Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Blaðsíða 2
Kötturinn í sekknum Í slendingar eru annálaðir tækifærissinnar. Svartur föstudagur er gott dæmi um það. Hér höfum við um árabil heyrt sögur frá ná- grönnum okkar fyrir vestan í Bandaríkjunum um þennan brjálaða tilboðsdag sem hald- inn er eftir þakkargjörðar- hátíðina. Kaninn dröslar sér útþaninn af kartöflumús og kalkúni til að standa í löngum þröngum biðröðum til að næla sér í takmarkað upplag af einhverri neysluvörunni á grín-verði. Æsingurinn er svo mikill að fólk og starfsmenn í búðum eru í stórhættu og margir slasast í troðningnum. En eins og kjaftasaga sem gengur manna á milli hefur mikið þynnst úr þessum til- boðsdegi þegar hann nemur land hér á landi. Svarthöfði er alltaf hrifinn af góðum tilboð- um. En honum finnst frekar asnalegt þegar íslensk fyrir- tæki eru að auglýsa aumingja- legan 15 prósenta afslátt sem einhver „Black-Friday“ kosta- kjör. Þetta er bara bull og vit- leysa og ekkert merkilegra en hefðbundnir sófadagar í Ilvu. Engu að síður missa Íslend- ingar sig alveg jafn mikið og Kaninn. Fyrir þennan líka ómerkilega afslátt. Þetta gerir það að verkum að við kaupum og kaupum í einhverri bilaðri maníu drasl sem við hefðum aldrei keypt ef við hefðum haft heila hugsun. En þegar afsláttur er kynntur, og tíma- bundinn í þokkabót, þá þýðir ekkert að stoppa og hugsa. Maður gæti misst af frábær- um díl. Aumingja frænkurnar og frændurnir sem sitja uppi með drasl í jólagjöf sem þurfti að bjóða 20% afslátt af svo nokk- ur fengist til að kaupa þetta. Svo er svarti föstudagurinn hér á landi enginn föstudagur. Flestir buðu bara upp á afslátt í heila viku. Varla er þetta heil vika af föstudögum. Af hverju getum við ekki bara búið til eitthvert íslenskt nafn yfir þetta. Jólabóla – Maníuvika – eða eitthvað sem er ekki að vísa í hefð erlendis sem við erum ekki einu sinni að apa rétt eftir? Svarthöfði er samt að fara að taka þátt í þessu. Hann slær ekki hendinni á móti því að kaupa jólagjafirnar á af- sláttarverði. En hins vegar væri hann til í að sjá ríkara eftirlit með þessari fram- kvæmd. Hver er að tryggja að verslanir séu ekki að hækka verð í aðdragandanum og blekkja okkur? Annað eins hefur nú gerst. Svarthöfði hefur hvorki þolinmæði né tíma til að gera stöðugan verð- samanburð í október, nóvem- ber og desember. Auk þess sem sumir söluaðilar geta verið ansi kræfir í að spinna blekkingavefinn. Það fæðist nýr hálfviti á hverri mínútu, er orðtak sem er eignað sirkusstjóranum P. T. Barnum. Hvernig getur Svarthöfði tryggt að hann sé ekki einn af þessum hálf- vitum? Og hvernig ætlar þú að gera það? Gleymum ekki að beita gagnrýnni hugsun og vantreysta öllum. Það hefur sýnt sig að það mun borga sig á endanum enda eru allir að reyna að svindla á þér og eng- inn er með þér í liði nema þú sjálfur. Það er ekkert gaman að kaupa köttinn í sekknum, jafnvel þótt hann sé á af- slætti. