Fréttablaðið - 19.11.2020, Side 26

Fréttablaðið - 19.11.2020, Side 26
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Fylgið okkur á FB HÁTÍÐIRI NAR NÁLGAST VELKOMI N ALLT TILB ÚIÐ Í LAXDAL LAXDAL ER Í LEIÐINNI SKOÐIÐ NETV ERSLUN LAXDAL.IS Geimbúningar hafa breyst mikið frá því að þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið á 7. áratug síðustu aldar og í hönnun þeirra allra nýjustu, sem koma frá einkafyrirtækinu SpaceX, er ekki síður lögð áhersla á útlitið en nota- gildið. Elon Musk, eigandi SpaceX, hefur borið þá saman við jakkaföt og sagði að „allir líti betur út í smóking“. Framúrstefnulegt útlit þeirra er svo sannarlega mjög ólíkt útliti fyrstu búninganna og myndi ekki síður sæma sér á kvikmynda- tjaldinu en í hávísindalegum geim- ferðum. Geimtískan þróast stöðugt Í gegnum tíðina hafa ýmsar útgáfur af geimbúningum litið dagsins ljós og þeir hafa þróast í takt við þarfir geimfara og framfarir í tækni. Þeir allra nýjustu eru þó ekki síður mótaðir af tískunni. Vostok SK-1-búningurinn Þetta er búningurinn sem Yuri Gagarin var í þegar hann fór fyrstur manna á sporbaug um jörðu í apríl árið 1961. Búningurinn var sérhannaðar fyrir Gagarin og var í notkun til ársins 1963. AL-7-búningurinn Þetta er búningurinn sem Neil Armstrong var í þegar hann varð fyrstur manna til að ganga á tunglinu í júlí árið 1969. Búningurinn var til í þremur gerðum og hann var hannaður til að verja geimfarana gegn þeim öfgakennda hita og kulda sem er á yfirborði tunglsins. NASA fékk aðstoð frá brjóstahaldara- framleiðanda til að auka sveigjanleika búningsins við liði og brynja sem Hinrik VIII. notaði var ein af fyrirmyndum búningsins. Þessi búningur var not- aður til ársins 1973. EMU-búningurinn EMU stendur fyrir „Extravehicular Mobility Unit“, en þessi búningur sem var kynntur árið 1981 var hann- aður fyrir geimgöngur sem gátu verið allt að átta klukkustunda langar. Fyrir þessar löngu göngur var búningurinn búinn því sem NASA kallar „Maximum Absorbency Garment“, klæði sem drekkur í sig mjög mikinn vökva, enda eru engar pissupásur í geimnum. Þessir búningar hafa verið á Alþjóðlegu geimstöðinni síðan árið 2000 og samkvæmt geimfaranum Doug Wheelock lykta þeir eins og búningsklefi. Graskersbúningurinn Þessi skærappelsínuguli búningur var tekinn í notkun árið 1988 og var hannaður til að sjást betur í svörtum geimnum en eldri bún- ingar. Búningurinn fór í gegnum ýmsar breytingar og hefur sést í nokkrum ólíkum útgáfum, en alltaf hefur liturinn haldið sér. Sokol-búningurinn Búningurinn var kynntur árið 1973 og er notaður enn í dag af rúss- neskum geimförum sem ferðast með Soyuz-geimskutlum, en þeir eru sérsniðnir á geimfarana. Bún- ingarnir eru hannaðir til að passa í sætin í Soyuz-geimskutlum, og láta þá sem klæðast þeim líta út fyrir að vera að halla sér fram. SpaceX Dragon-búningurinn Elon Musk segir að hann hafi unnið að hönnun þessa búnings í næstum fjögur ár og að hann þurfi ekki bara að virka vel, heldur líka líta vel út. Búningurinn er bæði nýtískulegur og búinn nýjustu tækni og Musk fékk aðstoð frá búningahönnuðinum Jose Fernandez við hönnun hans, en Fernandez hefur unnið að ofurhetjumyndum eins og Batman v Superman: Dawn of Justice og The Fantastic Four. Fernandez segir að geimfararnir eigi að líta hetju- lega út í búningnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Merkúr-búningurinn Geimfarinn John Glenn notaði þennan búning þegar hann fór fyrstur Bandaríkjamanna út í geim í febrúar árið 1962. Búningurinn var byggður á búningi sem var notaður af flug- mönnum sem gerðu tilraunir með flug í mikilli hæð. Sá búningur var hannaður af sjóhernum árið 1959 en NASA gerði ýmsar breytingar. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.