Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Síða 6
6 FRÉTTIR 20. NÓVEMBER 2020 DV
ÓTTUÐUST AÐ VERÐA
GEÐVEIK EINS OG MAMMA
Þórunn Edda Sigurjónsdóttir tók í meistaraverkefni sínu viðtöl við
sex manns sem höfðu alist upp með móður sem glímdi við alvar-
lega og langvinna geðsjúkdóma á borð við geðklofa eða geðhvörf.
Flestir viðmælendur lýstu skorti á stuðningi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfis í æsku. MYND/GETTY
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
Þ órunn Edda Sigurjóns-dóttir kynnti meistara-verkefni sitt í félags-
ráðgjöf til starfsréttinda við
Háskóla Íslands á málþingi
sem Geðhjálp og Geðvernd-
arfélag Íslands stóðu fyrir á
fimmtudag um börn foreldra
með geðrænan vanda, undir
yfirskriftinni: Taktu eftir
mér, hlustaðu á mig.
Verkefni Þórunnar Eddu
ber heitið „Ekki taka mig,
hjálpaðu mér að vera: Börn
í umönnunarhlutverki gagn-
vart foreldrum með alvar-
lega geðsjúkdóma.“ Þar gerði
hún eigindlega rannsókn og
tók hálfstöðluð einstaklings-
viðtöl við sex einstaklinga,
fimm konur og einn karlmann
á aldrinum 24 til 53 ára. Allir
þátttakendur áttu það sam-
eiginlegt að hafa átt veikar
mæður í æsku sem glímdu
við alvarlega og langvinna
geðsjúkdóma á borð við geð-
klofa, geðhvarfaklofa og geð-
hvarfasýki.
Skert tækifæri til náms
Niðurstöður rannsóknarinnar
leiddu í ljós að veikindi for-
eldris og umönnunarhlutverk-
ið höfðu í flestum tilfellum
neikvæð áhrif á líðan þeirra
en algengt var að þeir upp-
lifðu skömm, sektarkennd og
ótta við að verða veikir eins
og foreldrið. Þá höfðu veik-
indin og ábyrgðin sem þeir
báru áhrif á tengsl og sam-
skipti innan fjölskyldunnar og
í sumum tilfellum voru tæki-
færi þeirra til náms og félags-
legrar þátttöku skert.
Flestir viðmælendur lýstu
skorti á stuðningi í æsku þá
sérstaklega þegar kom að
formlegum stuðningi eins og
veittur er af stofnunum innan
heilbrigðis-, velferðar- og
menntakerfis. Allir greindu
frá því að þeir hefðu viljað
hafa greiðan aðgang að ein-
hverjum fullorðnum einstakl-
ingi utan fjölskyldunnar sem
þeir gætu leitað til þegar þeir
þyrftu á að halda.
Áhyggjur og ótti
Viðmælendur sinntu fjöl-
breyttum hlutverkum í æsku
til að styðja foreldri sitt í
veikindum. Hlutverk þeirra
fólu í sér að veita foreldrinu
tilfinningalega og persónu-
lega umönnun, annast yngri
systkini og sinna heimilis-
verkum. Einn viðmælandinn
var þá í því hlutverki að að-
stoða foreldri sitt við atvinnu.
Viðmælendur voru allir sam-
mála um að hafa fundist erfitt
að vera í þessum hlutverkum.
Þeir urðu oft vitni að streitu-
valdandi atburðum og upp-
lifðu gjarnan áhyggjur, ótta
og óöryggi yfir því ástandi
sem ríkti á heimili þeirra.
Ábyrgðin sem sumir báru
var mikil og var þá umönnun-
arbyrðin þyngst hjá þeim sem
bjuggu hjá einstæðu foreldri.
Algengt var að umönnunin
fælist í því að veita foreldrinu
tilfinningalegan stuðning. n
BROT ÚR VIÐTÖLUNUM
Þú veist og mjög lengi hélt ég mínum
persónuleika svolítið niðri af því ég
ætlaði bara vera eins og normið.
Bara flöt. Þú veist ég vildi ekki sýna
að ég væri of glöð eða of leið af því
mamma var með þessi einkenni og
ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri
að verða geðveik eins og hún og ég
var hrædd um að ef að ég hlæ of hátt
eða ég segi eitthvað pínu skrítið að
þá hugsar fólk „Já, hún er svona
eins og mamma sín“.
Já sko það sem ég sakna núna er að
ég kynntist mömmu í raun og veru
ekkert sem svona persónu. Ég veit
það ekki, hún var bara oft svo mikið
á lyfjum og sérkennileg skilurðu, ég
náði ... já ég kynntist henni eiginlega
ekki sem persónu.
Að fá ekki að alast upp eins og önnur
börn. Að ég hafi ekki fengið eðlilegt
fjölskyldulíf. Ég öfundaði oft vini
mína af því að eiga heilbrigða for-
eldra og fá bara heilbrigt uppeldi.
Maður var ekkert að segja fólki. Þú
veist það var miklu betra að segja
þegar pabbi fór á spítala því hann
var nýrnaveikur. Hann fékk nýrna-
steinakast nokkuð reglulega og
svoleiðis og það var miklu þægi-
legra að segja frá því heldur en
þegar mamma var veik. Já þetta var
bara skömm.
Mér fannst þetta rosalega erfitt en
mér fannst erfiðast að sjá mömmur
vinkvenna minna og sjá missinn.
Mér fannst það ótrúlega sárt að
sjá sko ... að koma inn á heimili hjá
vinkonum mínum og bara maður var
kannski að koma úr skólanum með
þeim og maður er að fara að læra
og mamma þeirra er bara svona
„Hvernig var í skólanum?“.
Ég pældi oft í því sko að ég hefði vilj-
að að mamma hefði dáið. Af því að
þetta hlutverk var svo erfitt og það
var líka svo erfitt fyrir hana. Þú veist
og mig langaði bara stundum að hún
fengi ró. Líf hennar hefur verið svo
hrikalega erfitt og hún aldrei náð
bata að stundum hugsaði ég bara
að ég vildi að mamma myndi deyja
Og ég upplifi kannski meira bara að
það að ég hafi gengið í gegnum þetta
geri mig að betri manneskju. Þú veist
ég upplifi bara að ég hafi þroskast
rosalega mikið við það að eiga geð-
sjúka mömmu. Og að ég hafi lært líka
þetta að það er ekki allt sjálfsagt í
þessu lífi, þetta er ekki svona slétt
og fellt.
Það voru bara rifrildi og átök bara
flesta daga sko. Það var bara frí að
fara í skólann. Svo eftir skóla þá
reyndi maður bara að koma ekkert
heim nema maður virkilega þyrfti
þess.
Mér fannst það algjör tímasóun að
vera í skólanum. Ég er svo mikið
búin að pæla í þessu bara af hverju
mér fannst það ... en það er bara út
af því að það voru bara svo miklu
miklu stærri og mikilvægari málefni
í gangi heima þannig að það að vera
að eyða tímanum í að læra stærð-
fræði og íslensku ... mér fannst það
bara fáránlegt! Þú veist mamma var
að hóta því að svipta sig lífi í nótt, þú
veist og ég var að reyna að stoppa
hana ... mér var alveg sama um skól-
ann eða skilurðu?
Ég öfundaði
oft vini mína
af því að
eiga heil-
brigða for-
eldra...