Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Blaðsíða 23
FÓKUS 23DV 27. NÓVEMBER 2020 Keppnin í ár var þó óneitan- lega eftirminnileg hvað varð- ar grímunotkun keppenda, hvernig var að æfa og sýna með slíkan búnað á andlitinu? „Það var upplifun. Þegar við vorum á æfingum vorum við með grímurnar á allan tímann. Síðan á lokakvöldinu þurftum við alltaf að vera tilbúnar með grímurnar á okkur þar sem það fór eftir því hversu margar stelpur voru á sviðinu og fjarlægðar milli okkar hvort við þurftum að klæðast grímum eða ekki. Okkur var skipt í tvo hópa yfir daginn með tileinkuð svæði og okkur var haldið í sundur nema þegar við fór- um í rennsli með grímurnar á. Það skemmtilega við þetta er að vita að við erum eini hópurinn sem mun þurfa að halda sýningu klæddur í grímur. Grímurnar segja stóra sögu um hvað er búið að vera í gangi í heiminum þetta ár og myndirnar frá keppnis- deginum eru einstök minning sem ég mun alltaf halda utan um.“ Flytur út ef COVID leyfir Sjálf segist Elísabet Hulda alltaf hafa mikinn áhuga á leiklist bæði þegar kemur að kvikmyndum og leikhúsi. Hún sé sömuleiðis hrifin af ferlinu baksviðs og þeirri vinnu sem það taki að glæða atriðin lífi. „Ég stefni á að sækja um í leiklistarskólum, en stærsta áskorunin er sú að áhuga- málin mín liggja að mestu leyti í Asíu. Ég er því búin að vera að skoða leiklistarskóla í þeim löndum. Þegar ég hugsa út í framtíðina mína sé ég mig alltaf vera búsetta einhvers staðar í Asíu. Ég er ekki með smáatriðin á hreinu en það sem skiptir mestu máli er að ég verði hamingjusöm í því sem ég er að gera. Markmiðið mitt er að kunna japönsku, kóresku og kínversku reip- rennandi fyrir 25 ára aldur. Síðan vil ég læra taílensku og kantónísku og vonandi einn daginn rifja upp frönskukunn- áttu mína. En eins og staðan er í dag er ekki komin föst dagsetning fyrir Miss Uni- verse-keppnina, það fer allt eftir hvernig ástandið mun vera í heiminum og hvort það verður möguleiki á að ferðast. Fram að keppninni mun ég taka við þeim verkefnum sem felast í að vera Miss Uni- verse Iceland og ég vil nota þennan dýrmæta tíma sem ég hef til þess að sinna starfinu vel. Eftir keppnina úti mun ég síðan fá að fylgjast með næsta hóp og leiðbeina þátt- takendum um hvað það sé að vera Miss Universe Ice- land og loksins krýna næstu drottningu. Þegar ég set kór- ónuna á hilluna mun ég síðan flytja út ef COVID leyfir. En eins og er er ég að njóta þess að vera í núinu þar sem þetta verður búið áður en ég veit af því. Framtíðin er í smá óvissu en það sem ég veit er að hún verður björt.“ n Markmiðið mitt er að kunna japönsku, kóresku og kín- versku reiprennandi fyrir 25 ára aldur. Síðan vil ég læra taílensku og kantónísku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.