta,
auk þess sem þær ná ekki til allra
geira samfélagsins. Þegar við bæt-
ist veik stjórnsýsla í loftslagsmálum
og of bjartsýnar spár um mikinn
samdrátt á grundvelli óbreytts
ástands, má telja ólíklegt að mark-
mið Íslands um milljón tonna sam-
drátt CO2 ígilda náist fyrir 2030.
Þess vegna eru töluverðar líkur á að
við fáum næsta Kyotoreikning eftir
tíu ár.
Um þessar mundir eru þjóðir
Evrópu að reyna að koma sér saman
um enn framsæknari markmið um
samdrátt en Kyoto-samningurinn
gerir ráð fyrir, til að standa undir
væntingum sem bundnar eru við
Parísarsamkomulagið. Aðgerða-
áætlun ríkisstjórnarinnar gerir
ekki ráð fyrir þessum framsæknari
markmiðum.
Látum þá sem menga
greiða reikninginn
Nú er lag að breyta rétt. Skilvirkast
væri að hækka og breikka gjaldið
fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.
Reynslan sýnir að sú aðferð er beitt-
asta verkfærið til að draga úr losun.
Það er líka leiðin til þess að Ísland
nái settum markmiðum á næstu tíu
árum. Og sem bónus ættu tekjur af
því gjaldi að nægja vel til að greiða
Kyotoskuldina. Þetta er mengunar-
bótareglan í framkvæmd. Er það
ekki sanngjarnt að þeir sem menga
greiði Kyotoreikninginn?
Eindagi fyrir Kyotoreikninginn
Tryggvi
Felixsson
formaður Land
verndar
Athugun Landverndar á
loftslagsaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar, sem kynntar
voru fyrir fáeinum vikum,
bendir til þess að þær skorti
bæði nauðsynlegt afl og
hvata til úrbóta, auk þess
sem þær ná ekki til allra
geira samfélagsins.
Lýður Árnason
læknir og kvik
myndagerðar
maður
Ólafur Ólafsson
fyrrv. land
læknir
Þorvaldur
Gylfason
hagfræði
prófessor
Lögin eru skýr. Af þeim
leiðir að breyting á árlegri
úthlutun aflaheimilda er
hverri ríkisstjórn fullkom-
lega heimil og skapar enga
skaðabótaskyldu.
Fjörðurinn fagri fyrir austan, sem umgirtur er háum og nær ókleifum fjöllum, hefur alið
af sé f leiri listamenn en við mætti
búast miðað við höfðatölu. Fjöl-
margir eru þeir rithöfundar sem
eiga ættir að rekja í dalinn milli
fjallanna, svo og tónlistarmenn og
aðrir andans menn. Mig langar að
vekja athygli á tveimur skáldkonum
frá Seyðisfirði sem lítið hefur farið
fyrir í menningarumræðunni,
en sem báðar hafa gefið út ljóða-
bækur sem geyma fallegar hugs-
anir, sérstaka rýni á umhverfi, bæði
umhverfi hugans og þess landslags
sem augað hefur numið. Mér finnst
sérstök ástæða til að kynna þessar
tvær konur því ljóðabækur þeirra
verða ekki f leiri og þessar tvær því
einstakar perlur á ljóðafesti Austur-
lands.
Guðný Marinósdóttir fæddist 11
september, 1944 á Seyðisfirði og
lagði fyrir sig handavinnukennslu
bæði á Egilsstöðum og á Akur-
eyri og sérhæfði sig í textíllist frá
Middlesex University í London.
Árið 2019 gaf Félag ljóðaunnenda á
Austurlandi út bók hennar Eins og
tíminn líður. Í umsögn um höfund
segir að þetta sé fyrsta ljóðabókin
hennar en þetta verður jafnframt
sú síðasta því Guðný lést á páska-
dag 2019. Ljóð Guðnýjar eru mjög
hógvær, lágstemmd og innhverf og
einkum eru náttúrulýsingar henni
tamar sem hún tengir gjarnan við
sitt eigið sálarlíf. Ljóðin bera ekki
heiti en hér eru nokkur sýnishorn
af ljóðagerð Guðnýjar:
Ljóðin mín eru litlar perlur
sem skolast upp á ströndina
með öldum lífsins.
Ljóðin mín eru litlar perlur,
ég tíni þær upp úr sandinum
og læt þær í litla skrínið
á efstu hillunni í hugskoti mínu.
Náttúrulýsing:
Þegar vetur rikir
og vindurinn gnauðar
á dimmum glugganum
þá hugsum við
um kærkomna fugla sumarsins
og ljúfan kliðinn
af kvaki þeirra.
Karlína Friðbjörg Hólm fæddist
29. september, 1950 á Seyðisfirði en
þegar hún kvaddi Seyðisfjörð hélt
hún til náms í hjúkrun og lauk því
1972. Karlína, eða Kalla eins og hún
var oftast kölluð á Seyðisfirði, birti
talsvert af ljóðum í Lesbók Morgun-
blaðsins á árunum 1987-1998, en
fyrr á þessu ári gaf Félag ljóðaunn-
enda á Austurlandi út ljóðabók
hennar Rætur og þang, sem er úrval
af ljóðum, prentuðum og óprentuð-
um, sem Kalla átti í fórum sínum.
Bókinni er skipt í nokkra kafla og
er heiti kaflanna tekið úr ljóðasafni
Köllu. Kaflaheitin geta verið býsna
abstrakt svo sem „Sparruglur og
spóaleggir“ og „Doppóttar fallhlíf-
ar“ en hver kafli er myndskreyttur
af Maríu Dögg Hákonardóttur sem
dregur fram inntak hvers kafla með
teikningum sínum. Meðal annars
skreytir teikning Maríu af Seyðis-
firði einn ljóðakaf lann þar sem
ljóðin tengjast barnæsku Köllu
í firðinum fagra. Ljóðmál Köllu
er fjölbreytt, kraftmikið og hug-
myndaflugið sterkt. Í ljóðinu Mjöll
má lesa eftirfarandi vetrarmynd:
Glotta grýlukerti
hrökkva sönggyðjur
við staka tóna
af snæviþjökuðu þakskeggi.
Lítil náttúrulýsing sem tengist
lífshlaupinu með tilvísun í sögu
landsins, kemur fyrir í ljóðinu Biðu-
kollan:
Auðsveip biðukollan
ástundar landvinninga
fram með túngörðum.
Bæjarburstirnar bleikmálaðar í ár,
skýin bleikmáluð,
vonirnar kinnfiskasognar
kinnarnar meikaðar í ljósbleiku.
Og enn má finna svipmyndir
frá síldartímanum á Seyðisfirði til
dæmis í ljóðinu Hjólin snúast á ný:
Brælan hefur hopað út í
fjarðarmynnið,
f ljóta í breiðfylkingu í daginn,
vonirnar
Klofvöðlurnar dragast syfjulegar
eftir malarveginum, þetta
óumf lýjanlega
stigmagnandi viðskilnaðarhljóð.
Ljóð þessara tveggja seyðfirsku
kvenna auka við ljóðafjölbreytni
í bókmenntaforða landsins. Þetta
eru ólík ljóð en eiga það þó sam-
eiginlegt að ljóðmálið er ferskt,
efnið sótt innávið í sál höfundar og
í nánasta umhverfi.
Tvær seyðfirskar skáldkonur
Sigrún Klara
Hannesdóttir
prófessor
1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð