Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 11
ir bókina vera góða samtíma-
sögu. „Ég er 33 ára en það hef-
ur gífurlega mikið breyst frá
því að ég var á þessum aldri.
Ég þekki alveg þennan heim,
bæði í gegnum starf mitt og
af því maður þekkir fólk sem
hefur verið þarna. Maður
verður mjög meðvitaður um
það þegar börnin manns eld-
ast að það þarf að fylgjast
með þeim. Það er svo auðvelt
að fara yfir þessa línu.“
Sólmundur tekur í sama
streng. „Það er þessi klisja að
vera til staðar. Að börnin þín
geti treyst þér og talað við þig.
Það er það sem maður getur
gert.“
Skúringar og aðhaldsbuxur
Viktoría og Sóli eru að upp-
leggi mjög ólík og hlutu ólíkt
uppeldi. Sóli er alinn upp af
einstæðri móður að hluta til
úti á landi en Viktoría í Selja-
hverfinu.
„Ég var einhvern tímann að
monta mig af því að hafa aldr-
ei beðið foreldra mína um pen-
inga á menntaskólaárunum. Þá
var ég búinn að gleyma því að
Parið rak aug-
un í listaverkið
á veggnum
á hárréttu
augnabliki og
keypti það.
MYND/ERNIR
Ég hef einu sinni efast um að
ég hafi ekki valið mér rétta
konu. Það var þegar ég fór
með Viktoríu fyrst í parket-
verslun og þetta var eins og
að vera með ungling í búð.
en það skilar sér því miður
alls ekki í að ég sé sérstak-
lega góð húsmóðir,“ segir hún
hlæjandi en Viktoría hefur
orð á sér fyrir að vera afar
klaufsk þegar kemur að elda-
mennsku.
,,Við vorum bara að vinna
okkur inn peninga til að
geta keypt okkur franskar
og nammi og eitthvað svona.
Mér fannst svo merkilegt að
vera í vinnu og var mjög stolt
þegar ég fékk fyrstu vinnuna í
snyrtivöruverslun í Firðinum
í Hafnarfirði hjá mömmu vin-
konu minnar þegar ég var 13
ára og seldi eldri konum að-
haldsbuxur í hrönnum. Svo
fór ég að vinna í dömudeild-
inni í Hagkaup og vann líka
í nokkrum fatabúðum með
námi. Eftir á séð finnst mér
eiginlega að ég hafi unnið of
mikið og hefði kannski átt
að njóta þess betur að vera í
námi enda er það dýrmætur
tími sem líður hratt en ég hef
alltaf verið svolítið að flýta
mér í lífinu,“ segir Viktoría
sem lærði mannfræði og hag-
nýta menningarmiðlun.
Þvoði hár fyrir strípum
Sóli lærði viðskiptafræði og
segist þó hafa verið í sveit sem
barn svo hann hafi nú ekki set-
ið með hendur í skauti fram á
háskólaárin. Fjölskylda Sóla er
ættuð frá Hveragerði og býr
bróðir hans þar og pabbi hans
ekki langt frá.
„Ég byrjaði í sveit tíu ára
gamall og var í sveit næstu
fimm sumur. Þá kom maður
nú heim með smá hýru eftir
sumarið. Fyrsta sumarið voru
það sex þúsund en síðasta
sumarið þénaði ég hundrað
þúsund. Mamma var alveg
hissa því hún kom með ávís-
anaheftið að sækja mig eftir
fyrsta sumarið, alveg viss um
að hún þyrfti að borga fyrir
pössunina.“
Viktoría hlær og Sólmundi
er mikið niðri fyrir þar sem
hann fer yfir glæstan feril
sinn í unglingastörfum. „Ég
var aldrei að vinna með skóla
en í fríum vann ég. Þvoði hár
á hárgreiðslustofu í jólavertíð-
inni og fékk strípur í staðinn.
Ég var alltaf vel liðinn og það
var stemming þar sem ég var.
Ég var mjög vel liðinn sem
einstaklingur en ekkert endi-
lega sem starfskraftur. Ég hef
oft fengið að hanga lengur í
vinnu fyrir að vera hress og
skemmtilegur og hef bara einu
sinni verið rekinn.
Ég hef líka almennt valið
eitthvað annað umfram
heiðarlega vinnu. Ég hætti til
dæmis í vinnu sem dyravörður
í Regnboganum til að einbeita
mér að menntaskólaleikriti.“
Barnalánið
Sólmundur lofaði barnaher-
bergi handa drengjunum
fyrir jólin og að sauma saman
sundurgrafinn garðinn fyrir
næsta vor en húsmóðirin hefur
sjálf lofað kraftaverki. Hún er
gengin tæpar fjórtán vikur
með annað barn þeirra Sóla.
Sóli á fyrir drengina Matthías
og Baldvin Tómas og Viktoría
á dótturina Birtu. Saman eiga
þau svo hana Hólmfríði Rósu
allan menntaskólann var ég að
vinna við „skúringar“. Málið
var þó það að mamma skúraði
en ég hirti peninginn. Ég fór
stundum með og tæmdi ruslið
og þurrkaði af en hún gerði það
yfirleitt aftur því ég gerði það
svo illa. Ég get því ekki barið
mér á brjóst fyrir að hafa
ekki beðið um neina peninga
í menntaskóla en tek þó skýrt
fram að eftir það hef ég staðið
algerlega á eigin fótum.“
Svona fyrir utan þvottinn?
„Já, einmitt. Ég er algjört
dekurrassgat.“
Viktoría fékk ólíkt upp-
eldi. Hún er ekki skilnaðar-
barn eins og Sóli en foreldrar
hennar fögnuðu á dögunum 40
ára brúðkaupsafmæli. Hún er
yngst í systkinaröðinni og á
þrjá eldri bræður.
„Það var alltaf mikið fjör
og ég á einstaklega góða for-
eldra. Okkur skorti ekki neitt
en maður fékk ekkert bara allt
sem maður vildi. Það var bara
ekki þannig þá eins og þetta
er víða í dag. Við vinkonurnar
byrjuðum því ungar að passa
börn og sáum um heilu heim-
ilin uppi í Seljahverfi frá því
að við vorum tíu, ellefu ára.
Við vinkonurnar vorum oft að
passa frá níu til sex um helgar
FRÉTTIR 11DV 20. NÓVEMBER 2020