Fréttablaðið - 19.11.2020, Page 32

Fréttablaðið - 19.11.2020, Page 32
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, Steinunn Ingigerður Stefánsdóttir bókasafnsfræðingur, lést fimmtudaginn 12. nóvember á hjúkrunarheimilinu Mörk, í faðmi fjölskyldunnar. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimer-samtökin. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju, þriðjudaginn 24. nóvember klukkan 15.00. Í ljósi aðstæðna verða einungis boðsgestir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: sonik.is/steinunn Sigurður Valtýsson Berglind Skúladóttir Sigurz Bryndís Kara Sigurðardóttir Stefán Ingi Sigurðarson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Ólöf Sveinjónsdóttir (Lilla) Tjarnarflöt 9, Garðabæ, lést 9. nóvember. Útförin fer fram 20. nóvember, ásamt nánustu ættingjum. Streymt verður frá útförinni á facebook.com/streymi-á-útför- Guðrúnar-Ólafar-Sveinjónsdóttur-108210067774940/ Jóhannes Árnason Sveinjón Jóhannesson Árni Jóhannesson Kristín Andrea Jóhannesdóttir Sigurður Straumfjörð Pálsson ömmu- og langömmubörnin. Við þökkum samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Amalíu Berndsen Lundi 7, Kópavogi. Sveinbjörn Þór Haraldsson Inga Björk Sveinbjörnsdóttir Ágúst Heiðdal Friðriksson Haraldur Þór Sveinbjörnsson Edda Þöll Hauksdóttir Berglind Berndsen Sveinbjörnsdóttir Steinar Valur Ægisson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Petrea Aðalheiður Gísladóttir frá Hóli, Ólafsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku síðastliðinn fimmtudag. Anna Linda Aðalgeirsdóttir Grétar Leifsson Hildur Bryndís Aðalgeirsdóttir Erla Aðalgeirsdóttir Jóhann Freyr Pálsson Vignir Aðalgeirsson Jónína Símonardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Steinunn Gísladóttir frá Skáleyjum, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu mánudaginn 16. nóvember síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Leifur Kr. Jóhannesson Jóhanna Rún Leifsdóttir Kristján Á. Bjartmars Sigurborg Leifsdóttir Hörður Karlsson Heiðrún Leifsdóttir Lárentsínus Ágústsson Eysteinn Leifsson Guðleif B. Leifsdóttir Jófríður Leifsdóttir Ingimundur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður J. N. Ingólfsson málarameistari, Fornastekk 3, Reykjavík, sem lést 10. nóvember, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu ættingjar viðstaddir. Útförinni verður streymt á slóðinni sonik.is/sigurdur. Einnig verður hún aðgengileg á mbl.is/andlat. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellow. Þorsteinn V. Sigurðsson Hrefna G. Magnúsdóttir Ingólfur Sigurðsson Sigríður Þóra Þorsteinsdóttir Pétur Þór Guðjónsson Fanney Rut Þorsteinsdóttir Bjarki Heiðar Sveinsson Rakel Ósk Jóelsdóttir Jónas Birgir Jónasson Magnús Hlífar Jóelsson Kristín Nordal Ingólfsdóttir Fredrik Ingólfsson Kristófer, Sunneva, Pétur, Tristan, Eva, Natalía, Logi, Viktoría og Lovísa Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts séra Árna Sigurðssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks Litlu-Grundar. Aðstandendur Stórafmæli? Já, ég er áttatíu og fimm ára kona og mér er efst í huga hversu lánsöm ég hef verið í lífinu. Maður gleymir því leiðinlega enda stendur í Biblíunni: Rífðu rót beiskj- unnar úr brjósti þínu, það er gott heil- ræði,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir, sem þjóðin þekkir fyrir leiklist sína og höfundarverk. Spurð hvort hún búi ein, svarar hún: „Já, yfirleitt, en nú er sonardóttir mín, Rakel Mjöll Leifsdóttir, hjá mér og það er sko ekki leiðinlegt að skrafa við hana. Hún er söngkona í Bretlandi en er heima núna út af kófinu og fer þangað aftur þegar því léttir, því þar er hljómsveitin hennar. En er á meðan er.“ Guðrún furðar sig dálítið á þeirri verndun sem eldra fólk nýtur í þjóð- félaginu á veirutímanum og finnst sú umhyggja stinga í stúf við skerðingar á lífeyrissjóðs- og launagreiðslum þess. „Ég fékk heiðurslaun listamanna fyrir tveimur árum en andvirðið var tekið af mér. Ég má þó ekki vera bitur en mér finnst þetta dálítið fyndið,“ segir hún. Rifjar upp sögu um frumstæðan þjóð- flokk sem henti gamla fólkinu ofan af hömrum þegar það var orðið til óþæg- inda. „Einn var á leið upp á hamar með föður sinn en ungur sonur hans elti. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði faðir hans. „Ég ætla bara að sjá hvað ég á að gera við þig,“ svaraði drengurinn.“ Ekki lætur Guðrún sér leiðast. Nú er hún nýbúin að skrifa barnabók um skordýr sem hún kveðst hafa geymt lengi í huganum og leyft að gerjast. „Ég bað Ragnar, son minn og vin, að mynd- skreyta bókina og hann hringdi klukk- an tíu um kvöld. „Heyrðu, mamma, ég ætlaði að gera þetta fyrir þig af því ég er góður sonur en þetta er svo skemmtileg saga, vildi bara láta þig vita!“ Staf li af nýjum bókum bíður Guð- rúnar, þær ætlar hún að lesa og gefa svo í jólagjöf. „Ég byrjaði á Ólafi Jóhanni,“ segir hún, „og nú er eins gott að hinir standi sig vel!“ gun@frettabladid.is Skrifar, les og skrafar Guðrún Ásmundsdóttir, leikari og leikstjóri, er 85 ára í dag. Hún er eina konan, fyrir utan Vigdísi Finnbogadóttur, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur gert að heiðursfélaga. Guðrún ætlaði að hafa húllumhæ í Hannesarholti í tilefni dagsins en það bíður. Hún lætur sér samt ekki leiðast. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég fékk heiðurslaun listamanna fyrir tveimur árum en and- virðið var tekið af mér. Ég má þó ekki vera bitur en mér finnst þetta dálítið fyndið. 1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.