Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Síða 30

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Síða 30
28 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR 6. Vinna við að gefa mjólkurkálfum er um 2,5 mín/kálf að meðaltali. Við geldneyti er vinnan mjög háð aðstæðum. Séu þær slæmar, er vinnan 2—3 mín/grip/dag, en við beztu aðstæður um 1 mín/grip/dag. 7. Hreinsun fjósa með heilsteyptum flórum tekur um 1,2 mín/kú/dag, þurfi að moka mykjunni upp úr þeim, en um 0,0 mín/kú/dag, séu niðurfallslúgur. Hreinsun á flóxristum tekur að meðal- tali um 0,5 mín/kú/dag. 8. Við athugun á heildarvinnu við kúahirðinguna (y, mín/dag) sem fall af kúafjölda (x) fékkst eftir- farandi líking: y = -r- 22,9 -j- 15,01x -4- 0,106x2 fyrir 10<x<90. Þau býli, er voru með meiri heildarvinnu en þessi líking sýnir, höfðu undantekningarlaust annað- hvort vinnufreka mjaltatækni eða óhentuga fóðrunaraðstöðu. Samhengi milli mjaltatíma og heildar- vinnumagns bendir til þess, að vinnufrek mjaltatækni geti aukið heildarvinnumagnið um nær 20%. INNGANGUR Tildrög þess, að Bútæknideild Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins réðst í vinnuathug- anir á kúabúum vemrinn 1974—’75, em þau, að áætlanir eru uppi um að leggja aukna áherzlu á rannsóknir á tæknibúnaði og inn- réttingum í peningshúsum. Að jafnaði eru slíkar rannsóknir mjög yfirgripsmiklar og kostnaðarsamar. Með því fjármagni, sem til þeirra er veitt, er ógerningur að koma upp tilraunaaðstöðu, þar sem unnt væri að fá fram áhrif þeirra breytiþátta, sem mesm máli skipta. Er því eðlilegt að leita til bænda og fá aðstöðu hjá þeim til þess að gera þær at- huganir, er við eiga á hverjum stað. Líta má á mælingar, er hér er greint frá, sem eins konar fmmathugun, þar sem mark- miðið er: a. Að kanna þær vinnuaðferðir og innanhúss- tækni, sem nú þegar er beitt, annars vegar til að fá hugmynd um, hvaða þætti er brýnast að taka til nánari athugunar, og hins vegar, hvar og hvernig bezt hefur tekizt að 'leysa þessa þætti meðal bænda. Að fengnum þessum niðurstöðum er ætl- unin að gera nánari athuganir og mælingar hjá þeim bændum, sem að meira eða minna leyti hefur tekizt að finna heppilegt fyrirkomulag tækni og vinnubragða. b. Að afla upplýsinga um, hver vinnuþörfin er við mjólkurframleiðslu um innistöðu- tímann. Tölur um vinnuþörf em oftast forsenda áætlana um heppilega bústærð svo og um tæknivæðingu og skipulag bygginganna. Rétt er að leggja áherzlu á, að þær niður- stöður, sem hér verða kynntar, em bundnar þeim aðstæðum, sem vinnumælingarnar eru gerðar við, og af þeim má ekki draga algildar ályktanir. Efni og aðferðir. Gerðar vom mælingar á 20 búum, sem skipt- ast þannig eftir sýslum: 1 bær í Rangárvallasýslu, 4 bæir í Arnessýslu, 9 bæir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 1 bær í Snæfellsnessýslu, 5 bæir í Eyjafjarðarsýslu. Gripafjöldinn á hverjum bæ var eins og fram kemur í 1. töflu. Skipting búanna eftir kúafjölda er þannig, að á 30% búanna em meira en 60 kýr, á 20% 40—60 kýr, á 40% 20—40 kýr og á 10% minna en 20 kýr. Af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.