Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 13
Sólmundur og Viktoría í fallega eldhúsinu sínu á Hringbraut. MYND/ERNIR FRÉTTIR 13DV 20. NÓVEMBER 2020 húsgagnasmiður sem sér- smíðaði innréttinguna í eld- húsið sem er vel þess virði að hafa verið vatnslaus í ein- hverja daga fyrir þó vissulega sé gaman að komast stundum í sturtu. Gúgglaði aldrei krabbameinið Hjónaleysin keyptu sem áður segir hús eftir sex mánaða samband og þremur mánuðum seinna greinist Sólmundur með krabbamein. „Okkur var bara hent út í djúpu laugina. Það er í raun ótrúlegt að við séum bara búin að vera saman í fjögur ár, mér finnst það svo stutt miðað við allt sem hefur gerst. Það gekk í raun nokkuð áreynslulaust fyrir sig. Þann- ig. Viktoría er svo góð í öllu svona. Hún er svo róleg og yfirveguð. Hún er sú sem þú vilt hafa þér við hlið.“ Viktoría segist þó vel hafa skap og geti látið fólk heyra það. „Ég get verið hvöss en ég er fljót niður. Ég missi stund- um stjórn á skapi mínu en ég held að þegar eitthvað svona gerist, þá sé miklu erfiðara að hugsa hvað maður myndi gera í þessum aðstæðum heldur en raunverulegu aðstæðurnar. Það var erfiðast að bíða eftir greiningunni. Þá vissum við ekkert hvað þetta var.“ „Þá heldur maður að maður sé að fara að deyja,“ segir Sól- mundur sem var svo greindur með Hodgkins eitilfrumu- krabbamein sumarið 2017. „Tíminn áður en það kemur í ljós er erfiðastur. Hvernig krabbamein er þetta og er þetta búið að dreifa sér? Svo kom í ljós að hann var með mjög viðráðanlegt krabba- mein. Sóli bannaði mér að gúggla en ég er náttúrlega blaðamaður þannig að ég gúgglaði og las allt um þetta.“ „Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, gúgglað þetta,“ segir Sólmundur sem hefur verið laus við krabbameinið í rúm þrjú ár. „Þegar maður horfir á ein- hvern annan fara í gegnum eitthvað svona hugsar fólk gjarnan: Ég gæti nú aldrei tekist svona vel á við þetta. En jú, þú gætir það og þú ger- ir það. Maður tekst bara á við það sem lífið hendir í mann.“ „Þetta er fljótt að breytast líka. Krabbameinið sem Sóli fékk er mjög viðráðanlegt í dag en var dauðadómur fyrir nokkrum áratugum,“ segir Viktoría. Viktoría viðurkennir að hafa reynt að fela tilfinn- ingar sínar fyrir fjölskyld- unni á meðan á krabbameins- meðferðinni stóð. Börnin og Sólmundur þurftu stuðning og Viktoría bregst ekki sínu fólki. „Ég held að ég hafi hringt einu sinni grátandi í mömmu og pabba. Svo ertu bara í þessu og eftir á hugsar maður: Gerðist þetta? Svo fattar maður, þetta hefur breytt okkur. Maður verður aðeins lífhræddari eftir svona reynslu og áttar sig á því að þetta getur komið fyrir alla. Maður gerir ráð fyrir því að fá einhverja sjúkdóma og lífið er ótrúlega stutt, eins mikil klisja og það er er. Þú þarft að fara að lifa lífinu. Sú reynsla er dýrmæt.“ „Þetta er lífssýn sem flestir öðlast mun seinna á ævinni. Ég hugsa öðruvísi núna og geri alltaf ráð fyrir því fjárhags- lega að eitthvað gæti komið fyrir. Þess vegna legg ég upp úr því að skulda lítið því ég vil geta fleytt okkur áfram á litlum peningum. Þá skilur maður að sama skapi meira eftir sig ef allt fer á versta veg.“ Viktoría segist taka meira eftir nálægð dauðans eftir upplifun þeirra. „Maður sér veikindin í kringum sig meira eða heyrir frekar af þeim kannski.“ Sólmundur segist ekki kvíða framhaldinu og hugsa ekki um hvort krabbameinið taki sig upp aftur. „Ég pæli eigin- lega of lítið í því, svo lítið að ég gleymdi að mæta í eftir- fylgni um daginn. Ég er öfugt við Viktoríu miklu minna líf- hræddur eftir þetta. Ekki svo að skilja að mig langi til að deyja en ég hræðist það samt ekki. Ég er mjög heppinn. Þetta hefur byggt mig upp og gert mig að betri manni. Ég græddi á því að fá krabba- mein. Ég er ekki að segja að fólk geri það almennt en ég gerði það. Þetta var lexía sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Viktoría horfir hlýlega á tilvonandi eiginmann sinn. Hann er vissulega einstakur, þrátt fyrir framkvæmdablætið og Sólmundur Hólm fann svo sannarlega þolinmóðustu konu landsins. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.