Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Síða 32

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Síða 32
30 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR þessu sést, að miðað við íslenzkar aðstæður er hér að jafnaði um stór kúabú að ræða, að meðaltali um 47 kýr á búi. Geldneyta- fjöldi er mjög breytilegur á þessum búum eftir því, hvort um kjötframleiðslu er að ræða eða gripi einungis til viðhalds, en meðal- geldneytafjöldinn er 25 gripir. Mjólkurkálfa- fjöldinn er einnig breytilegur af sömu ástæð- um, en að meðaltali voru um 8 kálfar á búi. Eins og fram kemur í 1. töflu, er hér einkum um nýleg fjós að ræða, þar eð aðeins 20% þeirra eru eldri en 10 ára. Flest eru fjósin með hefðbundnu skipulagi, þ.e. bása- fjós, með kýrnar bundnar eða lokaðar á básum. I 5 fjósum, þ.e. 25% þeirra, gengu kýrnar lausar, ýmist með eða án legubása. A hverjum bæ voru gerðar vinnumælingar í tvö mál, alls sem svarar einum sólarhring. Byrjað var á því að skrá ýmis tæknileg atriði varðandi mælinguna, svo sem flutningavega- iengdir og tækjabúnað. Einnig voru skráð helztu mál varðandi innréttingar, básalengdir og flórbúnað. Þá var gefin einkunn fyrir hreinleika kúnna. Tímamælingarnar voru gerðar með skeið- klukkum. Urin eru látin ganga stöðugt, með- an á vinnu stendur (kontinuitetsmetoden). Sú aðferð er í því fólgin, að úrin eru sett í gang, þegar vinna hefst. I lok hvers vinnuþáttar er lesið á þau og tíminn skráður á þar til gerð eyðublöð. Tími hvers vinnuþáttar er síðan fundinn með einföldum frádrætti. I þessum mælingum var lögð áherzla á að skipta vinnunni í eins smáa þætti og gerlegt þótti að mæla við þessar aðstæður. Með slíkri skiptingu gefst kostur á að nýta einstaka hluta mælinganna í öðrum verkefnum (t.d. fóðrun sauðfjár). Við uppgjör mælinganna er reiknuð vinnu- þörfin við einstaka verkþætti (arbejdsopera- tion) og síðan tekið saman í aðalverkþætti (delproces). Ef um óeðlileg vinnubrögð (of hröð eða hæg) er að ræða að mati þess, er mælir, er það leiðrétt (tempovurderet tid). Á sama hátt er leiðrétt, ef liðléttingar taka þátt í vinnunni, og tíminn þá umreiknaður í karl- mannsmínútur. Sé ekki annað tekið fram, þegar rætt er um mínúmr í mælingunum, er átt við karlmannsmínútur. Að öllum jafnaði eru aðstæður mjög breytilegar eftir bæjum og því erfitt að fá áhrif einstakra breytiþátta fram, ekki sízt ef haft er í huga, að einungis er mælt í tvö mál á hverjum stað. Aðferð við uppgjör er valin með hliðsjón af þessu. Rétt er að vekja athygli á því, að sú vinnu- þörf, er fram kemur í þessum mælingum, er einungis „fasta" vinnan við nautgripahirð- ingu, þ.e. sú vinna, er daglega þarf að inna af hendi um innistöðutímann. I mælingunum er því ekki talin með ýmis vinna, sem unnin er utan fjósatíma, svo sem eftirlit, bókhald og ýmsir aðdrættir. Einnig er sleppt vinnu við viðhald á innréttingum fjóssins svo og við vélar og tækjabúnað, sem telja mætti með vinnu við nautgripahirðingu. NIÐURSTÖÐUR Verkþeettir. Eins og fram kom í inngangi, er vinnunni skipt í eins stutta verkþætti og unnt er við sjálfa mælinguna. Þessir verkþættir eru síðan flokkaðir í aðalþætti (delprocesser) í upp- gjörinu. Aðalverkþættir eru þættir eins og mjaltir, þurrheysfóðrun, votheysfóðrun, hreinsun o.s.frv. Oft er erfitt að fá skarpa greiningu milli þátta, en nánar verður vikið að því síðar. Á 1. mynd má sjá skiptingu heildartímans eftir verkþáttum þeim, er vinnufrekastir eru við nautgripahirðinguna. Þessir þættir eru mjaltir, heyfóðrun og hreinsun. Mjaltirnar eru hér langmesti þátturinn, en breytileikinn eftir búum er mikill, frá um 48% til 92% af heildartímanum. Þessar tölur gefa að sjálf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.