Fjölrit RALA - 15.01.1980, Page 30

Fjölrit RALA - 15.01.1980, Page 30
26 5.2 Umræður um niðurstðður Líkanið var fyrst prófað með þvi sem talin var góð nýting aðfanga, sem notuð eru i mjólkurframleiðslunni. Reiknað var með þvi, að hver fóðureining gæfi 2,25 kg af mælimjólk eftir að viðhaldsþörf er fullnægt. Pessu er vafalaust erfitt að ná sem meðaltali fyrir heilt bú, þar sem kemur fram breytileiki milli einstakra gripa og i fóórun er ekki alltaf fylgt þeim aðferðum, sem eru taldar gefa besta nýtingu fóðurs til mjólkurframleiðslu. í uppskerufallinu er gert ráð fyrir, að.túnið gefi 25 hkg þe. i grunnuppskeru og að meðalsvörun fyrir áburó sé hin sama og i langtimatilraunum. Að likindum er þetta nokkru meiri uppskera en fæst af túnum hjá bændum almennt og leiðir til þess, að likanið sýnir minni áburóarnotkun en á venjulegu búi. Þá ber einnig að hafa i huga, að gróffóðuröflunin miðast ein- göngu við fóðurþörf mjólkurkúnna og fyrningarþörf er sleppt. Þó hægt sé aó hugsa sér fyrningar færanlegar milli ára, verður að telja einhverja rýrnun þvi samfara. Einnig eru heyin talin nýtast að fullu til gjafar og ekki tekið tillit til slæðincs og fóðurleifa hjá kúnum. Af framansögðu var ákveðið að prófa likanið einnig með mun lakari nýtingu á gróffóðri og kjarnfóðri. 1 texta með myndum og töflum eru fyrri forsendur táknaðar með "A" og hinar siðari með "B". 1 3. töflu er sýnd fóðuröflun við mismunandi áburðargjöf samkvæmt þessum forsendum. I "B" er gróffóðurnýting 17% minni en i "A". í "A" var reiknað með 90% nýtingu kjarnfóðurs til mjólkurfram- leiðslu en i "B" er nýtingin talin 78% eða 1,95 kg mælimjólk eftir kg kjarnfóðurs. Með "B" fengust niðurstöður, sem svara vel til þess, sem gilti um búið i raun.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.