Fjölrit RALA - 10.09.1978, Page 56

Fjölrit RALA - 10.09.1978, Page 56
52. myndast. Ástæðan fyrir því að fuglinn yfirgaf hreiðrið er óljós, en gæti verið vegna ferða athugunarmanna framhjá hreiðurstaðnum einu sinni á dag. Önnur hreiður fundust ekki á svæði II og er ástæðan fyrst og fremst sú, að áhersla var lögð á beitarathugun þetta sumar. 3.2.3. Fuglar á svæðinu og nágrenni. 26.4. Stelkur kominn í mýrina. 6.5. Tveir hrafnar sáust í Skorradalshálsi. 1.6. Eftirfarandi fuglar sáust á athugunarsvæði: Tvö jaðrakanspör, kjói, spói, stelkur, hrossagaukur og þúfu- tittlingur. Athugunarmenn fundu þúfutittling, sem á vantaði annan vænginn. Augljóst var, að hann hafði orðið fyrir þessu slysi fyrir löngu síðan, því sárið var vel gróið. Fuglinum var sleppt aftur, því hann virtist í góðu ásigkomulagi og líklegur sem góður biti fyrir einhvern varginn. 19.6. Grágæsahreiður hafa líklega verið við Grímsá. 21.6. Tvö jaðrakanspör halda sig sunnan við veðurreit á svæði II. I reit B-12 fannst skurn af spóaeggi, en lítið hefur sést eða heyrst til spóa, og telur athugunarmaður ólíklegt að hann eigi hreiður sitt á svæði I. 25.6. Skurn af jaðrakanseggi fannst á svæði II. Þetta skrifast á varginn 6.7. Tvö gæsapör með ungahópa sáust við Grímsá. Á svipuðum slóðum voru hrafn og kjóapar að rífast um eitthvað og hrafninn varð frá að hverfa. Mjög mikið er um hrafn og svartbak á svæðinu. Ástæðan er öskuhaugur frá veiðihúsinu við Grímsá. Haugurinn er á melnum norðan Illasunds. Nærvera hrafna og svartbaka hefur valdið mikilli fækkun þrasta og þúfutittlinga á Götuásnum, svo að varla heyrist lengur fuglasöngur. Um kvöldið voru 3 þrastarungar merktir, 731509-731511. Hreiðrið var í skurðbakka við Hestsbúið. 7.7. í fjallinu ofan Mannamótsflatar fannst gamalt hrafnshreiður, sem líklega hefur verið notað 1976. Uppistaðan í hreiðrinu var greinar gaddavír og kindarifbein. 8.7. Þegar athugunarmaður var á göngu á melnum við Mávahlíð, heyrði hann mikið krunk ofan úr fjalli og sá hvar hrafn var á flótta undan smyrli. Hrafninn varð að marg setjast til að verja sig og komst við illan leik burtu. Smyrilshreiður fannst í fjallinu og

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.