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Vond hugmynd Þ að kannast margir við tilfinninguna að bæta sér eitthvað upp. Bæta sér upp takmarkanir sem settar hafa verið á þjóðfélagið með því að gera betur við sig á öðrum sviðum. Með súkkulaði, rauðvíni eða óhóflegum internet-inn- kaupum. Þegar afslættir bætast við „uppbótar“-ástandið getur skapast viss manía. Svo eru auðvitað að koma jól sem gera maníuna að einhverju leyti „leyfilega“. Það þekkja án efa einhverjir sælutilfinninguna sem getur gosið upp við að kaupa sér langþráða flík úr nætursvörtu sléttflaueli eða fallegt hreindýr sem passar fullkomlega ofan á píanóið við hliðina á svarta hnotubrjótnum. Eða það hefur fólk sagt mér – eða ég lesið einhvers staðar. Fyrir löngu. Auðvitað þurfum við ekki allt sem við kaupum en að hafa safnað sér fyrir fallegum hlut og láta það eftir sér að kaupa hann er oft góð tilfinn- ing. Ekki eru öll kaup bruðl og ekki allar konur vondar sem fá gæsahúð við að eignast nýja skó. Aftur er þetta dæmi gripið úr lausu lofti, ég þekki enga þannig konu. Alls ekki. Að því sögðu er samt svo miklu skemmtilegra að kaupa eitthvað sem þörf er fyrir og nýtist vel. Því mun ég ekki sitja, sveitt á efri vörinni, á Black Friday og moka ódýru dóti í körfuna af því að það er á svo góðu verði. Ég hef gert innkaupalista yfir hluti sem vantar og mun aðeins kaupa það sem er á honum. Hluti sem ég ætlaði að kaupa hvort sem er – ekki af því að þeir eru á afslætti. Ég er nefnilega búin að læra mína lexíu. Allavega í bili. Ég hef gert alls konar mistök. Mistökin koma í kössum nánast daglega. Ég hef keypt ilmkerti á netinu í massavís og pantað hótel í Bandaríkjunum. Áttað mig svo á því að við komu á hótelið að hvert kerti er 1 kíló og í glerkrukku sem brotnaði auðveldlega í ferðatöskunni. Ég hef setið með ljósakrónu í fanginu í flugi, með stóran steypujárnspott og verið með veskið fullt af hurðarhúnum. Ég hef á 40% afsláttardegi mokað í bræðiskasti ofan í innkaupanetið samstæðum náttföt- um á alla stórfjölskylduna nema að pabbi fékk óvart buxur í XXXXL því athygli mín var á yfirsnúningi. Ég hef sum sé tekið þennan slag. Oftast gert mjög góð kaup. En stundum ekki. Það síðasta heimskulega sem ég gerði var að panta frá Macy’s alls konar hluti sem ég kaupi venjulega í árlegri Ameríkuferð minni og fást ekki hér. Stutta útgáfan er sú að eitthvað klikkaði og ég fæ kassa á hverjum degi. Síðasti kassinn innihélt eitt bindi. Ding dong. 4.322 krónur, takk. Ding dong. 2.299 krónur, takk. Ding dong. 8.234 krónur, takk. Ég hef lært mína lexíu eftir að hafa borgað stjarn- fræðilegan kostnað í sendingargjald. Ég þarf minna. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/TM Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar og útivistar- maður, deilir hér með okkur fimm uppáhalds gulu fyrir- bærunum sínum. 1 Sósan Er bernaise-sósa. Ég bý hana til sjálf og mögulega full oft, svona miðað við að innihalds- efnin eru nær aðeins eggja- rauður og smjör. 2 Hlaupavestið Gula hlaupavestið mitt heitir víst fullu nafni Salomon skin pro 15 og var keypt í fyrra fyrir þriggja landa hlaupa- ferð í Ölpunum. 3 Hlaupajakkinn Ég sá gult hlaupasett í Fjallakofanum og langaði samstundis í það. Ég reyndi samt að stilla mig og hugsað með mér að enn og aftur væri guli liturinn að toga óhóflega í mig. Á endanum gafst ég upp. 4 Barinn minn Er auðvitað guli barinn Hannes boy á Siglufirði. Ekki skemmir fyrir að hann er kenndur við mann sem bar sama nafn og eiginmaður minn. 5 Kötturinn Það er Gutti, guli kötturinn minn. Gutti er mikill hús- bóndaköttur og vill helst bara vera hjá mér eða mann- inum mínum, mun síður en börnunum. GULIR HLUTIR 2 EYJAN 27. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.