Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Blaðsíða 26
296 KÍLÓA HEIMABAR Í KÓPAVOGI Þorvaldur Gísli Kristinsson tók í gegn forláta peningaskáp sem hafði verið í eigu tengdaföður hans í áratugi. Skápurinn vóg heil 600 kíló en Gísli, eins og hann er kallaður, lét það ekki stoppa sig í að finna honum hlutverk á heimili þeirra hjóna. K onan mín, Heiðdís Björnsdóttir, gat engan veginn hugsað sér að láta skápinn fara svo ég lagði höfuðið í bleyti í leit að hlut­ verki fyrir hann og þetta var útkoman,“ segir Gísli. Hann segist illa hafa getað hugsað sér að smella skápnum inn í stofu eins og hann var enda töluvert flykki hér á ferð. Sex pokar af ryki Skápurinn var upprunalega í eigu tengdaföður hans, Björns Eiríkssonar. „Tengdafaðir minn heitinn rak bókaútgáf­ una Skjaldborg og hefur hann flutt þennan skáp með sér í nær 30 ár á milli einna fimm staða. Hann eignaðist skáp­ inn með húsnæði sem hann kaupir af Brimborg í Ármúla að ég held,“ segir Þorvaldur en verkefnið áratuga gamall peningaskápur verður bar var ekki fljótlegt en útkoman er vel þess virði. „Ég hef ekki séð neitt þessu líkt áður sjálfur. Skápurinn var upprunalega 600 kíló enda tvöfalt stál í þessu og fullur af eins konar sements­ ryki. Það var stórt rykský yfir Kópavogi þegar ég var að saga þetta allt úr honum hér fyrir utan hjá mér. Það fóru sex svartir ruslapokar á Sorpu af dufti þann daginn. Ég skipti út öllu stálinu sem var inni í honum fyrir parket og gler sem er mun léttara en stálið og fallegra líka. Í dag er hann 296 kíló,“ segir Gísli. Hann fékk svo vin sinn Ella krana til að hífa skápinn inn á heimili þeirra hjóna. Kostaði lítið Hin handlagni bareigandi segir kostnaðinn við verkið hafa verið lítinn. „Þetta var spegillinn, glerhillurnar og parketið sem kostaði kannski 30.000 krónur. Ég notaði slípi­ rokk en fór reyndar með ein­ ar sjö skurðarskífur því þær spændust upp eins og pappír.“ Aðspurður um hvort læs­ ingin á skápnum virki enn segir hann svo vera. „Hún er enn nothæf enda tveir ungl­ ingar á heimilinu og allur er varinn góður,“ segir hann og brosir. „Svo fékk ég Sigurð Guð­ mundsson æskuvin minn til að sjóða inn í hurðina vín­ rekkann.“ Skápurinn er búinn að vera gæluverkefni hjá Gísla í tvö ár en nú styttist í uppskeru­ Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Gísli dundar sér mikið í skúrnum og afraksturinn er alls konar snilld. MYNDIR/ AÐSENDAR hátíðina en skápurinn hefur fengið áletrunina Bjössabar utan á skáphurðina og er þar vísað í tengdaföður hans. Gísli segir mikla tilhlökkun vera eftir slökunum á sam­ komutakmörkunum svo hægt sé að opna Bjössabar. „Það er gríðarleg tilhlökkun og ansi margir sem bíða eftir boði á Bjössabar.“ Gísli er ekkert lærður og segist bara fikta sig áfram. Nýjasta verkefnið er jóla­ dagatal handa eiginkonunni. „Ég á reyndar eftir að skrifa tölustafina inn,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi nú þegar fengið fyrirspurnir um að smíða dagatöl fyrir fólk úti í bæ. „Það er ekkert meiningin. Þetta er bara dund í skúrnum hjá mér,“ segir hann, hógværðin uppmáluð. n Skápurinn var uppruna- lega 600 kíló enda tvöfalt stál í þessu og fullur af eins konar sementsryki. FLYKKI Það þur f t i krana til að koma skápn- um inn. DAGATAL Gísli er mikill listamaður í höndunum og smíðaði þetta jóladagatal handa kon- unni sinni. EFTIR Bjössabar bíður spakur eftir að samkomutakmörkunum verði af- létt. FYRIR Peningaskáp- ur inn f yr ir breytingar. 26 FÓKUS 27. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.