Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Byltingarsinnaði bakarinn É g er með lágt verð á heilanum,“ segir Þórarinn Ævarsson við blaðamann þar sem við sitjum á skrifstofu hans á pitsustaðnum Spaðanum í Kópavogi. Það vakti athygli fyrir rúmu ári þegar tilkynnt var að Þórarinn hefði sagt starfi sínu sem framkvæmda- stjóri IKEA lausu, eftir 14 ár í starfi. IKEA hafði þó djúp- stæð áhrif á hann. Bæði má merkja það af skrifstofu hans, þar sem má finna klassískar IKEA-gersemar á borð við Billy-bókahilluna sem og í hugmyndafræðinni sem hann þróaði fyrir Spaðann – ein- faldleiki, lágt verð og gott samband við viðskiptavininn. Skref niður á við Þórarinn er menntaður bak- ari, en fyrir tæpum tuttugu árum ákvað hann að söðla um og tók við starfi hjá nýjum pitsustað á Íslandi, Domino’s. Fyrst sem rekstrarstjóri og síðar sem framkvæmda- stjóri. Á þeim tíma þótti það mikið skref niður á við fyrir menntaðan bakara að fara að starfa við pitsubakstur. Þórar- inn fékk þó rými til að koma góðum hugmyndum í fram- kvæmd, hugmyndum sem enn í dag setja mark sitt á fyrir- tækið. „Þegar GSM-símarnir voru orðnir útbreiddir þá var Dom- ino’s að nota tölvukerfi þar sem pantanir birtust á skjá. Um leið og búið var að gera pöntunina þurfti að slá hana af skjánum með því að ýta á biltakkann á lyklaborðinu. Ég fékk þá hugmynd hvort ekki væri hægt að skrifa forrit þannig að þegar pöntunin er slegin af skjánum þá fengju viðskiptavinir SMS um að pitsan þeirra væri í ofninum. Á þessum tíma var venjulega umferðaröngþveiti fyrir utan Domino’s. Sumir voru að koma of snemma að sækja pitsur en aðrir of seint á meðan pitsan þeirra var að kólna. Þetta var eiginlega bara ófremdar- ástand og lítið hægt að gera í því. Eftir að sms-in fóru af stað þá breyttist þetta. Þjón- ustustigið gjörbreyttist og batnaði með nánast engum tilkostnaði.“ Eins er Þórar- inn maðurinn á bak við hina frægu Megaviku á Domino’s sem hefur án efa létt undir með mörgum fjölskyldum í landinu. Sagt upp í fæðingarorlofi Árið 2005, þá í fæðingarorlofi, ákvað Þórarinn að segja starfi sínu lausu eftir að nýir eigend- ur tóku við Domino’s. Meðal eigenda var félagið fræga Baugur, sem Þórarinn hafði illar bifur á. Hann tilkynnti því eigendum að hann ætlaði ekki að snúa aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu. Eigend- urnir brugðust þá við með því að reka Þórarinn. „Sem er kolólöglegt og þetta endaði með því að ég varð að fara með málið fyrir Hæsta- rétt, en vann það þar. En þarna þegar fæðingarorlofi mínu er við það að ljúka er mér boðin vinna hjá IKEA sem þá var niðri í Holtagörð- um. Mér leist í raun ekkert á það, enda þekkti ég húsgagna- bransann ekki neitt. Ég hafði reyndar alveg áhuga á hús- gögnum og því að hafa fínt í kringum mig en ég taldi mig ekki rétta manninn í starfið. Þeir sem buðu mér starfið voru hins vegar mjög sann- færandi og sögðu að ég hefði reynslu af sölu frá Domino’s og IKEA væri bara önnur teg- und af sölu. Svo ég sló til og þarna var ég frá 2005-2019 og byggði þar upp, ásamt frábæru fólki, gríðarlega sterkt fyrir- tæki sem er umtalað í dag fyr- ir að vera dálítið mikið öðru- vísi en margir aðrir. Og þarna gat ég látið alls konar drauma rætast og fékk að haga mér dá- lítið eins og óþekkur krakki í dótabúð.