Fréttablaðið - 19.11.2020, Qupperneq 24
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Unglist, listahátíð ungs fólks, var haldin í 29. sinn dagana 7.-15. nóvember. Hátíðin
hefur það að markmiði að hefja
menn ingu ungs fólks til vegs og
virðingar, segir á vefsíðu Hins
hússins, sem heldur Unglist.
Árið í ár er, eins og ætti ekki að
hafa farið fram hjá neinum, for-
dæmalaust. Vegna COVID hafa
skipuleggjendurnir því þurft að
leggja höfuðið í bleyti og aðlaga
hátíðina þessum skrýtnu tímum.
Viðburðirnir fóru því að öllu leyti
fram á netinu, sumir dagskrárliðir
voru upptökur, aðrir samvinnu-
verkefni á milli skóla, unnin í fjar-
vinnu og enn aðrir beint streymi,
eins og Leiktu betur, spunakeppni
framhaldsskólanna.
Nemendur á Fataiðnbraut
Tækniskólans og Fata- og textíl-
braut Fjölbrauta skólans í Breið-
holti héldu hina árlegu tísku-
sýningu Unglistar rafrænt í ár, með
myndbrotum af hönnun sinni,
sem voru sett sam an í eitt mynd-
band. Á tískusýning unni gafst
upprennandi hönnuðum tækifæri
til að koma sér á framfæri. Um það
bil 20 nemendur sýndu hönnun
sína í myndbandinu, sem hægt er
að finna á Facebook-síðu Ung-
listar.
Kolbrún Sól Stefáns dóttir sá um
skipulagningu sýningarinnar í ár,
en hún er á lokaönn á fataiðnbraut
Tækniskólans.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er
að skipuleggja tísku sýninguna, en
ég tók þátt í fyrra sem hönnuður,“
segir Kolbrún.
„Áður en COVID kom var planið
að hafa sýningarpall og alls konar
styrktaraðila en við urðum að
finna aðrar leiðir,“ útskýrir hún.
Hún segir að þátttakend urnir
hafi haft alveg frjálsar hendur með
hönnunina í ár, en undanfarin ár
hefur oftast verið eitthvert þema.
„Í fyrra var þemað til dæmis
tímaflakk og þá gastu valið hvort
þú fórst í fortíðina eða framtíðina.
En í ár var ekkert þema, út af
COVID. Fötin voru mjög fjölbreytt
og mér fannst alveg frábært að það
var engin regla um hvað þú máttir
nota og hvað þú áttir að gera. Það
voru mjög margir sem voru að
endurnýta alls kyns dót, plast og
alls kyns efni. En svo voru ein-
hverjir sem keyptu nýtt efni, sem
er líka fínt.“
Kolbrún segir að hjá nem end-
unum í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti sé það hluti af loka-
áfanga á Fata- og textílbraut að
hanna og sýna föt á Unglist. Í
myndbandinu má sjá marga ólíka,
upprennandi hönn uði sýna verk
sín.
Aðspurð hvort Kolbrún stefni á
framhaldsnám í Fata hönnun eftir
að önn inni er lokið, segist hún ætla
að taka smá hlé og sjá svo til.
Rafræn tískusýning ólíkra hönnuða
COVID-19 setti strik í reikninginn við skipulagningu tískusýningar Unglistar í ár, en svo fór að
sýningin var haldin á netinu í formi myndbrota af verkum hönnuðanna, sem sett voru saman í
myndband. Ekkert þema var í ár og hönnunin því virkilega fjölbreytt , flott og hugmyndarík.
Kolbrún Sól
skipulagði
tískusýninguna
í ár, en hún er
nemi á Fataiðn-
braut Tækni-
skólans. MYNDIR/
AÐSENDAR
Skjáskot af myndbandinu sem er hægt að skoða á Facebook-síðu Unglistar.
Lísbet sýndi þessar þrjár fatasamsetningar í myndbandi
tískusýningar Unglistar, en hún er nemi á fataiðnbraut.
Þátttakendur sendu inn myndbrot af hönnun sinni sem
voru síðan öll sett saman í tuttugu mínútna myndband.
Hér má sjá hönnun eftir Lísbetu
Rósa, nemanda í Tækniskólanum.
Serena Kristín er nemandi á fata-
og textílbraut Fjölbrautaskólans í
Breiðholti. Hún hannaði þessa fal-
legur kjóla fyrir tískusýninguna.
Fötin sem Serena sýndi eru hluti af
lokaverkefni hennar í textílhönnun.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R