Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2020, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 19.11.2020, Qupperneq 37
BÆKUR Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 303 Óla f u r Jóhann Óla fsson sagði í viðtali við Kiljuna á dögunum að hann skrifaði fyrst fyrir sjálfan sig og svo fyrir les- endur, sem er að mörgu leyti mjög góður leiðarvísir fyrir rithöfunda þar sem orkan og tíminn sem fer í handverkið að skrifa bók er ekki á neinn leggjandi, nema viðkomandi liggi þeim mun meira á hjarta. Og það gerir Ólafi Jóhanni sannarlega í bókinni Snerting sem snertir á líf- inu í endurliti, tilfinningum, and- rúmslofti og eftirsjá. Bókin hefst í mars 2020 á því að Krist- ófer Ha nnesson, veitingamaður til margra ára, lokar veitingast aðnum s í n u m þ e g a r honum finnst ljóst að ekki verði staðið í rekstri lengur, bæði vegna far- s ót t a r i n n a r o g heilsufars. Hann fær sama dag skila- boð á Facebook frá konu sem hann hefur ekki séð í hálfa öld og smám s a m a n ve r ð u r ljóst í gegnum frá- sögnina að sam- band þeirra hefur mótað allt hans líf. Bókin segir svo frá þremur lífum Kristófers, hálfa líf inu sem hann lifði á Íslandi, for- tíðinni og líf inu sem hann óskaði sér en ekki fékk, og svo nútíð sem er full af trega en líka von, hugrekki og draumum þegar hann heldur í ferða- lag, fyrst á slóðir minninganna á jap- önskum veitinga- stað í London og svo á vit framtíðarinnar í Hiroshima í Japan. F r á s ö g n i n e r lágstemmd og róleg en samt svo seiðandi að það er erfitt að leggja bókina frá sér. Söguheimurinn er ljóslifandi, hvort sem um er að ræða upplifun f lugferðalangs í COVID- nútíma, fyrstu ástina á japönskum veitingastað, eða raunveruleika á Íslandi sem býður Kristófer svo lítið þegar upp er staðið, þar sem líf hans tók svo snemma beygju sem hann náði aldrei alveg að rétta við. Nosturslegar lýsingar á japanskri matreiðslu eru bæði fróðlegar og heillandi, sem dæmi má nefna þegar Kristófer eldar japanskan morgun- verð handa japönsku konunni sem hann elskar, fer inn á hennar svið og menningarheim og reynir þar auð- mjúkur að hasla sér völl. Hún gefur honum síðar japanska tekrús með mynd af fugli sem gæti kannski líka verið íkorni, sem gæti táknað ein- hvern sem í annarri túlkun eða samhengi gæti verið eitthvað allt annað en hann eða hún er. Snerting er vel sköpuð, vel hugsuð og vel skrifuð saga. Hún er fyrst og fremst ástarsaga en er marglaga og fjallar ekki síður um lífið, hvernig það leikur okkur og hvað við gerum úr því. Stíllinn er meitlaður og frá- sagnaraðferðin grípandi, spegil- myndir úr lífi Kristófers í fortíð og nútíð mætast og hverfast hver um aðra á tilgerðarlausan og yfirveg- aðan hátt. Sagan er full af trega og eftirsjá, en líka von og hamingju þess sem á ævikvöldi hefur engu að tapa og allt að vinna. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Heillandi bók sem snertir lesandann og hreyfir við honum. Japönsk tekrús með fugli eða íkorna BÆKUR Næturskuggar Eva Björg Ægisdóttir Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 368 Þriðja skáldsaga Evu Bjargar Ægisdóttur er glæpasagan Næturskuggar. Hún er jafn- framt sú þriðja í sagnaf lokknum um lögregluna á Akranesi og baráttu hennar við syndaseli þar í bæ. Líkt og í forverum Næturskugga, Marr- inu í stiganum og Stelpum sem ljúga, er lögreglukonan Elma þar fremst í f lokki ásamt öðrum prúðum lög- reglumönnum umdæmisins. Í þetta skiptið er lögreglan köll- uð til um miðja nótt þegar eldur kviknar í húsi í rólegu íbúðahverfi á Akranesi. Ungur maður, sonur húsráðenda, verður eldinum að bráð og ekki líður á löngu þar til lög- reglan áttar sig á því að um íkveikju er að ræða. Elma, Sævar og félagar þeirra fara á stúfana, en við fyrstu sýn virðist ekkert benda til þess að nokkur hafi viljað unga háskóla- nemanum nokkuð illt. Lögreglan þarf þar af leiðandi að kafa ansi djúpt í líf mannsins til þess að komast að því hvort einhver í hans nánasta umhverfi hafi viljað hann feigan. Á sama tíma fær lesandi að kynnast bæjarfulltrúa og lauslátum eigin- manni hennar, sem eru einnig íbúar þar í bæ. Allir virðast hafa eitthvað óhreint í pokahorninu en lesandi þarf að fikra sig lengi áfram í gegnum f léttuna til að komast að hinu sanna. Líkt og góðum glæpa- sögum sæmir sigla l ö g r e g l u m e n n - irnir sjálfir heldur ekki lygnan sjó í hversdagslífinu og Elma gengur sjálf með leyndarmál sem hún getur ekki hulið lengi. Næturskuggar er skemmtileg glæpa- saga og f léttan vel hugsuð. Hins vegar virðist Eva eiga það til að flækja hlutina um of og hafa mörg járn í eldinum, þann- ig að lesandi fær inn- sýn inn í hugarheim of margra persóna. Persónurnar eru vel mótaðar og raun- verulegar, en það er þar af leiðandi ekki mikið skilið eftir fyrir ímyndunar- aflið. Evu Björgu er hægt og rólega að takast að skrifa Elmu og félaga h e n n a r i n n í íslenska glæpa- sögu, það er víst. Sagnaheimurinn sem hún hefur sk apað er vel mótaður, raunverulegur og væri í raun hægt að mjólka í mörg ár. En það væri líka gaman að sjá næstu bók hennar taka nýjan snúning og bregða örlítið frá þessu formi sem hún hefur haldið sig við í fyrstu bókum sínum. Næturskuggar er líklega ein af þessum bókum sem er best að gleypa í sig í staðinn fyrir að smjatta á henni of lengi. Niðurstaðan kom kannski ekkert gífurlega á óvart en Eva Björg er skemmtilegur penni og það er óhætt að hlakka til fleiri bóka eftir hana. Bryndís Silja Pálmadóttir NIÐURSTAÐA: Góður krimmi með alls konar skrautlegum snúningum. Stundum svolítið fyrirsjáanlegur en yfir meðallagi í sínum flokki. Ódæðin á Akranesi Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík 586 1414 stora@stora.is · stora.is facebook.com/storabilasalan ...á verði fyrir þig! kaffi á könnunni opið mán-fös 10-18 lau 12-15 NÝIR ATVINNU BÍLAR Sérpöntun á bifreiðum getur tekið 2 – 4 mánuði Útvegum allar gerðir atvinnubíla frá Ford, Renault og Dacia Við gerum þér tilboð í bílaflotann, sérsniðið að þínum þörfum M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29F I M M T U D A G U R 1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.