“ Þórarinn gat beitt sér fyrir málefnum sem brenna á hon- um, á borð við umhverfismál, náttúruvernd og jafnréttis- mál og á meðan Þórarinn var framkvæmdastjóri varð IKEA fyrst á Íslandi til að fá jafn- launavottun. Þórarinn fékk aftur að koma góðum hugmyndum í fram- kvæmd og stóð að baki því að bakarí var opnað í versluninni og á heiðurinn af bæði pitsu- deiginu og smákökudeigi sem njóta feikilegra vinsælda hjá fyrirtækinu. Og það eru að- eins fáein dæmi um arfleifð Þórarins hjá IKEA. Gunnari Smára að kenna Það má segja að brotthvarf Þórarins úr IKEA og tilurð Spaðans megi að einhverju leiti kenna Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíal- istaflokksins, um. „Þú gætir slegið því upp í fyrirsögn – Helvítis kommún- istinn Gunnar Smári olli þessu,“ segir Þórarinn og hlær þegar talið víkur að stofnun Spaðans. „Fyrir um tveimur árum hafði Gunnar Smári Egilsson farið mikinn á samfélags- miðlum út af verði á pitsum. Þá höfðu dætur hans beðið um pitsu, hann rétt þeim tvö þús- und krónur og þær bara hlógu. Heimi Karls og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni fannst þetta áhugavert, vissu að ég þekkti pitsubransann nokkuð vel og buðu mér í viðtal til að ræða um verðlagningu á pitsu. Ég settist niður að kvöldi og verandi hjá IKEA og með þessi ofboðslegu innkaup sem IKEA er með, þá taldi ég mig vita að ég væri með jafn gott verð og aðrir og því gat ég ná- mundað mig nokkur veginn að hráefniskostnaðinum, eða svona þokkalega nálægt því. Ég var í það minnsta ekki að skjóta út í loftið. Svo vissi ég hvað launin voru mikil. Ég mætti þarna um morguninn með sjóðandi upplýsingar um að það mætti lækka verðið á pitsum um að minnsta kosti svona þúsund krónur en samt haft hagnaðinn í lagi. Ég sá því frá þessu að það væri svigrúm fyrir einhvern að koma inn á markaðinn og þessi æfing kveikti það mikið í mér að ég ákvað, þá 54 ára gamall, að ég vildi gera eitt- hvað sjálfur og gerði mér grein fyrir að það væri nú eða aldrei. Svo ég ákvað að segja þetta gott hjá IKEA. Mér fannst líka kominn tími til að leyfa þessu frábæra fólki sem var undir mér að vaxa upp. En það má segja að ég hafi varan- lega skaddast við það að vinna fyrir IKEA. Ég er algjör- lega heillaður af hugmynda- fræðinni sem þeir hafa verið með ótrúlega lengi þar sem þeir hafa ítrekað og stöðugt lækkað verð til almennings og aldrei fallið í þá freistni að fara út fyrir það.“ Eins hafði Þórarinn þarna nokkra reynslu af því að taka stór skref út í hið ókunnuga. „Ég hætti sem bakari – sem Þórarni þykir mikil- vægt að vera fyrirmynd sem yfirmaður og gengur í hvert það verk sem þarf að fara í. MYND/ERNIR Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, hefur lengi barist fyrir lægra vöruverði hér- lendis og er óhræddur við að taka slaginn. Í dag rekur hann pitsastað með sinni beittu hugmynda- fræði og leggur allt undir, ævisparnaðinn og húsið. 27. NÓVEMBER 2020 DV Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is Íslenski neytand- inn, ef það á að lýsa honum, þá er það að hann bölvar í hljóði en kemur aftur eftir viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.