Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Qupperneq 41
Kalkúnaleggir með fyllingu 4 kalkúnaleggir (um það bil 1,8 kg) 40 g smjör, bráðið 1 rauðlaukur 2 hvítlauksrif 100 g beikonkurl, ferskt eða um 6 beikonsneiðar skornar fínt 2 msk. ferskt timían 1 msk. fersk salvía 5 brauðsneiðar 1,5 dl vatn 1 kjúklingateningur Salt og pipar Byrjið á að skera brauðsneiðarnar í teninga, leggið brauðteningana í form og veltið þeim upp úr 20 g af bræddu smjöri ásamt salti og pipar . Setjið inn í ofn við 180 gráður í um 25 mínútur eða þar til að þeir eru gullinbrúnir og smá stökkir. Á meðan brauðteningarnir eru í ofninum er upplagt að útbúa fyll- inguna. Takið rauðlauk, hvítlauk, salvíu og timían og fínsaxið. Setjið beikonkurlið á pönnu og steikið upp úr ca 10 g af smjöri, látið kurlið verða stökkt. Blandið saman í skál beikoninu, brauðteningunum, rauðlauknum, hvítlauknum, salvíunni og timían. Skerið smá gat undir húð kalkúna- leggjanna og setjið fyllinguna undir, eins mikið og kemst. Sjóðið í potti 1,5 dl af vatni ásamt einum kjúklingateningi. Hellið soð- inu yfir leggina og saltið þá svo og piprið að vild. Setjið inn í ofn við 180 gráður í um 40 mínútur, í lokuðum steikarpotti. Takið pottinn út og lokið af, hellið 10-20 g af bráðnu smjöri yfir legg- ina og setjið inn í ofninn, ekki með lokinu á, í um 10 mínútur. Berið fram með sósu, sultu og sætum kartöflum. Trönuberjasulta 150 g trönuber 1 dl sykur ½ dl appelsínusafi Setjið allt saman í pott og látið sjóða þar til berin verða mjúk og blandan fer að þykkna. Látið mesta vökvann gufa upp og sultuna þykkna. Slökkvið á hitanum og hrærið vel saman þar til myndast þykk sulta. Verði ykkur að góðu og gleðilega þakkargjörðarhátíð! Una í eldhúsinu Sætkartöflumús með pekanhnetum 2 sætar kartöflur 50 g smjör, bráðið 1 tsk. kanill 1 egg 100 g púðursykur 80 g saxaðar pekanhnetur ½ dl mjólk Byrjið á að sjóða kartöflurnar og flysja þær. Skerið kartöflurnar í bita og setjið í skál ásamt egginu, 25 g af smjör- inu, mjólkinni. Stappið vel saman og færið yfir í eldfast form. Blandið saman púðursykri og pek- anhnetum og stráið yfir kartöflu- músina. Bræðið 25 g af smjöri og hellið yfir púðursykurinn og hneturnar. Setjið inn í ofn við 170 gráður og bakið í um 30 mínútur. Það er engin ástæða til annars en að gera virkilega vel við sig um helgina. Hér kemur upp- skrift að góðum kalkúnaleggjum með fyllingu, sætum kartöflum og trönuberjasultu til að toppa þetta allt saman. Fullkomin og fljótlegri leið til að splæsa í alvöru þakkargjörðarhátíð að bandarískum sið en þakkar- gjörðarhátíðin er 26. nóvember. MYNDIR/AÐSENDAR MATUR 29DV 20. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.