Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Blaðsíða 41
Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús Ég var búin að mikla það fyrir mér að elda önd, þetta er smá vinna en alls ekki flókið og bara ekta eld- hússkemmtun fyrir fólk að hittast, elda saman með vínglas við hönd og hafa það huggulegt. Fyrir 3 2 andabringur (um 700 gr) Salt & pipar 6-7 greinar ferskt timían 1 skalottlaukur Ólífuolía Smjör til steikingar Byrjið á að skera nokkrar rendur í fitulagið á bringunum. Saxið ferskt timían, rífið skalott- laukinn og blandið saman. Veltið bringunum upp úr ólífuolíu, salti, pipar og timíanblöndunni. Setjið góða smjörklípu á pönnu, hitið pönnuna vel og steikið bringurnar á pönnunni, byrjið á að steikja fitulagið á bringunum fyrst þar til fituröndin er orðin dökkbrún að lit, lækkið hitann örlítið á pönn- unni og steikið svo hinar hliðarnar á bringunum. Setjið bringurnar í ofn við 180 gráður í um það bil 10-15 mínútur, matsatriði hversu vel eldað þið viljið hafa kjötið. Passið að halda eftir soðinu sem myndast af bringunum til þess að fullkomna sósuna. Takið bringurnar út úr ofninum og látið þær standa í um 15 mínútur áður en skorið er í þær og þær bornar fram. Kampavíns-appelsínusósa Má tvöfalda fyrir sósusjúka. 1dl kampavín Safi úr 1 appelsínu 2 tsk. hunang ½ blaðlaukur Smjör til steikingar 2 dl soð Byrjið á að steikja blaðlauk upp úr smjöri og brúnið hann aðeins. Setj- ið laukinn til hliðar. Hann er borinn fram með matnum sem meðlæti. Blandið saman kampavíni, safa úr appelsínu og hunangi við vægan hita og hrærið vel í blöndunni. Raspið smá appelsínubörk út í og hellið soðinu af andabringunum saman við og leyfið að malla aðeins við vægan hita svo sósan þykkni. Berið fram með bringunum, bæði gott að hella sósunni yfir bringurnar og eins er gott að hafa sósuna til hliðar til að dýfa kjötinu ofan í. Sellerírótarmús 1 væn sellerírót 3 cm af piparrót Salt Smjör Afhýðið sellerírótina og skerið hana niður í nokkra minni bita. Sjóðið rótina þar til hún er orðin mjúk. Sigtið vatnið frá og maukið sellerí- rótina í potti við vægan hita og rífið piparrótina út í með fínu rifjárni og að lokum er salti og smjöri bætt saman við að vild. Berið fram með öndinni og leggið steikta blaðlaukinn ofan á. Verði ykkur að góðu. Una í eldhúsinu Brownies með bismark & Irish coffe heslihnetum 250 g smjör 3,5 dl sykur 2 dl kakó 4 tsk. vanillusykur 4 egg 3 dl hveiti 100 g heslihnetur með Irish coffee bragði (frá H-berg) 50 g bismark brjóstsykur Stillið ofninn á 180 gráður. Bræðið smjör í potti og leyfið því aðeins að kólna. Sykri, kakói, vanillusykri og eggjum er bætt út í pottinn og hrært saman. Loks er hveiti sigtað saman við og hært vel í blöndunni. Hellið deiginu í ferkantað form, og setjið inn í ofn í um 15 mínútur. Á meðan eru hneturnar hakkaðar ásamt brjóstsykrinum. Takið kökuna úr ofninum og stráið hnetum og brjóstsykri yfir og setjið kökuna aftur inn í ofn í um 10 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en að hún er skorin í bita og borin fram. Una Guðmunds ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún mælir með þessum hátíðlega rétti til að koma sér í jólaskap og jafnvel „reynsluaka“ jólamatinn í fá- mennum en góðmennum hópi. MYNDIR/AÐSENDAR OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stór n þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Recor s Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 MATUR 41DV 27. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.