Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Side 12
12 FRÉTTIR tvisvar á ári eru eldri vörur seldar á útsölu til að rýma fyr- ir nýjum. Það finnst mér eðli- legasta dæmið. Útsölur til að losna við lager, en ekki setja hluti sem eru í endalausri sölu á útsölu bara svo varan færist aftur á upprunalegt verð eftir útsöluna. Ég átta mig samt á því að það er ekki meirihluti fólks sem er sammála mér í þessu, en Black Friday, þá áttu að geta gert alveg geðveik kaup en það er bara ekki á Íslandi. Hér heyrir maður jafnvel dæmi þessa að menn hafi hækkað verðin áður en Black Friday kemur til þess svo að lækka verðin enn meira á þeim degi.“ Verstir að setja saman Eftir fjórtán ár í IKEA hlýtur Þórarinn að vera orðinn nokk- uð leikinn með IKEA-sexkant- inn og í samsetningu á hús- gögnum. Hann segir að vinir og vandamenn hafi nýtt sér það reglulega á meðan hann starfaði hjá IKEA og hringt í hann ef þeir lentu í samsetn- ingarvandamálum. „Það má segja það og prenta það að þeir sem eru verstir í því að setja saman IKEA-hús- gögn eru útlærðir trésmiðir – þeir þurfa náttúrulega engar helvítis leiðbeiningar.“ Þórarinn segir að starfið hjá IKEA hafi kennt honum margt. „Ég get ekki pakkað því saman í eina setningu. Það kenndi mér auðmýkt, hvort sem fólk trúir því eða ekki, en það er einn af hornsteinum IKEA. Það kenndi mér líka það, sem ég hafði reyndar líka tileinkað mér í Domino’s, að vera öðrum fyrirmynd. Hér er ég á fullu að vinna með fólk- inu alla daga. Í IKEA byrjaði ég alla daga með minni hægri hönd að ganga hring um verslunina og hirða upp rusl. Þetta er eitthvað sem er feiki- lega mikils virði og eins og ég sagði ég er aldrei hér í jakka- fötum í vinnunni og í IKEA var meira að segja bannað að vera með bindi því fötin áttu ekki að setja upp ósýnilega veggi á milli fólks heldur er enginn merkilegri en annar.“ Stoppuðu verðbólguna Þrátt fyrir sterkar skoðanir á starfsmannamálum og neyt- endarétti telur Þórarinn að það sé ekki í framtíðinni að sækjast eftir því að verða verkalýðs- eða neytendaleið- togi. „Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir á verkalýðshreyfing- unni. Lengst framan af þá leit ég á þá sem samstarfsaðila. Frægt er það árið 2015 þegar kjarasamningar voru gerðir snemmsumars. Læknar fóru í verkföll og þeir náðu fram hörkusamningum. Svo var samið við almenna vinnu- markaðinn skömmu síðar. Og það verður allt vitlaust út af þessu. Atvinnurekendur hver um annan þveran og seðla- bankastjóri lofa okkur tveggja stafa verðbólgu og að allt myndi fara í kaldakol. Á sama tíma og þetta er að gerast er túristabylgjan að verða að alvöru. Virkileg aukning á milli ára. Krónan er að styrkjast gagnvart öllum helstu miðlum sem er líka gott fyrir allan innflutning og létt- ir á kröfunni um að hækka. Verðbólgan engin. Þarna voru allir fulltrúar vinnuveitenda og seðlabanka- stjóri og ríkisstjórnin með rosalegan bölmóð um að þessi kjarahækkun hefði verið allt of há og allt myndi fara til hel- vítis. Ég held það hafi svo verið 19. ágúst þegar tvennt gerist. Annars vegar að Seðlabank- inn var með vaxtaákvörðun- ardag og hins vegar að IKEA kynnti nýjan vörulista. Seðla- bankinn var með brjálæðis- legan bölmóð og spáði mikilli hækkun á verðbólgu bara strax í desember. IKEA birti heilsíðuauglýsingu þar sem við auglýstum að við værum að lækka til heilsárs, engin ástæða væri til að hækka, verðbólgan væri ekki að fara af stað, krónan væri að styrkj- ast, atvinnustigið var hátt og inn flæddu túristar. Í einu vet- fangi þá sýndum við fram á það að keisarinn var gjörsam- lega allsber. Og ég segi þetta bara grjóthart: Við stoppuðum verðbólguna því verðbólgan er bara mannanna verk. Verð- bólgan er ekki lögmál heldur afleiðing þess sem