Fréttablaðið - 19.11.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 19.11.2020, Síða 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Móeiður Svala hefur unnið sem flugfreyja hjá Icelandair en þessa dagana er hún með nokkur spenn- andi verkefni í farvatninu. Hún er mikil hestakona og kann vel við sig í hestagallanum en hefur líka gaman af því að klæða sig upp í kjól eða fallega dragt. Hefur þú áhuga á tísku? „Já, hef alltaf haft brennandi áhuga. Tíska snertir svo margt í okkar lífi. Ég hef haft gaman af tísku frá því að ég var barn. Ég held að áhuginn hafi kviknað eftir að ég datt inn á tískusýningu og ég varð bara ástfangin. Það var bara svona einfalt.“ Fylgist þú vel með nýjum tísku- straumum og þá hverjum helst? „Ég fylgist með stóru tískusýning- unum, sem eru haldnar tvisvar á ári í Mílanó, París og London. Það er hægt að fylgjast með þeim á netinu. Fyrir mér er tíska listgrein. Ég fór á London Fashion Week sem var haldin 14. til 18. febrúar síðastliðinn, áður en kórónaveiruf- araldurinn skall á. Það var mikil upplifun og margar tískusýningar í gangi. Það var ótrúlega gaman að vera í London á þessum tíma. Það sem var hvað mest áberandi var að það var allt úr leðri, allt var loðið og flíkurnar stórar. Það fer heldur betur ekki fram hjá okkur í hinu daglega lífi í dag. Mér finnst líka alltaf jafnáhuga- vert að sjá það nýjasta frá Versace, Jaquemus, Ralph and Russo, Fendi og fleiri hönnuðum. Ég fylgist líka með tískustraumum á Pinterest og Instagram en þar er margt magnað í gangi. Charlotte Emily Sanders og Alison Toby eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær eru báðar mikið að vinna með beisik flíkur og líka hágæðaflíkur, en þær endast oft betur þegar upp er staðið.“ Hvernig er þinn fatastíll og hefur hann breyst í gegnum árin? „Já, hann hefur breyst heil- mikið. Segja má að fatastíllinn hafi þroskast, sem er fínt. Núna er ég oft í blazer jakka úr leðri, galla- buxum eða svörtu outfitti. Þetta þarf ekki að vera neitt f lókið. Svo er alltaf hægt að toppa með skarti eða sólgleraugum. Ég vil heldur eiga færri f líkur en fleiri og þá af meiri gæðum og hef einblínt á það frá því ég var krakki. Ég safnaði mér jafnvel fyrir vönduðum flíkum, sem entust vel og lengi. Ég fer líka vel með það sem ég á.“ Notar þú fylgihluti og skart? „Já, ég myndi segja það. Ég er alltaf með sólgleraugu, sama hvaða mánuður ársins er. Ég á nokkur sólgleraugu, svona átta til tíu talsins. Ég er alltaf með tvenn til þrenn í hanskahólfinu á bílnum mínum, sem gott er að grípa í.“ Áttu þér uppáhaldsf lík? Já, ég á nokkrar. Þessa dagana held ég mikið upp á fjólubláa kjólinn minn, sem er úr nýju línunni frá Hildi Yeoman. Mér finnst mikilvægt að styðja við íslenska hönnun, ekki síst núna í COVID-faraldrinum.“ Hvaða litur er í uppáhaldi hjá þér? „Mér finnst erfitt að velja á milli svarta og hvíta litarins, en ætli ég verði ekki að segja svartur. Sá litur virkar alltaf.“ Hvernig klæðir þú þig dagsdag- lega? „Það er mismunandi en oft verður blazerjakki fyrir valinu, stuttermabolur eða svartur lang- ermabolur og jakkafatabuxur eða gallabuxur og Vagabond-hælar.“ En til spari? „Þá finnst mér gaman að klæðast buxnadragt, eða dragtarbuxum og skyrtu. Ég fer í kjól þegar tækifæri gefst til þess. En annars gerir falleg blússa klæðnaðinn alltaf spari- legan.“ Hver eru bestu fatakaupin? „Svarti loðpelsinn minn sem ég keypti í Berlín í fyrra.“ En verstu fatakaupin? „Eitthvað sem ég er örugglega búin að gefa frá mér.“ Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Jakkinn er frá Ralph Lauren og silkiskyrtan er úr Zara. Móeiður er í leðurjakka og bol frá Zara, buxum úr H&M og Vagabond- skóm. FRÉTTA- BLAÐIÐ/STEFÁN Louis Vuitton Viva Cite gm taska, sem er í miklu uppá- haldi hjá Móeiði. Hún fylgist vel með tískunýjungum. Móeiður á nokkur pör af sólgleraugum og notar þau allt árið um kring. Þessi fallegu sólgler- augu eru frá Gucci. „Ég er alltaf með sólgleraugu, sama hvaða mánuður ársins er,“ segir hún. Framhald af forsíðu ➛ Kjóll, pils, eða buxur? Buxur. Blúnda eða leður? Leður. Gull eða silfur? Gull. Doppur eða köflótt? Köflótt. Háir hælar eða flatbotna? Það fer eftir tilefninu. Þröngt eða vítt snið? Þröngt. Gloss eða varalitur? Varalitur. Silfur eða gull? Gull. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. NÝJAR UMBÚ ÐIR 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.