Fjölrit RALA - 10.09.1978, Síða 12

Fjölrit RALA - 10.09.1978, Síða 12
8. 1 fjölritinu segir Bjarni eftirfarandi um úrkomuna í Borgarfjarðar- héraði 1974: "Sjáum við þar að úrkoman ®r að vonum mest á Skarðsheið- arsvæðinu. Einna minnst er úrkoman á svæðinu í skjóli jöklanna í austri og á tungu þaðan allt vestur á Mýrar. Úrkoman eykst svo aftur er nær dregur hálendinu norðan héraðsins. Úrkomumunur á milli nálægra staða er víða mikill, skoðum t.d. Hvanneyri og Andakílsárvirkjun. A milli þessara stöðva er 600 mm úrkomumunur, þótt aðeins 4 km skilji þar að á loftlínu. Úrfellin eru mest á stöðvum nær fjöllum, t.d. við Andakíls- árvirkjun og á Brekku í Norðurárdal. Á þessum stöðvum eru úrkomudagarnir þó jafnvel færri en á stöðvum fjær hálendinu og á stöðvum í skjóli austur- fjallanna". Dregnar hafa verið upp myndir af úrkomunni í Borgarfirði í júní, júlí og ágúst 1976, með því að styðjast við mælingar Veðurstofunnar á veðurathugunarstöðvum héraðsins. Myndir 1, 2 og 3. Úrkomulínur, sem dregnar væru eftir niðurstöðum úrkomustöðvanna án vitneskju um úrkomu Hestsmýrar,gæfu ekki rétta mynd af úrkomu mýrar- innar sumarið 1976. Þurrviðratunga sú, sem Bjarni talar um í fjölriti sínu nær frá austri að Hestvistarmýri í júní og júlí en er fjarlægari í ágúst. (Mælingar hófust reyndar ekki fyrr en 5. júní á Hestvistarmýri, en það kemur ekki mikið að sök, þar sem úrkoma var ekki mælanleg 1.-4. júní á flestum mælingastöðvum héraðsins). Eftirfarandi tafla sýnir úrkomu á mælistöðvunum, úrkomulausa daga og fjölda daga á hverri stöð þegar úrkomumagn er + 0.5 mm miðað við úrkomuna á Hesti 1976. 1 töflunni má sjá að aðeins 3 dagar eru úrkomulausir á Hesti í júní þrátt fyrir lítið úrkomumagn, en 4 dagar á Hvanneyri og Andakíl, en þar eru einnig flestir dagar með svipaða úrkomu og er á Hesti eða 13 daga með úrkomu, sem er innan við 0.5 mm mun frá Hests-úrkomunni. Ef athugaðir eru úrkomulausir dagar, þá eru þeir á Hesti 19., 20. og 22. júní en á Hvanneyri 19., 20., 21. og 22. júní. I júlí eru 18 dagar á Hvanneyri með úrkomu innan 0.5 mm frá Hests-úrkomunni. Úrkomulausir eru 7 dagar á Hesti en 6 á Hvanneyri. Þann 7. júlí er úrkomulaust á Hesti en 0.2 mm á Hvanneyri, Þann 12. júlí er úrkoma í Hestvist 0.1 mm en úrkomulaust á Hvanneyri og 19 júlí er 0.8 mm á Hvanneyri en úrkomu- laust á Hesti. í ágúst er úrkomulaust 18. og 31. á Hvanneyri en á Hesti er úrkomulaust 3. og 18. I ágúst eru 11 dagar með úrkomumun innan við 0.5 mm milli Hests og Hvanneyrar.

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.