við gerum. Það var engin ástæða þarna fyrir hækkun. Þessi launa- hækkun var bara í samræmi við vöxtinn í efnahagnum. Það var gengið á Má seðla- bankastjóra, sem var eins og algjör auli þarna í sjón- varpsviðtölum og gat ekkert sagt nema að ég væri einhver draumóramaður. En eftir að þetta stóra fyrirtæki IKEA var búið að gera þetta þá gátu menn ekki annað en farið að lækka aftur. Það sem hefur verið að ger- ast síðan er það að það hefur átt sér stað ákveðin hallarbylt- ing í verkalýðshreyfingunni og inn eru komnir aðilar sem að sannarlega eru að berjast fyrir verkalýðinn og ég get tekið ofan fyrir Sólveigu Önnu með að það er ekkert að því að berjast fyrir hag þeirra sem lægstu launin hafa en það sem hún er að stinga upp á sem lausn í þessum málum, sósíalismi, það er fullreynt í yfir hundrað ár Það hefur hvergi gengið. Og orðræðan hún er sú að við séum öll að lepja dauðann úr skel nema einhverjir örfáir ríkisbubbar sem eru einhverjir auðvalds- eigendur. En staðreyndin er sú að við búum á einu besta landi í heimi og það eru ekki mörg lönd í heiminum sem hafa það betra hvað varðar jöfnuð í tekjum, lífaldri, eða aðgangi að heilbrigði, svo dæmi séu tekin.“ Ekkert bananalýðveldi Þórarinn segir að Ísland sé góður staður að búa á og tæki- færin hér mörg. „Við erum með óspilltari stjórnvöld heldur en flestir. Ég er ekki að segja að þetta sé fullkomið. En að láta eins og við búum í einhverju ban- analýðveldi þar sem stór hluti þjóðarinnar séu öreigar sem eigi ekki til hnífs og skeiðar á meðan auðvaldið og atvinnu- rekendur séu upp til hópa glæpamenn – þetta er bara rangt. Að sjálfsögðu eru ein- hverjir helvítis hálfvitar inn á milli sem stela af starfs- mönnum sínum. En ég neita að vera settur á bekk með þeim. Ég er búinn að leggja ævisparnaðinn undir þetta fyrirtæki mitt, ég er per- sónulega ábyrgur fyrir þeim lánum sem eru hér og ég fer á hausinn – missi húsið mitt – ef þetta gengur ekki upp. Ég neita að láta setja mig á bekk með einhverjum saka- mönnum.“ Íslenski draumurinn Íslenski draumurinn er raun- verulegur að mati Þórarins og sé hann sjálfur ágætis dæmi um það. „Það er þannig enn þá með þetta ágæta land okkar að hér hefur fólk sem á ekki neitt, fleiri tækifæri en nokkurs staðar annars staðar. Ég er bara ágætis dæmi um það. Ég er bara einhver bakari og bú- inn að fá öll þau tækifæri sem ég hef unnið mér inn sjálfur. Það hefur enginn rétt mér neitt. Ég er ekki með neinar tengingar eða skyldur einum né neinum frægum eða ríkum. Bara venjulegur maður úr Kópavogi. Mamma afgreiddi í sjoppu. Það er þannig með fólk sem vinnur fyrir mig, þessa krakka hérna. Það er ekkert verið að fara í mann- greinarálit, þau sem standa sig vel, mæta vel og eru heið- arleg hafa öll tækifæri sem eru í boði og það er enn þá þannig land sem við vinnum í. Ég er byltingarmaður rétt eins og Sólveig Anna, ég vil bara bylta hlutunum öðruvísi en hún. Ég vil bylta þeim með því að opna möguleika fyrir fólk en ekki stýra fólki. Ég elska landið mitt. Ég tel okkur fáránlega heppin sem höfum fæðst hérna en það þýðir ekki að við getum ekki bætt það að- eins. Ég vil geta ferðast milli Akureyrar og Reykjavíkur og stoppað í greiðasjoppu á leiðinni án þess að þurfa að borga 350 krónur fyrir sóda- vatn. Væri ekki 200 kall bara miklu betra verð? Þá myndi ég líka fá mér pylsu og kannski Prins póló og bland í poka en í staðinn keyri ég bara beint fram hjá.“ n Þórarinn sagði skilið við IKEA til að bjóða landsmönnum upp á pitsur á áður óþekktu verði. MYND/ERNIR 27. NÓVEMBER 2020 DV Það var gengið á Má seðla- bankastjóra, sem var eins og algjör auli þarna í sjón- varpsviðtölum og gat ekkert sagt nema að ég væri einhver draumóramaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.